FL Group stofnar Tónvís 9. október 2006 14:17 FL Group hefur stofnað Tónvís, sérstakan fjárfestingasjóð sem mun vinna með íslenskum tónlistarmönnum á erlendri grundu og fjárfesta í mögulegri velgengni íslenskra listamanna. Sjóðurinn verður í eðli sínu gjörólíkur styrktarsjóðum, því gangi þau verkefni vel sem hann leggur fjármagn til, þá mun sjóðurinn eflast að styrk, en jafnframt tekur hann með listamönnunum þá áhættu sem felst í að hasla sér völl á erlendum markaði. Aldrei fyrr hafa einkaaðilar komið á fót jafn metnaðarfullu verkefni í samvinnu við íslenskt tónlistarfólk. Stofnfé sjóðsins verður 200 milljónir króna. Fyrstu verkefnin sem Tónvís tekur að sér er að vera bakhjarl Garðars Thórs Cortes á breska markaðnum í samvinnu við Einar Bárðarson og útgáfa á Bang Gang í Bandaríkjunum í samvinnu við From Nowhere Records. Sjóðnum er ætlað að fjárfesta í fáum en stórum verkefnum, þannig að framlag hans mun skipta verulegu máli í hverju þeirra og mun vera virkur þátttakandi í þeim verkefnum sem hann kemur að. FL Group hefur unnið af miklum metnaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og er aðalstyrktarfyrirtæki hljómsveitarinnar. Nú ætlar félagið sér að styðja við íslenska tónlist af enn meira afli og í þetta sinn verða verkefnin miðuð á erlenda markaði. "Þetta er í takt við stefnu FL Group þegar kemur að stuðningi við listir og menningu. Við höfum staðið fast við bakið á Sinfóníuhljómsveit Íslands og stutt við önnur verkefni á listasviðinu. Bæði Garðar Thór Cortes og Barði Jóhannsson hafa sýnt það hér og erlendis að þeir eiga möguleika á að ná hæstu hæðum á sínu sviði. Þeir eru báðir virtir meðal jafningja og dáðir af listunnendum" segir Hannes Smárason forstjóri FL Group. "Við höfum fulla trú á því að þeir nái langt og vonum að okkar framlag styrki þá og efli til frekari dáða." Síðasta vetur gaf Garðar Thór Cortes út plötu hér heima undir stjórn Einars Bárðasonar. Þeirri plötu var einstaklega vel tekið og er í dag ein söluhæsta plata á Íslandi frá upphafi, seldist í tæplega 20.000 eintökum. Bang Gang með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar hefur náð góðri stöðu í Evrópu og þó sérstaklega í Frakklandi. Barði hlaut útflutningsverðlaun Loftbrúar Reykjavíkur árið 2004 fyrir árangur erlendis og er það aðeins ein af mörgum viðurkenningum sem hann hefur hlotið fyrir sína tónlist. Nú er Barði, ásamt útgáfufélagi sínu og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, From Nowhere Records, að leggja grunn að sókn inn bandarískan markað og mun Tónvís koma að því verkefni eins og fyrr segir. Forsvarsmenn Fl Group og Tónvíss gera sér fulla grein fyrir því að sókn á erlenda tónlistarmarkaði er mjög áhættusöm, en jafnframt telja þeir að íslensk tónlist eigi þangað fullt erindi. Það er þessvegna sem þessi fjárfestingasjóður er settur á fót, enda er í útrás íslenskra tónlistarmanna fólgin mikil tækifæri. Fjárfesting í slíkri útrás er fyllilega í anda FL Group sem hefur látið mikið að sér kveða á erlendum mörkuðum á sínu starfssviði. Lífið Menning Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
FL Group hefur stofnað Tónvís, sérstakan fjárfestingasjóð sem mun vinna með íslenskum tónlistarmönnum á erlendri grundu og fjárfesta í mögulegri velgengni íslenskra listamanna. Sjóðurinn verður í eðli sínu gjörólíkur styrktarsjóðum, því gangi þau verkefni vel sem hann leggur fjármagn til, þá mun sjóðurinn eflast að styrk, en jafnframt tekur hann með listamönnunum þá áhættu sem felst í að hasla sér völl á erlendum markaði. Aldrei fyrr hafa einkaaðilar komið á fót jafn metnaðarfullu verkefni í samvinnu við íslenskt tónlistarfólk. Stofnfé sjóðsins verður 200 milljónir króna. Fyrstu verkefnin sem Tónvís tekur að sér er að vera bakhjarl Garðars Thórs Cortes á breska markaðnum í samvinnu við Einar Bárðarson og útgáfa á Bang Gang í Bandaríkjunum í samvinnu við From Nowhere Records. Sjóðnum er ætlað að fjárfesta í fáum en stórum verkefnum, þannig að framlag hans mun skipta verulegu máli í hverju þeirra og mun vera virkur þátttakandi í þeim verkefnum sem hann kemur að. FL Group hefur unnið af miklum metnaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og er aðalstyrktarfyrirtæki hljómsveitarinnar. Nú ætlar félagið sér að styðja við íslenska tónlist af enn meira afli og í þetta sinn verða verkefnin miðuð á erlenda markaði. "Þetta er í takt við stefnu FL Group þegar kemur að stuðningi við listir og menningu. Við höfum staðið fast við bakið á Sinfóníuhljómsveit Íslands og stutt við önnur verkefni á listasviðinu. Bæði Garðar Thór Cortes og Barði Jóhannsson hafa sýnt það hér og erlendis að þeir eiga möguleika á að ná hæstu hæðum á sínu sviði. Þeir eru báðir virtir meðal jafningja og dáðir af listunnendum" segir Hannes Smárason forstjóri FL Group. "Við höfum fulla trú á því að þeir nái langt og vonum að okkar framlag styrki þá og efli til frekari dáða." Síðasta vetur gaf Garðar Thór Cortes út plötu hér heima undir stjórn Einars Bárðasonar. Þeirri plötu var einstaklega vel tekið og er í dag ein söluhæsta plata á Íslandi frá upphafi, seldist í tæplega 20.000 eintökum. Bang Gang með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar hefur náð góðri stöðu í Evrópu og þó sérstaklega í Frakklandi. Barði hlaut útflutningsverðlaun Loftbrúar Reykjavíkur árið 2004 fyrir árangur erlendis og er það aðeins ein af mörgum viðurkenningum sem hann hefur hlotið fyrir sína tónlist. Nú er Barði, ásamt útgáfufélagi sínu og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, From Nowhere Records, að leggja grunn að sókn inn bandarískan markað og mun Tónvís koma að því verkefni eins og fyrr segir. Forsvarsmenn Fl Group og Tónvíss gera sér fulla grein fyrir því að sókn á erlenda tónlistarmarkaði er mjög áhættusöm, en jafnframt telja þeir að íslensk tónlist eigi þangað fullt erindi. Það er þessvegna sem þessi fjárfestingasjóður er settur á fót, enda er í útrás íslenskra tónlistarmanna fólgin mikil tækifæri. Fjárfesting í slíkri útrás er fyllilega í anda FL Group sem hefur látið mikið að sér kveða á erlendum mörkuðum á sínu starfssviði.
Lífið Menning Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira