Íslenskur ríkisborgari sagður með falsað vegabréf í Tel Aviv 23. ágúst 2006 12:00 Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum er í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael sakaður um að hafa ferðast á fölsuðu vegabréfi. Ættingjar mannsins hér heima og í Ísrael reyna hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að honum verði vísað frá Ísrael. Abraham Shwaiki lenti á flugvellinum í Tel Aviv klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Hann lagði af stað frá Íslandi í gær og millilenti í Lundúnum. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, þar á meðal veikan föður í Ísrael. Abraham, öðru nafni Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Við komuna til Ísrael var hann kallaður til yfirheyrslu hjá flugvallaryfirvöldum. Síminn var fljótlega tekinn af honum ásamt öðru en áður hafði hann náð símasambandi við konu sína. Hann fékk ekkert að vita af ástæðu þess að hann var í haldi fyrstu tvær klukkustundirnar. Síðan fékk hann að vita að yfirvöld teldu vegabréfið falsað þar sem nafn hans er sagt Abraham en því var breytt úr Ibrahim þegar hann gerðist íslenskur ríkisborgari. Auk þess er fæðingarstaður sagður Jerúsalem í stað Ísraels þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki. Í stað þess að setja fæðingarstaðinn Ísrael í vegabréfið var ákveðið að setja Jerúsalem og það taka Ísraelar ekki gilt. Það sama hefur verið gert í vegabréfi Faraj, bróður Abrahams. Þar er fæðingarstaðurinn tilgreindur sem Jerúsalem. Díana segir næsta skref að koma í veg fyrir að maður hennar verði sendur aftur heim. Hún sé að vinna að því í samvinnu við íslenska utanríkisráðuneytið og ættingja hans í Ísrael. Hún segir ljóst að málið sé alvarlegt þar sem vegabréf Abrahams hafi verið ógilt en það leyfist ekki samkvæmt lögum en þær upplýsingar hafi hún fengið hjá utanríkisráðuneytinu. Að öllu óbreyttu bíst Díana við því að eiginmaður hennar verði sendur heim með næstu vél British Airways sem fer í loftið frá Tel Aviv klukkan tvö að íslenskum tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum er í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael sakaður um að hafa ferðast á fölsuðu vegabréfi. Ættingjar mannsins hér heima og í Ísrael reyna hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að honum verði vísað frá Ísrael. Abraham Shwaiki lenti á flugvellinum í Tel Aviv klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Hann lagði af stað frá Íslandi í gær og millilenti í Lundúnum. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, þar á meðal veikan föður í Ísrael. Abraham, öðru nafni Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Við komuna til Ísrael var hann kallaður til yfirheyrslu hjá flugvallaryfirvöldum. Síminn var fljótlega tekinn af honum ásamt öðru en áður hafði hann náð símasambandi við konu sína. Hann fékk ekkert að vita af ástæðu þess að hann var í haldi fyrstu tvær klukkustundirnar. Síðan fékk hann að vita að yfirvöld teldu vegabréfið falsað þar sem nafn hans er sagt Abraham en því var breytt úr Ibrahim þegar hann gerðist íslenskur ríkisborgari. Auk þess er fæðingarstaður sagður Jerúsalem í stað Ísraels þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki. Í stað þess að setja fæðingarstaðinn Ísrael í vegabréfið var ákveðið að setja Jerúsalem og það taka Ísraelar ekki gilt. Það sama hefur verið gert í vegabréfi Faraj, bróður Abrahams. Þar er fæðingarstaðurinn tilgreindur sem Jerúsalem. Díana segir næsta skref að koma í veg fyrir að maður hennar verði sendur aftur heim. Hún sé að vinna að því í samvinnu við íslenska utanríkisráðuneytið og ættingja hans í Ísrael. Hún segir ljóst að málið sé alvarlegt þar sem vegabréf Abrahams hafi verið ógilt en það leyfist ekki samkvæmt lögum en þær upplýsingar hafi hún fengið hjá utanríkisráðuneytinu. Að öllu óbreyttu bíst Díana við því að eiginmaður hennar verði sendur heim með næstu vél British Airways sem fer í loftið frá Tel Aviv klukkan tvö að íslenskum tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira