Mikill viðbúnaður vegna Menningarnætur 16. ágúst 2006 17:23 MYND/VÍSIR Menningarnótt er stærsti viðburður landsins og er gert ráð fyrir að þeir sem líti við í miðborginni verði á bilinu 60-100 þúsund talsins. Síðustu fjögur ár hefur verið starfandi aðgerðarstjórn milli Höfuðborgarstofu og þeirra sem koma að öryggismálum á hátíðinni og hittust fulltrúar þeirra í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í dag til að fara yfir helstu mál. Slökkviliðið og Lögreglan verða með sameiginlega aðstöðu fyrir viðbragðslið sitt í Ingólfsstræti og eiga gestir að geta leitað þanngað fari eitthvað úrskeiðis. Öflug umferðargæsla verður allan daginn í borginni og verður fjölmörgum götum lokað vegna dagskráratriða og Reykjavíkurmaraþonsins. Ökumenn eru því hvattir til að kynna sér umferðatakmarkanir á heimasíðu lögreglunnar logreglan.is en þar má einnig sjá upplýsingar hugsanleg bílastæði í nágrenni miðborgarinnar. Foreldrar og aðstandendur barna eru beðnir um að hafa sérstaka á gát á þeim í mannþrönginni en athvarf fyrir týnd börn verður staðsett í húsi Unglingasmiðjunnar við Amtmannsstíg 5a og verður símanúmer Reykjavíkur borgar símanúmer athvarfsins það er 4 11 11 11. Eftir miðnætti verður opnað athvarf í Foreldrahúsinu í Vonarstræti og verða börn yngri en 16 ára færð þanngað ef þau eru úti eftir lögboðin útivistartíma, sem og þau sem ekki hafa náð 18 ára aldri en eru undir áhrifum áfengis. Í fyrra brutust út mikil slagsmál milli unglinga og vildi Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn Reykjavíkur brýna fyrir foreldrum að "nesta" unglinga sína ekki upp af áfengi á Menningarnótt eða öðrum dögum. Fréttir Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Menningarnótt er stærsti viðburður landsins og er gert ráð fyrir að þeir sem líti við í miðborginni verði á bilinu 60-100 þúsund talsins. Síðustu fjögur ár hefur verið starfandi aðgerðarstjórn milli Höfuðborgarstofu og þeirra sem koma að öryggismálum á hátíðinni og hittust fulltrúar þeirra í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í dag til að fara yfir helstu mál. Slökkviliðið og Lögreglan verða með sameiginlega aðstöðu fyrir viðbragðslið sitt í Ingólfsstræti og eiga gestir að geta leitað þanngað fari eitthvað úrskeiðis. Öflug umferðargæsla verður allan daginn í borginni og verður fjölmörgum götum lokað vegna dagskráratriða og Reykjavíkurmaraþonsins. Ökumenn eru því hvattir til að kynna sér umferðatakmarkanir á heimasíðu lögreglunnar logreglan.is en þar má einnig sjá upplýsingar hugsanleg bílastæði í nágrenni miðborgarinnar. Foreldrar og aðstandendur barna eru beðnir um að hafa sérstaka á gát á þeim í mannþrönginni en athvarf fyrir týnd börn verður staðsett í húsi Unglingasmiðjunnar við Amtmannsstíg 5a og verður símanúmer Reykjavíkur borgar símanúmer athvarfsins það er 4 11 11 11. Eftir miðnætti verður opnað athvarf í Foreldrahúsinu í Vonarstræti og verða börn yngri en 16 ára færð þanngað ef þau eru úti eftir lögboðin útivistartíma, sem og þau sem ekki hafa náð 18 ára aldri en eru undir áhrifum áfengis. Í fyrra brutust út mikil slagsmál milli unglinga og vildi Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn Reykjavíkur brýna fyrir foreldrum að "nesta" unglinga sína ekki upp af áfengi á Menningarnótt eða öðrum dögum.
Fréttir Innlent Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira