Árni Johnsen vill ekkert gefa upp um framboð 3. ágúst 2006 20:04 Vestmannaeyjar MYND/Vísir Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. Árni Johnsen var fyrst kjörinn á þing árið 1983 og var hann þingmaður Sunnlendinga. Hann sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf. Árni hefur sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig aftur fram til þings. Stuðningsmenn Árna í Vestmannaeyjum hafa hafið söfnun undirskrifta til að hvetja hann til að bjóða sig fram í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið hvort að prófkjör verði í kjördæminu en það hefur ekki verið fyrir tvennar síðustu kosningar. Verði hins vegar prófkjör verður það líklega í haust eða í kringum áramótin. Einhverjar vangaveltur hafa einnig verið um hvort Árni geti í raun boðið sig aftur fram vegna dómsins sem hann hlaut. Í lögum er kveðið á um að þeir sem bjóði sig fram þurfi að hafa óflekkað mannorð. Í lögum um kosningar til Alþingis segir að ,,enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar". Ekki hefur náðst í neinn hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til að fá úr því skorðið hvaða áhrif þessi lagaákvæði hafa á hugsanlegt framboð Árna. Stuðningsmenn Árna hafa dreift listum víða um Vestmannaeyjar og eru undirtektir þar almennt góðar að sögn stuðningsmanna. Þorkell Húnbogason, einn af stuðningsmönnum Árna og upphafsmönnum undirskriftasöfnunarinnar, segir Árna þann þingmann sem mest hafi gert fyrir Vestmannaeyjinga og bæjarbúar vilji sjá hann aftur sem þingmann þeirra. Sjálfur segir Árni það ótímabært að gefa nokkuð upp um það hvort hann hyggist bjóða sig fram ef af prókjöri verður. Fréttir Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. Árni Johnsen var fyrst kjörinn á þing árið 1983 og var hann þingmaður Sunnlendinga. Hann sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf. Árni hefur sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig aftur fram til þings. Stuðningsmenn Árna í Vestmannaeyjum hafa hafið söfnun undirskrifta til að hvetja hann til að bjóða sig fram í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið hvort að prófkjör verði í kjördæminu en það hefur ekki verið fyrir tvennar síðustu kosningar. Verði hins vegar prófkjör verður það líklega í haust eða í kringum áramótin. Einhverjar vangaveltur hafa einnig verið um hvort Árni geti í raun boðið sig aftur fram vegna dómsins sem hann hlaut. Í lögum er kveðið á um að þeir sem bjóði sig fram þurfi að hafa óflekkað mannorð. Í lögum um kosningar til Alþingis segir að ,,enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar". Ekki hefur náðst í neinn hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til að fá úr því skorðið hvaða áhrif þessi lagaákvæði hafa á hugsanlegt framboð Árna. Stuðningsmenn Árna hafa dreift listum víða um Vestmannaeyjar og eru undirtektir þar almennt góðar að sögn stuðningsmanna. Þorkell Húnbogason, einn af stuðningsmönnum Árna og upphafsmönnum undirskriftasöfnunarinnar, segir Árna þann þingmann sem mest hafi gert fyrir Vestmannaeyjinga og bæjarbúar vilji sjá hann aftur sem þingmann þeirra. Sjálfur segir Árni það ótímabært að gefa nokkuð upp um það hvort hann hyggist bjóða sig fram ef af prókjöri verður.
Fréttir Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira