Fjöldi blaðamanna á leiðinni til landsins 9. október 2006 12:53 Miðasala á Iceland Airwaves hátíðina gegnum sölustöðvar Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum hefur gengið vonum framar og er svo komið að nánast er uppselt á hátíðina í Bandaríkjunum. Nýtt sölumet hefur verið slegið hjá Icelandair í Skandinavíu sem sinnir Svíþjóð, Danmörku og Noregi - og í Bretlandi hafa Icelandair ákveðið að senda stærri vél til og frá London föstudaginn 20. og sunnudaginn 22. október til að svara eftirspurn. Sala í Frakklandi og Þýskalandi hefur verið með svipuðu móti og í fyrra, en í fyrsta sinn hefur selst á hátíðina að einhverju marki í Finnlandi og í Japan þar sem skipulögð er lítið hópferð. Aðstandendur Airwaves búast við hátt í 2.000 erlendum gestum á hátíðina í ár, fleirum en nokkru sinni fyrr. Mikill áhugi erlendra fjölmiðla er fyrir hátíðinni, sem sýnir sig kannski best í því að Spex, eitt stærsta tónlistartímarit Þýskalands, skandinavíu útgáfan af VICE magazine, þungarokksritið Kerrang!, MySpace og breska verðlaunaritið Clash Magazine eru meðal þeirra fjölmiðla sem bæði munu fjalla um hátíðina og vera með eigin kvöld og svið á Iceland Airwaves 2006. Meðal annara fjölmiðla sem senda blaðamenn á Airwaves í ár má nefna BBC, dönsku og norsku ríkisútvörpin DR og NRK, Euronews í Frakklandi, URB magazine og hið virta vefrit Pitchfork.com sem í fyrsta sinn fjallar um íslenska tónlist með því að sækja landið heim. Fjöldi starfsmanna tónlistarbransans hafa einnig boðið komu sína, bæði frá útgáfufyrirtækjum og tónlistarhátíðum á borð við CMJ, Roskilde, Berlin festival og By:Larm. Í Bretlandi hefur sala á pakkaferðum aukist um 10% frá því í fyrra, þrátt fyrir nýjan samkeppnisaðila á flugleiðinni. Líklegt er að þakka megi auknum áhuga sjónvarpssstöðva en bæði Channel 4 og afþreyingarstöð þeirra E4 hafa kynnt Airwaves ásamt MTV2. Báðar þessar sjónvarpsstöðvar munu jafnframt senda upptökulið á hátíðina sjálfa og standa að þáttargerð um hana. Þá hefur vefsamfélagið MySpace í Bretlandi og Þýskalandi sett kynningu á heimasíður sínar um Airwaves en þessi öfluga vefsíða opnaði staðbundna vefi fyrr á þessu ári sem er að finna á uk.myspace.com og de.myspace.com. Á báðum stöðum er vísað inn á Iceland Airwave síðuna sem er www.myspace.com/icelandairwaves frá forsíðuEnn til miðar á Airwaves hérlendis Hérlendis hófst miðasalan um leið og dagskráin var kynnt fyrir um 3 vikum og þegar er vel yfir helmingur þeirra miða sem eru í boði á hátíðina innanlands seldur. Uppselt var á Airwaves árið 2004 og í fyrra - og miðað við að færri miðar eru í boði á hátíðina í ár má búast við að það sama verði upp á teningnum í ár. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Miðasala á Iceland Airwaves hátíðina gegnum sölustöðvar Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum hefur gengið vonum framar og er svo komið að nánast er uppselt á hátíðina í Bandaríkjunum. Nýtt sölumet hefur verið slegið hjá Icelandair í Skandinavíu sem sinnir Svíþjóð, Danmörku og Noregi - og í Bretlandi hafa Icelandair ákveðið að senda stærri vél til og frá London föstudaginn 20. og sunnudaginn 22. október til að svara eftirspurn. Sala í Frakklandi og Þýskalandi hefur verið með svipuðu móti og í fyrra, en í fyrsta sinn hefur selst á hátíðina að einhverju marki í Finnlandi og í Japan þar sem skipulögð er lítið hópferð. Aðstandendur Airwaves búast við hátt í 2.000 erlendum gestum á hátíðina í ár, fleirum en nokkru sinni fyrr. Mikill áhugi erlendra fjölmiðla er fyrir hátíðinni, sem sýnir sig kannski best í því að Spex, eitt stærsta tónlistartímarit Þýskalands, skandinavíu útgáfan af VICE magazine, þungarokksritið Kerrang!, MySpace og breska verðlaunaritið Clash Magazine eru meðal þeirra fjölmiðla sem bæði munu fjalla um hátíðina og vera með eigin kvöld og svið á Iceland Airwaves 2006. Meðal annara fjölmiðla sem senda blaðamenn á Airwaves í ár má nefna BBC, dönsku og norsku ríkisútvörpin DR og NRK, Euronews í Frakklandi, URB magazine og hið virta vefrit Pitchfork.com sem í fyrsta sinn fjallar um íslenska tónlist með því að sækja landið heim. Fjöldi starfsmanna tónlistarbransans hafa einnig boðið komu sína, bæði frá útgáfufyrirtækjum og tónlistarhátíðum á borð við CMJ, Roskilde, Berlin festival og By:Larm. Í Bretlandi hefur sala á pakkaferðum aukist um 10% frá því í fyrra, þrátt fyrir nýjan samkeppnisaðila á flugleiðinni. Líklegt er að þakka megi auknum áhuga sjónvarpssstöðva en bæði Channel 4 og afþreyingarstöð þeirra E4 hafa kynnt Airwaves ásamt MTV2. Báðar þessar sjónvarpsstöðvar munu jafnframt senda upptökulið á hátíðina sjálfa og standa að þáttargerð um hana. Þá hefur vefsamfélagið MySpace í Bretlandi og Þýskalandi sett kynningu á heimasíður sínar um Airwaves en þessi öfluga vefsíða opnaði staðbundna vefi fyrr á þessu ári sem er að finna á uk.myspace.com og de.myspace.com. Á báðum stöðum er vísað inn á Iceland Airwave síðuna sem er www.myspace.com/icelandairwaves frá forsíðuEnn til miðar á Airwaves hérlendis Hérlendis hófst miðasalan um leið og dagskráin var kynnt fyrir um 3 vikum og þegar er vel yfir helmingur þeirra miða sem eru í boði á hátíðina innanlands seldur. Uppselt var á Airwaves árið 2004 og í fyrra - og miðað við að færri miðar eru í boði á hátíðina í ár má búast við að það sama verði upp á teningnum í ár. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com
Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“