Ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs 20. ágúst 2006 03:15 Jón Sigurðsson segir meginatriðin í stefnu Framsóknarflokksins í hans formannstíð vera að ná jafnvægi í efnahagsmálum og halda áfram að efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. Siv Friðleifsdóttir segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í kosningunni. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði nafn forvera síns, Halldórs Ásgrímssonar, tengjast flest öllum mikilvægustu umbótamálum og framförum í íslensku samfélagi á umliðnum mörgum árum. „Hann hefur verið sannkallaður baráttumaður og brautryðjandi góðra málefna fyrir okkur öll hin," sagði Jón meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslit í formannskjörinu höfðu verið kunngjörð. Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs og svaraði aðspurður að í raun mætti ekki bera þá saman. „Ég græði nú ekki mikið á þeim samanburði. Við erum ólíkir menn, Halldór hefur sinn svip og sínar áherslur og ég hef mínar áherslur. En við erum algjörir samherjar í málefnavinnu." Jón sagði stefnu Framsóknarflokksins setta á oddinn í sinni formannstíð en hún sé í meginatriðum að ná jafnvægi í efnahagsmálunum og halda áfram að þroska og efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. „Evrópumálin eru allri þjóðinni hugleikin en aðild að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá á næstu árum. Við þurfum fyrst að ná varanlegum styrkleika og stöðugleika til þess að við getum metið það, sem frjáls þjóð, hvað sé mesta gæfusporið fyrir landsmenn." Hefð er fyrir því að formaður þess ríkisstjórnarflokks sem ekki fer með forsætisráðuneytið sé utanríkisráðherra en aðspurður sagðist Jón ekki eiga von á að taka við því embætti. Í það minnsta liggi ekkert fyrir um það. Siv Friðleifsdóttir, sem sóttist eftir formannsembættinu, sagðist þakklát fyrir stuðninginn sem hún fékk í kosningunni og metur stöðu sína innan flokksins sterkari á eftir. „Ég fæ afar góðan stuðning í embætti formanns og mun áfram bjóða mig fram til góðra verka í næstu þingkosningum." Siv sagðist ennfremur telja að Framsóknarflokkurinn væri sterkari nú en fyrir formannskosninguna. Bæði fóru þau fögrum orðum hvort um annað, Siv þakkaði Jóni harða en drengilega baráttu og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Jón sagði Siv vera í forystusveit flokksins og verða það áfram. „Við höfum unnið vel saman innan Framsóknarflokksins og ég hef stutt hana í hennar kjördæmi og við munum áfram vinna að því að efla Framsóknarflokkinn." Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði nafn forvera síns, Halldórs Ásgrímssonar, tengjast flest öllum mikilvægustu umbótamálum og framförum í íslensku samfélagi á umliðnum mörgum árum. „Hann hefur verið sannkallaður baráttumaður og brautryðjandi góðra málefna fyrir okkur öll hin," sagði Jón meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslit í formannskjörinu höfðu verið kunngjörð. Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs og svaraði aðspurður að í raun mætti ekki bera þá saman. „Ég græði nú ekki mikið á þeim samanburði. Við erum ólíkir menn, Halldór hefur sinn svip og sínar áherslur og ég hef mínar áherslur. En við erum algjörir samherjar í málefnavinnu." Jón sagði stefnu Framsóknarflokksins setta á oddinn í sinni formannstíð en hún sé í meginatriðum að ná jafnvægi í efnahagsmálunum og halda áfram að þroska og efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. „Evrópumálin eru allri þjóðinni hugleikin en aðild að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá á næstu árum. Við þurfum fyrst að ná varanlegum styrkleika og stöðugleika til þess að við getum metið það, sem frjáls þjóð, hvað sé mesta gæfusporið fyrir landsmenn." Hefð er fyrir því að formaður þess ríkisstjórnarflokks sem ekki fer með forsætisráðuneytið sé utanríkisráðherra en aðspurður sagðist Jón ekki eiga von á að taka við því embætti. Í það minnsta liggi ekkert fyrir um það. Siv Friðleifsdóttir, sem sóttist eftir formannsembættinu, sagðist þakklát fyrir stuðninginn sem hún fékk í kosningunni og metur stöðu sína innan flokksins sterkari á eftir. „Ég fæ afar góðan stuðning í embætti formanns og mun áfram bjóða mig fram til góðra verka í næstu þingkosningum." Siv sagðist ennfremur telja að Framsóknarflokkurinn væri sterkari nú en fyrir formannskosninguna. Bæði fóru þau fögrum orðum hvort um annað, Siv þakkaði Jóni harða en drengilega baráttu og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Jón sagði Siv vera í forystusveit flokksins og verða það áfram. „Við höfum unnið vel saman innan Framsóknarflokksins og ég hef stutt hana í hennar kjördæmi og við munum áfram vinna að því að efla Framsóknarflokkinn."
Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira