Reyndi að synda í kringum Reykjavík 23. júlí 2006 12:08 ÚR MYNDASAFNI Benedikt er að sögn kunnugra er einn öflugasti sjósundkappi landsins. MYND/E.Ól. Sjósundkappinn Benedikt Lafleur varð í gær fyrsti maðurinn í um hálfa öld til að reyna að synda í kringum Reykjavík. Sundið var liður í undirbúningi kappans fyrir sund yfir Ermasundið eftir rúman mánuð. Benedikt, sem að sögn kunnugra er einn öflugasti sjósundkappi landsins, hefur undirbúið sig að kappi fyrir Ermasundið undanfarna mánuði. Með tiltækinu vill hann vekja athygli almennings á gildi sjósunds fyrir líkama og sál, en um leið er því ætlað að vekja fólk til vitundar um skuggahliðar nútímans, sem að sögn Bendikts birtist okkur með áberandi hætti í formi mansals. Sundið í kringum Reykjavík var í þremur áföngum, tæplega 13,5 kílómeters vegalengd í heildina. Engum Íslendingi hefur hvorki tekist að synda yfir Ermasundið né í kringum Reykjavík, en hvort tveggja var reynt fyrir um hálfri öld. Sundið gekk ágætlega hjá Benedikt, en hann þurfti þó að stoppa hjá Gróttu. Og þegar u.þ.b. einn kílómeter var eftir af þriðja og síðasta leggnum, frá Örfirisey yfir í Grafarvog, segist kappinn hafa farið að finna fyrir töluverðum kulda í skrokknum og höfðinu. Skynsemin hafi þá sagt honum að stoppa og hann þáði því far hjá björgunarsveitarmönnum sem fylgdu honum eftir þennan síðasta spöl. Benedikt segist þrátt fyrir þetta stefna ótrauður á Ermasundið í lok ágúst, og þeir sem vilja heita á hann geta hringt í síma 562 3500. Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Sjósundkappinn Benedikt Lafleur varð í gær fyrsti maðurinn í um hálfa öld til að reyna að synda í kringum Reykjavík. Sundið var liður í undirbúningi kappans fyrir sund yfir Ermasundið eftir rúman mánuð. Benedikt, sem að sögn kunnugra er einn öflugasti sjósundkappi landsins, hefur undirbúið sig að kappi fyrir Ermasundið undanfarna mánuði. Með tiltækinu vill hann vekja athygli almennings á gildi sjósunds fyrir líkama og sál, en um leið er því ætlað að vekja fólk til vitundar um skuggahliðar nútímans, sem að sögn Bendikts birtist okkur með áberandi hætti í formi mansals. Sundið í kringum Reykjavík var í þremur áföngum, tæplega 13,5 kílómeters vegalengd í heildina. Engum Íslendingi hefur hvorki tekist að synda yfir Ermasundið né í kringum Reykjavík, en hvort tveggja var reynt fyrir um hálfri öld. Sundið gekk ágætlega hjá Benedikt, en hann þurfti þó að stoppa hjá Gróttu. Og þegar u.þ.b. einn kílómeter var eftir af þriðja og síðasta leggnum, frá Örfirisey yfir í Grafarvog, segist kappinn hafa farið að finna fyrir töluverðum kulda í skrokknum og höfðinu. Skynsemin hafi þá sagt honum að stoppa og hann þáði því far hjá björgunarsveitarmönnum sem fylgdu honum eftir þennan síðasta spöl. Benedikt segist þrátt fyrir þetta stefna ótrauður á Ermasundið í lok ágúst, og þeir sem vilja heita á hann geta hringt í síma 562 3500.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira