Mótmælaskeytin streyma inn 23. október 2006 18:45 Hátt í níutíu þúsund mótmælaskeyti hafa verið send af heimasíðu Greenpeace-samtakanna til utanríkisráðuneytisins vegna hvalveiða Íslendinga. Jónína Bjartmarz talaði fyrir daufum eyrum á fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna í dag þegar hún kynnti málstað ríkisstjórnarinnar. Mótmælaaldan sem upphófst í síðustu viku vegna ákvörðunar um hvalveiðar er að verða að sannkallaðri flóðbylgju. Hundruð greina og frétta hafa birst í fjölmiðlum um allan heim eftir að sjálfar veiðarnar hófust en rauði þráðurinn í þeim er yfirleitt sá sami: Íslendingar hafa rofið tveggja áratuga langt hvalveiðibann með því að veiða tegundir í útrýmingarhættu. Viðbrögð almennings hafa heldur ekki látið á sér standa. Tugþúsundir mótmælaskeyta hafa borist utanríkisráðuneytinu og sendiráðum Íslands í útlöndum. Stærstur hluti þeirra er staðlað bréf Greenpeace samtakanna sem hægt er að senda í gegnum heimasíðu þeirra. Nú undir kvöld höfðu yfir 86.000 manns sent slíkt skeyti. Þá hefur svipaður póstur borist hvalaskoðunarfyrirtækjum þar sem þeim er jafnvel óskað gjaldþroti. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra var á ráðherrafundi Norðurlandanna í Lúxemborg í morgun. Þar var líka Andreas Carlgren, sænskur starfsbróðir hennar, sem í viðtölum við fjölmiðla hefur veist harkalega að Íslendingum vegna veiðanna og bent á að það hafi einmitt verið fyrir mistök sænsku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 2002 að Svíar mæltu með inngöngu Íslendinga í ráðið. Heyra mátti á Jónínu að hún hafi talað fyrir daufum eyrum ytra. Fundur ráðherranna í dag var til undirbúnings umhverfisráðherrafundar ESB sem hófst strax í kjölfarið. Þar voru hvalveiðar Íslendinga til umræðu að beiðni Austurríkismanna. Engar ákvarðanir voru þó teknar á þeim fundi. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Hátt í níutíu þúsund mótmælaskeyti hafa verið send af heimasíðu Greenpeace-samtakanna til utanríkisráðuneytisins vegna hvalveiða Íslendinga. Jónína Bjartmarz talaði fyrir daufum eyrum á fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna í dag þegar hún kynnti málstað ríkisstjórnarinnar. Mótmælaaldan sem upphófst í síðustu viku vegna ákvörðunar um hvalveiðar er að verða að sannkallaðri flóðbylgju. Hundruð greina og frétta hafa birst í fjölmiðlum um allan heim eftir að sjálfar veiðarnar hófust en rauði þráðurinn í þeim er yfirleitt sá sami: Íslendingar hafa rofið tveggja áratuga langt hvalveiðibann með því að veiða tegundir í útrýmingarhættu. Viðbrögð almennings hafa heldur ekki látið á sér standa. Tugþúsundir mótmælaskeyta hafa borist utanríkisráðuneytinu og sendiráðum Íslands í útlöndum. Stærstur hluti þeirra er staðlað bréf Greenpeace samtakanna sem hægt er að senda í gegnum heimasíðu þeirra. Nú undir kvöld höfðu yfir 86.000 manns sent slíkt skeyti. Þá hefur svipaður póstur borist hvalaskoðunarfyrirtækjum þar sem þeim er jafnvel óskað gjaldþroti. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra var á ráðherrafundi Norðurlandanna í Lúxemborg í morgun. Þar var líka Andreas Carlgren, sænskur starfsbróðir hennar, sem í viðtölum við fjölmiðla hefur veist harkalega að Íslendingum vegna veiðanna og bent á að það hafi einmitt verið fyrir mistök sænsku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 2002 að Svíar mæltu með inngöngu Íslendinga í ráðið. Heyra mátti á Jónínu að hún hafi talað fyrir daufum eyrum ytra. Fundur ráðherranna í dag var til undirbúnings umhverfisráðherrafundar ESB sem hófst strax í kjölfarið. Þar voru hvalveiðar Íslendinga til umræðu að beiðni Austurríkismanna. Engar ákvarðanir voru þó teknar á þeim fundi.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira