Jarðhitinn sparar okkur 30 milljarða árlega í hitakostnað 31. júlí 2006 17:42 Gufuaflsvirkjunin að Nesjavöllum MYND/Gunnar V. Andrésson Jarðhitinn á Íslandi sparar þjóðarbúinu 30 milljarða árlega í upphitun húsa. Brenna þyrfi 800 þúsund tonnum af jarðeldsneyti á ári, ef kynda ætti allan húsakost landsmanna upp með olíu. Jarðvarminn á Íslandi er þannig jafnvel verðmætari en fólk gerir sér grein fyrir að mati Sigurðar Friðleifssonar hjá Orkusetri. Orkusetrið er undir Orkustofnun og vinnur að leiðum til orkusparnaðar og fræðslu um skilvirka orkunotkun. Sigurður segir að ef heimili landsins væru hituð upp með olíu í stað jarðhita þyrfti um 800 þúsund tonn af olíu árlega. Þessi 800 þúsund tonn af olíu myndu kosta um 30 milljarða miðað við núverandi verðlag. Þegar þeim væri brennt myndu losna um 2,5 milljónir tonna af koltvísoxíði út í andrúmsloftið. Til samanburðar losar bílafloti landsmanna um 700 þúsund tonn af koltvíoxíði árlega, segir Sigurður, en það þykir gríðarlega mikið miðað við höfðatölu. Ef hita ætti heimili landsins með rafmagni myndi þurfa 5800 gígavattstundir af raforku á ári. Til samanburðar framleiðir Kárahnjúkavirkjun 4600 gígavattstundir af raforku árlega. Hins vegar væri hægt að framleiða rafmagn fyrir sex sinnum fleiri heimili en nú eru í landinu með jarðvarmanum einum. Þannig væri til rafmagn fyrir um 2 milljónir manna. Jarðvarminn er því öfundsverð og verðmætt auðlind sem Íslendingar mættu fara sparlegar með að mati Sigurðar. Fréttir Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Jarðhitinn á Íslandi sparar þjóðarbúinu 30 milljarða árlega í upphitun húsa. Brenna þyrfi 800 þúsund tonnum af jarðeldsneyti á ári, ef kynda ætti allan húsakost landsmanna upp með olíu. Jarðvarminn á Íslandi er þannig jafnvel verðmætari en fólk gerir sér grein fyrir að mati Sigurðar Friðleifssonar hjá Orkusetri. Orkusetrið er undir Orkustofnun og vinnur að leiðum til orkusparnaðar og fræðslu um skilvirka orkunotkun. Sigurður segir að ef heimili landsins væru hituð upp með olíu í stað jarðhita þyrfti um 800 þúsund tonn af olíu árlega. Þessi 800 þúsund tonn af olíu myndu kosta um 30 milljarða miðað við núverandi verðlag. Þegar þeim væri brennt myndu losna um 2,5 milljónir tonna af koltvísoxíði út í andrúmsloftið. Til samanburðar losar bílafloti landsmanna um 700 þúsund tonn af koltvíoxíði árlega, segir Sigurður, en það þykir gríðarlega mikið miðað við höfðatölu. Ef hita ætti heimili landsins með rafmagni myndi þurfa 5800 gígavattstundir af raforku á ári. Til samanburðar framleiðir Kárahnjúkavirkjun 4600 gígavattstundir af raforku árlega. Hins vegar væri hægt að framleiða rafmagn fyrir sex sinnum fleiri heimili en nú eru í landinu með jarðvarmanum einum. Þannig væri til rafmagn fyrir um 2 milljónir manna. Jarðvarminn er því öfundsverð og verðmætt auðlind sem Íslendingar mættu fara sparlegar með að mati Sigurðar.
Fréttir Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira