Glæsilegasti menntamálaráðherra í heiminum? 29. september 2006 15:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir heillaði Jón Ársæl við gerð þáttarins, en hann fór með henni um víðan völl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verður næsti gestur Jón Ársæls í Sjálfstæðu fólki sem nú hefur hafið göngu sína sjötta árið í röð. Þátturinn hefur eins og kunnugt er hlotið Edduverðlaunin þrjú síðastliðin ár sem besti sjónvarpsþátturinn í íslensku sjónvarpi auk þess að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna í alls fimm skipti. "Hún er skarpgreind og stórskemmtileg auk þess að vera lang glæsilegasti menntamálaráðherrann í heiminum í dag. Ef allir stjórnmálamenn okkar væru eins og Þorgerður Katrín væri ég fyrir löngu búinn að gefa kost á mér í framboð," segir Jón Ársæll. "Það er búið að vera einkar skemmtilegt að fylgjast með Þorgerði Katrínu", heldur Jón Ársæll áfram. "Hún kemur með ferskan andblæ sunnan úr Hafnarfirði inn í þá undarlegtu tík, pólitíkina. Hún er valkyrja, menntuð í stjórnmálafræði auk þess að vera lögmaður, fæddur leiðtogi og hefur einkar skemmtilega nærveru. Hún fær einkunnina fimmtán af tíu mögulegu." Við fylgjumst með ráðherra og spyrjum þá sem þekkja til Þorgerðar Katrínar um kosti hennar og lesti. Ræðum meðal annars við eiginmann hennar Kristján Arason handboltakappa og einn af stjórnendum KB banka. Faðir ráðherrans kemur einnig við sögu en það er, eins og kunnugt er, enginn annar en Gunnar Eyjólfsson leikari og skátahöfðingi. Við fylgjumst með ráðherranum að störfum bæði hér heima og alla leið austur í Kína þar sem hún heimsótti nýlega ráðamenn. Við erum líka boðin í kjötsúpu suður í Hafnarfjörð sem faðir ráðherrans eldar með tilþrifum á ógleymanlegan hátt. Ráðherra í blíðu og stríðu næsta sunnudagskvöld, strax eftir mjaltir. Sjálfstætt fólk hefur einn allra þátta verið alls þrisvar sinnum útnefndur Sjónvarpsþáttur ársins á Edduverðlaunahátíð, árið 2003, 2004 og nú síðast árið 2005. Jón Ársæll Þórðarson heldur uppteknum hætti og leitar uppi forvitnilegt fólk á öllum aldri, ræðir við það af sinni einskæru hlýju og nærgætni og tekst öðrum fremur að draga upp nýja og áður óþekkta mynd af landskunnum Íslendingum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2, sunnudaginn 1. október kl. 20. Þátturinn er endursýndur á laugardögum kl. 17:10. Lífið Menning Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verður næsti gestur Jón Ársæls í Sjálfstæðu fólki sem nú hefur hafið göngu sína sjötta árið í röð. Þátturinn hefur eins og kunnugt er hlotið Edduverðlaunin þrjú síðastliðin ár sem besti sjónvarpsþátturinn í íslensku sjónvarpi auk þess að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna í alls fimm skipti. "Hún er skarpgreind og stórskemmtileg auk þess að vera lang glæsilegasti menntamálaráðherrann í heiminum í dag. Ef allir stjórnmálamenn okkar væru eins og Þorgerður Katrín væri ég fyrir löngu búinn að gefa kost á mér í framboð," segir Jón Ársæll. "Það er búið að vera einkar skemmtilegt að fylgjast með Þorgerði Katrínu", heldur Jón Ársæll áfram. "Hún kemur með ferskan andblæ sunnan úr Hafnarfirði inn í þá undarlegtu tík, pólitíkina. Hún er valkyrja, menntuð í stjórnmálafræði auk þess að vera lögmaður, fæddur leiðtogi og hefur einkar skemmtilega nærveru. Hún fær einkunnina fimmtán af tíu mögulegu." Við fylgjumst með ráðherra og spyrjum þá sem þekkja til Þorgerðar Katrínar um kosti hennar og lesti. Ræðum meðal annars við eiginmann hennar Kristján Arason handboltakappa og einn af stjórnendum KB banka. Faðir ráðherrans kemur einnig við sögu en það er, eins og kunnugt er, enginn annar en Gunnar Eyjólfsson leikari og skátahöfðingi. Við fylgjumst með ráðherranum að störfum bæði hér heima og alla leið austur í Kína þar sem hún heimsótti nýlega ráðamenn. Við erum líka boðin í kjötsúpu suður í Hafnarfjörð sem faðir ráðherrans eldar með tilþrifum á ógleymanlegan hátt. Ráðherra í blíðu og stríðu næsta sunnudagskvöld, strax eftir mjaltir. Sjálfstætt fólk hefur einn allra þátta verið alls þrisvar sinnum útnefndur Sjónvarpsþáttur ársins á Edduverðlaunahátíð, árið 2003, 2004 og nú síðast árið 2005. Jón Ársæll Þórðarson heldur uppteknum hætti og leitar uppi forvitnilegt fólk á öllum aldri, ræðir við það af sinni einskæru hlýju og nærgætni og tekst öðrum fremur að draga upp nýja og áður óþekkta mynd af landskunnum Íslendingum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2, sunnudaginn 1. október kl. 20. Þátturinn er endursýndur á laugardögum kl. 17:10.
Lífið Menning Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Sjá meira