Hálslón verður orðið fullt haustið 2007 21. september 2006 12:15 Mynd/Vilhelm Byrjað verður að safna vatni í Hálslón í næstu viku. Ráðgert er að lónið verði orðið fullt haustið 2007 en þá eru um fimm ár frá því að vinna hófst við Kárahnjúkavirkjun. Fyrsta steypuvinnan við Kárahnjúkavirkjun hófst 5. september árið 2002 þegar starfsmenn Malarvinnslunnar hf. á Egilsstöðum steyptu millistöpul undir nýja brú á Jökulsá á Dal. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en frágangur við Kárahnjúkastíflu verður að mestu lokið um áramótin og Sauðárstífla og Desjárstífla verða fullkláraðar nú á haustmánuðum. Engu að síður verður hægt að byrja að fylla Hálslón í næstu viku. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að rennslið í Jökulsá á Dal hafi verið of mikið þessa vikuna en rennslið þurfi að vera í ákveðnu lágmarki svo hægt sé að loka fyrir það, því stefnt er að því að fylla lónið eins hægt og kostur er. Hálslón verður í heild sinni um 57 ferkílómetrar að stærð. Lónið verður langt og mjótt að lögun eða um 25 kílómetra langt og að meðaltali rúmlega tveggja kílómetra breitt. Yfirborð lónsins mun hækka hlutfallslega hvað mest nú í haust vegna þess hversu flatarmál lónsins er lítið næst stíflunni en þar er mesta dýpi lónsins, um 170 metrar. Lítið vatn mun renna í lónið yfir háveturinn en rennslið mun svo aukast aftur um leið og snjó leysir í vor. Framkvæmdum við Kárahnjúkastíflu lýkur að fullu í vor en þá verður lagður vegur yfir stífluna fyrir almenning. Þá er er nú þegar kominn vegur austanmegin við stífluna meðfram lónbotninum sem opinn almenningi. Ráðgert er að afhending orku úr Kárahnjúkavirkjun hefjist næsta vor. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Byrjað verður að safna vatni í Hálslón í næstu viku. Ráðgert er að lónið verði orðið fullt haustið 2007 en þá eru um fimm ár frá því að vinna hófst við Kárahnjúkavirkjun. Fyrsta steypuvinnan við Kárahnjúkavirkjun hófst 5. september árið 2002 þegar starfsmenn Malarvinnslunnar hf. á Egilsstöðum steyptu millistöpul undir nýja brú á Jökulsá á Dal. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en frágangur við Kárahnjúkastíflu verður að mestu lokið um áramótin og Sauðárstífla og Desjárstífla verða fullkláraðar nú á haustmánuðum. Engu að síður verður hægt að byrja að fylla Hálslón í næstu viku. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að rennslið í Jökulsá á Dal hafi verið of mikið þessa vikuna en rennslið þurfi að vera í ákveðnu lágmarki svo hægt sé að loka fyrir það, því stefnt er að því að fylla lónið eins hægt og kostur er. Hálslón verður í heild sinni um 57 ferkílómetrar að stærð. Lónið verður langt og mjótt að lögun eða um 25 kílómetra langt og að meðaltali rúmlega tveggja kílómetra breitt. Yfirborð lónsins mun hækka hlutfallslega hvað mest nú í haust vegna þess hversu flatarmál lónsins er lítið næst stíflunni en þar er mesta dýpi lónsins, um 170 metrar. Lítið vatn mun renna í lónið yfir háveturinn en rennslið mun svo aukast aftur um leið og snjó leysir í vor. Framkvæmdum við Kárahnjúkastíflu lýkur að fullu í vor en þá verður lagður vegur yfir stífluna fyrir almenning. Þá er er nú þegar kominn vegur austanmegin við stífluna meðfram lónbotninum sem opinn almenningi. Ráðgert er að afhending orku úr Kárahnjúkavirkjun hefjist næsta vor.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira