Áttu ekki krónu en keyptu fyrir milljónir 24. júlí 2006 18:57 Samkvæmt lögum þarf hlutafélag að eiga fjórar milljónir í stofnfé til að teljast löglegt. Eigi félagið tvær milljónir telst það löglegt ef helmingur stofnfjárins skilar sér á hálfu ári. Það þarf þó að koma fram í tilkynningu til hlutafélagaskrár. Ísfélag Vestmenneyja greiddi sitt stofnfé rúmar tvær milljónir mánuði eftir stofnun félagsins. Guðjón Hjörleifsson og Þorsteinn Sverrisson greiddu aldrei krónu. Þeir tveir skiluðu rangri tilkynningu um stofnfé eignarhaldsfélagsins til hlutafélagaskrár. Endurskoðandi Deoloitte og Touche í eyjum kvittaði uppá pappírinn en því er nú haldið fram af Deloitte og Touche að skjalinu hafi verið breytt eftir að hann skrifaði undir og er það líklegt með það fyrir augum að breytingar eru handskrifaðar með fangamarki Þorsteins og Guðjóns. Ólafur Kristinsson lögfræðingur fyrirtækisins segist líta málið alvarlegum augum, bæði breytingarnar og eins að skjalið kæmist óáreitt inn í hlutafélagaskrá. Eftir stendur það að þegar ákvörðun var tekin um að kaupa Íslensk matvæli fyrir eitthundrað og þrjátíu milljónir daginn eftir að Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var stofnað hafði ekki verið greidd ein einasta króna í stofnfé. Það hlýtur því að vera stór spurning um hvort þessi kaup voru yfirhöfuð lögleg en þau kostuðu opinbera sjóði sem keyptu hluti í Eignarhaldsfélagi Vestmenneyja um eitthundrað og fimmtíu milljónir og kröfuhafa í gjaldþrotabú Íslenskra matvæla, þar á meðal Íslandsbanka rúmar eitthundrað milljónir. Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar sagði í fréttum okkar gær að ákveðið hefði verið að fara á svig við reglur um áhættudreifingu, þegar Eignarhaldsfélag Vestmanneyja keypti Íslensk matvæli vegna fyrirmæla frá ríkisstjórninni. Valgerður Sverrisdóttir sem fór með stjórn byggðamála þegar fyrirtækið var keypt er erlendis. Fréttir Innlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Samkvæmt lögum þarf hlutafélag að eiga fjórar milljónir í stofnfé til að teljast löglegt. Eigi félagið tvær milljónir telst það löglegt ef helmingur stofnfjárins skilar sér á hálfu ári. Það þarf þó að koma fram í tilkynningu til hlutafélagaskrár. Ísfélag Vestmenneyja greiddi sitt stofnfé rúmar tvær milljónir mánuði eftir stofnun félagsins. Guðjón Hjörleifsson og Þorsteinn Sverrisson greiddu aldrei krónu. Þeir tveir skiluðu rangri tilkynningu um stofnfé eignarhaldsfélagsins til hlutafélagaskrár. Endurskoðandi Deoloitte og Touche í eyjum kvittaði uppá pappírinn en því er nú haldið fram af Deloitte og Touche að skjalinu hafi verið breytt eftir að hann skrifaði undir og er það líklegt með það fyrir augum að breytingar eru handskrifaðar með fangamarki Þorsteins og Guðjóns. Ólafur Kristinsson lögfræðingur fyrirtækisins segist líta málið alvarlegum augum, bæði breytingarnar og eins að skjalið kæmist óáreitt inn í hlutafélagaskrá. Eftir stendur það að þegar ákvörðun var tekin um að kaupa Íslensk matvæli fyrir eitthundrað og þrjátíu milljónir daginn eftir að Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var stofnað hafði ekki verið greidd ein einasta króna í stofnfé. Það hlýtur því að vera stór spurning um hvort þessi kaup voru yfirhöfuð lögleg en þau kostuðu opinbera sjóði sem keyptu hluti í Eignarhaldsfélagi Vestmenneyja um eitthundrað og fimmtíu milljónir og kröfuhafa í gjaldþrotabú Íslenskra matvæla, þar á meðal Íslandsbanka rúmar eitthundrað milljónir. Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar sagði í fréttum okkar gær að ákveðið hefði verið að fara á svig við reglur um áhættudreifingu, þegar Eignarhaldsfélag Vestmanneyja keypti Íslensk matvæli vegna fyrirmæla frá ríkisstjórninni. Valgerður Sverrisdóttir sem fór með stjórn byggðamála þegar fyrirtækið var keypt er erlendis.
Fréttir Innlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira