Ólíklegt að friðargæsluliðar verði kallaðir heim 14. ágúst 2006 12:30 MYND/GVA Engar ákvarðanir voru teknar um framtíð friðargæslunnar á Srí Lanka á fundi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra með starfsbróður hennar frá Noregi sem fram fór í morgun. Ólíklegt er þó talið að íslensku friðargæsluliðarnir verði kallaðir heim. Valgerður fundaði með Jonas Gahr Støhre, utanríkisráðherra Noregs, í utanríkisráðuneytinu í morgun og var þar rætt vítt og breitt um samstarf þjóðanna og sameiginleg hagsmunamál, svo sem sjóræningjaveiðar, stöðuna í síldarmálum og Evrópumál. Ástandið á Srí Lanka þar sem friðargæsluliðar frá Íslandi og Noregi hafa verið að störfum var hins vegar það mál sem fyrirfram var búist við að yrði í brennidepli enda hafa rósturnar þar aukist mjög að undanförnu. Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum um framtíð þess, öllum möguleikum er haldið opnum. Þrír kostir eru í stöðunni, að kalla friðargæsluliðana heim, halda óbreyttu liði, eða fjölga í liðinu. Eins og heyra mátti á orðum Valgerðar er ólíklegt að fyrsti kosturinn verði ofan á en miðað við vaxandi spennu er tæpast hægt að halda óbreyttu liði. Því er talið líklegast að bæði Íslendingum og Norðmönnum verði fjölgað enda hafa Norðmenn sótt það allfast. Ákvörðunin liggur fljótlega fyrir. Átökin á Sri Lanka héldu áfram í dag en sjö manns létust í árás Tamíltígranna á bílalest pakistanskra erindreka í Colombo. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Engar ákvarðanir voru teknar um framtíð friðargæslunnar á Srí Lanka á fundi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra með starfsbróður hennar frá Noregi sem fram fór í morgun. Ólíklegt er þó talið að íslensku friðargæsluliðarnir verði kallaðir heim. Valgerður fundaði með Jonas Gahr Støhre, utanríkisráðherra Noregs, í utanríkisráðuneytinu í morgun og var þar rætt vítt og breitt um samstarf þjóðanna og sameiginleg hagsmunamál, svo sem sjóræningjaveiðar, stöðuna í síldarmálum og Evrópumál. Ástandið á Srí Lanka þar sem friðargæsluliðar frá Íslandi og Noregi hafa verið að störfum var hins vegar það mál sem fyrirfram var búist við að yrði í brennidepli enda hafa rósturnar þar aukist mjög að undanförnu. Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum um framtíð þess, öllum möguleikum er haldið opnum. Þrír kostir eru í stöðunni, að kalla friðargæsluliðana heim, halda óbreyttu liði, eða fjölga í liðinu. Eins og heyra mátti á orðum Valgerðar er ólíklegt að fyrsti kosturinn verði ofan á en miðað við vaxandi spennu er tæpast hægt að halda óbreyttu liði. Því er talið líklegast að bæði Íslendingum og Norðmönnum verði fjölgað enda hafa Norðmenn sótt það allfast. Ákvörðunin liggur fljótlega fyrir. Átökin á Sri Lanka héldu áfram í dag en sjö manns létust í árás Tamíltígranna á bílalest pakistanskra erindreka í Colombo.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira