Tillaga að nýrri verslunarmiðstöð 21. ágúst 2006 12:05 Ef tillögur þróunarfélagsins Þyrpingar hf hljóta náð fyrir augum skipulagsnefndar Seltjarnarnessbæjar verður verslanamiðstöð byggð á rúmlega tveggja hektara landfyllingu norðaustur af Eiðistorgi. Samkvæmt tillögum Þyrpingar yrði landfyllingin norðaustan við gatnamót Norðurstrandar og Suðurstrandar, þar sem bensínstöð Skeljungs er staðsett. Haft er að augnamiði að byggingarnar falli vel inn í umhverfið, húsin verða ekki háreist og talsverð vinna verður lögð í landslagsvinnu á svæðinu í kring, með grænum svæðum og göngustígum. Að sögn Odds Víðissonar, framkvæmdastjóra Þyrpingar, fór fyrirtækið út í þessa hugmyndavinnu til að mæta þörfum verslunar á Seltjarnarnesi. Hagkaupsverslunin á Eiðistorgi er í 30 ára gömlu húsi og til stendur að verslunarhús Bónuss við Hrólfsskálamel verði rifið til að rýma fyrir íbúðarhúsnæði. Samkvæmt teikningum Þyrpingar er áætlað að Hagkaup fái 4000 fermetra gólfflöt fyrir nýja verslun og ný verslun Bónuss fái 1200 fermetra. Tillögurnar voru lagðar fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarnessbæjar á fimmtudaginn en að sögn formanns nefndarinnar var málið ekkert rætt á fundinum og verður ekki rætt fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku. Hann sagði hins vegar ljóst að ef hugmyndir Þyrpingar yrðu að veruleika myndi stóraukast vöruúrval sem Seltirningum og nærsveitungum stæði til boða og þar með aukast möguleikar þeirra til að versla í heimabyggð. Fréttir Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ef tillögur þróunarfélagsins Þyrpingar hf hljóta náð fyrir augum skipulagsnefndar Seltjarnarnessbæjar verður verslanamiðstöð byggð á rúmlega tveggja hektara landfyllingu norðaustur af Eiðistorgi. Samkvæmt tillögum Þyrpingar yrði landfyllingin norðaustan við gatnamót Norðurstrandar og Suðurstrandar, þar sem bensínstöð Skeljungs er staðsett. Haft er að augnamiði að byggingarnar falli vel inn í umhverfið, húsin verða ekki háreist og talsverð vinna verður lögð í landslagsvinnu á svæðinu í kring, með grænum svæðum og göngustígum. Að sögn Odds Víðissonar, framkvæmdastjóra Þyrpingar, fór fyrirtækið út í þessa hugmyndavinnu til að mæta þörfum verslunar á Seltjarnarnesi. Hagkaupsverslunin á Eiðistorgi er í 30 ára gömlu húsi og til stendur að verslunarhús Bónuss við Hrólfsskálamel verði rifið til að rýma fyrir íbúðarhúsnæði. Samkvæmt teikningum Þyrpingar er áætlað að Hagkaup fái 4000 fermetra gólfflöt fyrir nýja verslun og ný verslun Bónuss fái 1200 fermetra. Tillögurnar voru lagðar fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarnessbæjar á fimmtudaginn en að sögn formanns nefndarinnar var málið ekkert rætt á fundinum og verður ekki rætt fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku. Hann sagði hins vegar ljóst að ef hugmyndir Þyrpingar yrðu að veruleika myndi stóraukast vöruúrval sem Seltirningum og nærsveitungum stæði til boða og þar með aukast möguleikar þeirra til að versla í heimabyggð.
Fréttir Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira