Fatah- og Hamas-liðar ræðast við 19. október 2006 23:32 Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ræðir við fréttamenn í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. MYND/AP Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. Til átaka hefur komið milli liðsmanna Fatah og Hamas vegna baráttu fylkinganna um völd á landsvæði Palestínumanna. Til skotbardaga hefur komið á Gaza-svæðinu síðustu vikur sem hafa kostað minnst 19 mannslíf. Abbas forseti sagði í dag að hann myndir taka ákvarðanir um framtíð og örlög heimastjórnar Hamas-liða og taka á því öngstræti sem viðræður fylkinganna tveggja um skipan eins konar þjóðstjórnar væru komnar í. Þær viðræður sagði hann að renna út í sandinn vegna þess að Hamas-liðar neituðu að breyta viðhorfi sínu Ísraels-ríkis sem þeir viðurkenna ekki. Abbas hefur gefið til kynna að hann gæti gripið til þess ráðs að reka heimastjórnina og sagt að hann myndi leita stuðnings Palestínumanna við aðgerðir sínar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sagði að teknar yrðu ákvarðanir um skipan stjórnar sem væri bundin arabískum og alþjóðlegum lögum svo hægt yrði að aflétta umsátri alþjóðasamfélagsins um landsvæði Palestínumanna og linna þjáningar þeirra. Saeed Seyman, innanríkisráðherra í heimastjórn Hamas, segir ljóst að Hamas-liðar myndu líta á slíkar aðgerir sem valdarán. Hamas-liðar tóku við völdum í mars en þá gripu Bandaríkjamenn og Evrópusambandið til refsiaðgerða. Bein aðstoð var stöðvuð, þar með talið fjárstuðningur sem heimastjórnin treystir á. Bandaríkjamenn, Evrópusambandið og Ísraelar flokka Hamas sem hryðjuverkasamtök. Þau verði að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis, afneita ofbeldi og virða þá friðarsamninga sem séu í gildi áður en refsiaðgerðum verði aflétt. Erlent Fréttir Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. Til átaka hefur komið milli liðsmanna Fatah og Hamas vegna baráttu fylkinganna um völd á landsvæði Palestínumanna. Til skotbardaga hefur komið á Gaza-svæðinu síðustu vikur sem hafa kostað minnst 19 mannslíf. Abbas forseti sagði í dag að hann myndir taka ákvarðanir um framtíð og örlög heimastjórnar Hamas-liða og taka á því öngstræti sem viðræður fylkinganna tveggja um skipan eins konar þjóðstjórnar væru komnar í. Þær viðræður sagði hann að renna út í sandinn vegna þess að Hamas-liðar neituðu að breyta viðhorfi sínu Ísraels-ríkis sem þeir viðurkenna ekki. Abbas hefur gefið til kynna að hann gæti gripið til þess ráðs að reka heimastjórnina og sagt að hann myndi leita stuðnings Palestínumanna við aðgerðir sínar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sagði að teknar yrðu ákvarðanir um skipan stjórnar sem væri bundin arabískum og alþjóðlegum lögum svo hægt yrði að aflétta umsátri alþjóðasamfélagsins um landsvæði Palestínumanna og linna þjáningar þeirra. Saeed Seyman, innanríkisráðherra í heimastjórn Hamas, segir ljóst að Hamas-liðar myndu líta á slíkar aðgerir sem valdarán. Hamas-liðar tóku við völdum í mars en þá gripu Bandaríkjamenn og Evrópusambandið til refsiaðgerða. Bein aðstoð var stöðvuð, þar með talið fjárstuðningur sem heimastjórnin treystir á. Bandaríkjamenn, Evrópusambandið og Ísraelar flokka Hamas sem hryðjuverkasamtök. Þau verði að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis, afneita ofbeldi og virða þá friðarsamninga sem séu í gildi áður en refsiaðgerðum verði aflétt.
Erlent Fréttir Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira