Landsmenn hvattir til að styðja "strákinn okkar" 25. ágúst 2006 19:20 MYND/Hrönn Sannkölluð rokkstemmning virðist vera að myndast í landinu í kringum "strákinn okkar", Magna Ásgeirsson söngvara, sem hefur slegið í gegn í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Gengur nú tölvupóstur manna á milli þar sem fólk er hvatt til að styðja kappann svo hann falli ekki úr leik. Foreldrar hans vilja hins vegar fara að fá hann heim. Líklegt má telja að margir hafi mætt vansvefta í vinnuna á miðvikudögum og fimmtudögum síðustu vikurnar enda er um fátt annað rætt á kaffistofum landsins en velgengni Magna í þættinum. Þar hefur þessi söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól barist við 14 aðra söngvara frammi fyrir milljónum sjónvarpsáhorfenda um það að leiða rokksveitina Supernova. Áhorfendur taka þátt í að velja söngvarann með atkvæðagreiðslu í gegnum síma og Netið og nú standa sex keppendur eftir. Í ljósi harðnandi samkeppni telja margir að Magni geti verið á leið heim í næstu viku og því ganga nú tölvuskeyti um netheima þar sem fólk er hvatt til að styðja við bakið á stráknum okkar eins og hann er kallaður. Forsvarsmenn Skjás eins, sem sýnir þáttinn, fengu upplýsingar eftir síðasta þátt að handfylli atkvæða hefði ráðið því að Magni var í hópi þriggja neðstu og því segja þeir hvert atkvæði skipta máli. Ljóst er að í heimabyggð Magna Ásgeirssonar, Bakkagerði á Borgarfirði eystra, leggja menn sitt af mörkum en þar hafa bæði heima- og ferðamenn komið saman í félagsheimilinu og fylgst með kappanum. Í hópi áhorfenda eru foreldrar Magna sem eru að sjálfsögðu stoltir af pilti. Móðir hans, Jóhanna Borgfjörð, segist hins vegar aðspurð vonast til að hann vinni ekki í þættinum og faðir hans, Ásgeir Arngrímsson, vonast til að hann fari að koma heim. Hvort foreldrunum verður að ósk sinni verður tíminn að leiða í ljós en þeir sem vilja styðja Magna geta gert það aðfararnótt miðvikudags milli klukkan 2 og 6 með því að senda SMS-skeyti eða greiða atkvæði á heimasíðunni rockstar.msn.com Fréttir Innlent Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Sannkölluð rokkstemmning virðist vera að myndast í landinu í kringum "strákinn okkar", Magna Ásgeirsson söngvara, sem hefur slegið í gegn í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Gengur nú tölvupóstur manna á milli þar sem fólk er hvatt til að styðja kappann svo hann falli ekki úr leik. Foreldrar hans vilja hins vegar fara að fá hann heim. Líklegt má telja að margir hafi mætt vansvefta í vinnuna á miðvikudögum og fimmtudögum síðustu vikurnar enda er um fátt annað rætt á kaffistofum landsins en velgengni Magna í þættinum. Þar hefur þessi söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól barist við 14 aðra söngvara frammi fyrir milljónum sjónvarpsáhorfenda um það að leiða rokksveitina Supernova. Áhorfendur taka þátt í að velja söngvarann með atkvæðagreiðslu í gegnum síma og Netið og nú standa sex keppendur eftir. Í ljósi harðnandi samkeppni telja margir að Magni geti verið á leið heim í næstu viku og því ganga nú tölvuskeyti um netheima þar sem fólk er hvatt til að styðja við bakið á stráknum okkar eins og hann er kallaður. Forsvarsmenn Skjás eins, sem sýnir þáttinn, fengu upplýsingar eftir síðasta þátt að handfylli atkvæða hefði ráðið því að Magni var í hópi þriggja neðstu og því segja þeir hvert atkvæði skipta máli. Ljóst er að í heimabyggð Magna Ásgeirssonar, Bakkagerði á Borgarfirði eystra, leggja menn sitt af mörkum en þar hafa bæði heima- og ferðamenn komið saman í félagsheimilinu og fylgst með kappanum. Í hópi áhorfenda eru foreldrar Magna sem eru að sjálfsögðu stoltir af pilti. Móðir hans, Jóhanna Borgfjörð, segist hins vegar aðspurð vonast til að hann vinni ekki í þættinum og faðir hans, Ásgeir Arngrímsson, vonast til að hann fari að koma heim. Hvort foreldrunum verður að ósk sinni verður tíminn að leiða í ljós en þeir sem vilja styðja Magna geta gert það aðfararnótt miðvikudags milli klukkan 2 og 6 með því að senda SMS-skeyti eða greiða atkvæði á heimasíðunni rockstar.msn.com
Fréttir Innlent Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira