Gæðamat á íslenskum vegum 15. ágúst 2006 19:37 Mynd/Einar Ólasson Gert hefur verið gæðamat á öryggisstöðlum á íslenskum vegum. Vegirnir eru í misgóðu ástandi, mörgu er ábótavant og slysagildrur leynast víða. FÍB hefur framkvæmt gæðamat á Reykjanesbraut, hluta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í samstarfi við Samgönguráðuneytið og Umferðarstofnun, sem fjármagnar rannsóknina. Gerð var stöðluð gæða og öryggiskönnun á íslenskum vegum undir merkjum EuroRap sem felur í sér ítarlegt gæðamat á vegum, samkvæmt alþjóðastöðlum, með tilliti til öryggis ef bíll fer útaf. Vegunum eru gefnar allt að fjórar stjörnur eftir gæðum þeirra. Reykjanesbraut fær þrjár stjörnur í heildina en á köflum fær hún einungis 2 stjörnur, t.d. við Álverið í Straumsvík þar sem háar vegbrúni og hættulegt umhverfi við vegbrún svo sem hættulegir ljósastaurar auka verulega slysahættu. Þó eru kaflar þar sem slysahætta er minni vegna aflíðandi vegbrúna og brjótanlegra ljósastaura, t.d. á stuttum hluta í gegnum Hafnarfjörð sem draga brautina upp í 4 stjörnur. Suðurlandsbraut fær líka þrjár stjörnur í heildina og eru þar kafla sem sem fá 2 stjörnur vegna mikils fjölda hættulegra vegamóta. Eins er mikið um djúpa skurði, háa vegkanta og stutt vegrið sem draga úr gæðum vegarins. Vesturlandsvegurinn fær þrjár stjörnur en sumstaðar nær hann aðeins 2 stjörnum og er það helst á köflum rétt fyrir utan Borgarnes þar sem mikill grjótgarður liggur meðfram veginum til varnar að bílar lendi úti í sjó. Þar ættu frekar að vera veghandrið þar sem afleiðingar þess að ökutæki keyri á grótgarðinn eru mun alvarlegri en ef hann myndi hafna á vegriði. Veghluti Vesturlandsvegar sem liggur milli Suðurlandsvegar og Mosfellsbæjar eru þó nálægt því að hljóta 4 stjörnur þar sem vegurinn er tvöfaldur og gatnamót eru sett í hringtorg. Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri EuroRap segir að bæta megi gæði vega og minnka hættu á alvarlegum slysum með því að setja upp vegrið, lækka vegbrúnir/kanta, fylla í skurð og hreinsa og slétta í kringum vegina svo eitthvað sé nefnt. Taka skal fram að þetta mat er gert á þremur af bestu vegum landsins en fá þeir þó allir þrjár stjörnur af fjórum. Ólafur segir að í því ljósi sé ekki hægt að svo stöddu að gefa út hvernig ástand vega á Íslandi er samanborið við önnur lönd þar sem einungis þessi 175 km leið hafi verið metin. Hann segir að það muni ekki koma í ljós hvar við stöndum fyrr en viðameira gæðamat liggur fyrir sem er nú þegar í bígerð. Fréttir Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Gert hefur verið gæðamat á öryggisstöðlum á íslenskum vegum. Vegirnir eru í misgóðu ástandi, mörgu er ábótavant og slysagildrur leynast víða. FÍB hefur framkvæmt gæðamat á Reykjanesbraut, hluta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í samstarfi við Samgönguráðuneytið og Umferðarstofnun, sem fjármagnar rannsóknina. Gerð var stöðluð gæða og öryggiskönnun á íslenskum vegum undir merkjum EuroRap sem felur í sér ítarlegt gæðamat á vegum, samkvæmt alþjóðastöðlum, með tilliti til öryggis ef bíll fer útaf. Vegunum eru gefnar allt að fjórar stjörnur eftir gæðum þeirra. Reykjanesbraut fær þrjár stjörnur í heildina en á köflum fær hún einungis 2 stjörnur, t.d. við Álverið í Straumsvík þar sem háar vegbrúni og hættulegt umhverfi við vegbrún svo sem hættulegir ljósastaurar auka verulega slysahættu. Þó eru kaflar þar sem slysahætta er minni vegna aflíðandi vegbrúna og brjótanlegra ljósastaura, t.d. á stuttum hluta í gegnum Hafnarfjörð sem draga brautina upp í 4 stjörnur. Suðurlandsbraut fær líka þrjár stjörnur í heildina og eru þar kafla sem sem fá 2 stjörnur vegna mikils fjölda hættulegra vegamóta. Eins er mikið um djúpa skurði, háa vegkanta og stutt vegrið sem draga úr gæðum vegarins. Vesturlandsvegurinn fær þrjár stjörnur en sumstaðar nær hann aðeins 2 stjörnum og er það helst á köflum rétt fyrir utan Borgarnes þar sem mikill grjótgarður liggur meðfram veginum til varnar að bílar lendi úti í sjó. Þar ættu frekar að vera veghandrið þar sem afleiðingar þess að ökutæki keyri á grótgarðinn eru mun alvarlegri en ef hann myndi hafna á vegriði. Veghluti Vesturlandsvegar sem liggur milli Suðurlandsvegar og Mosfellsbæjar eru þó nálægt því að hljóta 4 stjörnur þar sem vegurinn er tvöfaldur og gatnamót eru sett í hringtorg. Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri EuroRap segir að bæta megi gæði vega og minnka hættu á alvarlegum slysum með því að setja upp vegrið, lækka vegbrúnir/kanta, fylla í skurð og hreinsa og slétta í kringum vegina svo eitthvað sé nefnt. Taka skal fram að þetta mat er gert á þremur af bestu vegum landsins en fá þeir þó allir þrjár stjörnur af fjórum. Ólafur segir að í því ljósi sé ekki hægt að svo stöddu að gefa út hvernig ástand vega á Íslandi er samanborið við önnur lönd þar sem einungis þessi 175 km leið hafi verið metin. Hann segir að það muni ekki koma í ljós hvar við stöndum fyrr en viðameira gæðamat liggur fyrir sem er nú þegar í bígerð.
Fréttir Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira