Fjör í Galtalæk 20. júlí 2006 14:45 Skítamórall spilar í Galtalæk um Verslunarmannahelgina. Blásið verður til risa fjölskuylduhátíðar í Galtalæk um Verslunarmannahelgina í ár. Hátíðin hefur í gegnum árin verið sú fjölmennasta og vinsælasta á landinu og nú í ár verður hátíðin glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Stuðmenn ásamt Birgittu Haukdal, Valgeiri Guðjóns og Stefáni Karli hafa boðað komu sína. Paparnir og Skítamórall verða einnig á hátíðinni og síðast en ekki síst hefur gamla góða Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómari Ragnarssyni, Þorgeiri Ástvalds og Magga Prins Póló ákveðið að koma saman að nýju í þetta eina skipti. SUMARGLEÐIN loksins saman á ný og fleiri upprennandi skemmtikraftar Hápunktur helgarinnar verður án efa endurkoma Sumargleðinnar. Þó nýliðar komi og fari eru þeir félagarnir Raggi Bjarna, Hemmi Gunn, Ómar Ragnarsson, Þorgeir Ástvalds og Maggi Prins Póló ennþá dáðustu skemmtikraftar þjóðarinnar. Í fyrra átti Raggi eina söluhæstu plötu ársins. Í vetur hefur Hemmi Gunn stjórnað þættinum Það var lagið á Stöð 2, Ómar Ragnarson heldur áfram að gleðja landsmenn í Sjónvarpinu og á víðum velli. Þorgeir "Ég fer í fríið" Ástvalds hefur stjórnað Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sem í áraraðir hefur verið einn vinsælasti síðdegisþáttur landsins og Prins Pólo er eins og allir vita ennþá vinsælasta súkkulaði landsins eftir að Magnús Ólafs söng um bitann fyrir tæpum 30 árum síðan! Hljómsveitin Ízafold sem átti stórleik í Idolinu í vetur, Snorri Idol sigurvegari kemur fram, Ingó og Bríet Sunna verða líka í Galtalæk. Ennþá er verið að bíða eftir því að Nylon flokkurinn staðfesti komu sína en dagskrá þeirra næstu mánuði er enn nokkuð óljós. Fjölskylduhátíð í vímulausu umhverfi Það er nokkuð ljóst á þessari upptalningu að dagskráin í Galtalæk er glæsilegri sem aldrei fyrr. Skipuleggjendur leggja áherslu á glæsileika og ferskleika en á sama tíma er haldið í gömlu góðu Galtlækjar gildin sem eru flestum kunnug; Fjölskylduhátíð í vímulausu umhverfi. Hin árlega flugeldasýning verður á sínum stað sem og varðeldurinn sem eru fastir liðir um Verslunarmannahelgina í Galtalæk. Galtalækur Náttúruperlan Galtalækjarskógur liggur undir rótum Heklu og er gróðurvin efst í Landssveit og er aðeins 90 mínútna akstur þangað frá Reykjavík. Þar eru fallegar gönguleiðir og stutt er í veiði, hestaleigu, sund o.fl. Yfir Galtalækjarskógi í austri gnæfir frægasta eldfjall Íslands Hekla, af útlendingum lengst af talin aðal- inngangurinn í Víti ef ekki Helvíti sjálft. Nafn fjallsins kemur þó úr allt annarri og friðsælli átt en orðið hekla þýðir stuttur hettukufl. Íslendingar bera þó óttablandna virðingu fyrir þessum hettukufli því Hekla hefur gosið 18 sinnum frá landnámi fyrst 1104 og síðast árið 2000 og oft valdið miklu tjóni. Auk þess hefur gosið fimm sinnum í næsta nágrenni fjallsins. Á síðustu öld urðu gosin 7 þarf af 2 stór, árin 1947og 1970. í Gosinu 1947 hækkaði Hekla um 50 m. Undir verndarvæng Heklu hefur svæðið, sem er frá náttúrunnar hendi einstaklega vel skapað til útivistar og hátíðahalda, vaxið og dafnað. Bindindismótið í Galtalæk er fyrir löngu orðið landsþekkt og allt frá árinu 1967 hafa verið haldnar útihátíðir í Galtalækjarskógi þar sem mest hafa komið saman um 9000 manns. Færri vita að tjaldstæðin í skóginum eru opin allt sumarið fólki sem vill dvelja í friðsælu og fögru umhverfi. Lífið Menning Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Blásið verður til risa fjölskuylduhátíðar í Galtalæk um Verslunarmannahelgina í ár. Hátíðin hefur í gegnum árin verið sú fjölmennasta og vinsælasta á landinu og nú í ár verður hátíðin glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Stuðmenn ásamt Birgittu Haukdal, Valgeiri Guðjóns og Stefáni Karli hafa boðað komu sína. Paparnir og Skítamórall verða einnig á hátíðinni og síðast en ekki síst hefur gamla góða Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómari Ragnarssyni, Þorgeiri Ástvalds og Magga Prins Póló ákveðið að koma saman að nýju í þetta eina skipti. SUMARGLEÐIN loksins saman á ný og fleiri upprennandi skemmtikraftar Hápunktur helgarinnar verður án efa endurkoma Sumargleðinnar. Þó nýliðar komi og fari eru þeir félagarnir Raggi Bjarna, Hemmi Gunn, Ómar Ragnarsson, Þorgeir Ástvalds og Maggi Prins Póló ennþá dáðustu skemmtikraftar þjóðarinnar. Í fyrra átti Raggi eina söluhæstu plötu ársins. Í vetur hefur Hemmi Gunn stjórnað þættinum Það var lagið á Stöð 2, Ómar Ragnarson heldur áfram að gleðja landsmenn í Sjónvarpinu og á víðum velli. Þorgeir "Ég fer í fríið" Ástvalds hefur stjórnað Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sem í áraraðir hefur verið einn vinsælasti síðdegisþáttur landsins og Prins Pólo er eins og allir vita ennþá vinsælasta súkkulaði landsins eftir að Magnús Ólafs söng um bitann fyrir tæpum 30 árum síðan! Hljómsveitin Ízafold sem átti stórleik í Idolinu í vetur, Snorri Idol sigurvegari kemur fram, Ingó og Bríet Sunna verða líka í Galtalæk. Ennþá er verið að bíða eftir því að Nylon flokkurinn staðfesti komu sína en dagskrá þeirra næstu mánuði er enn nokkuð óljós. Fjölskylduhátíð í vímulausu umhverfi Það er nokkuð ljóst á þessari upptalningu að dagskráin í Galtalæk er glæsilegri sem aldrei fyrr. Skipuleggjendur leggja áherslu á glæsileika og ferskleika en á sama tíma er haldið í gömlu góðu Galtlækjar gildin sem eru flestum kunnug; Fjölskylduhátíð í vímulausu umhverfi. Hin árlega flugeldasýning verður á sínum stað sem og varðeldurinn sem eru fastir liðir um Verslunarmannahelgina í Galtalæk. Galtalækur Náttúruperlan Galtalækjarskógur liggur undir rótum Heklu og er gróðurvin efst í Landssveit og er aðeins 90 mínútna akstur þangað frá Reykjavík. Þar eru fallegar gönguleiðir og stutt er í veiði, hestaleigu, sund o.fl. Yfir Galtalækjarskógi í austri gnæfir frægasta eldfjall Íslands Hekla, af útlendingum lengst af talin aðal- inngangurinn í Víti ef ekki Helvíti sjálft. Nafn fjallsins kemur þó úr allt annarri og friðsælli átt en orðið hekla þýðir stuttur hettukufl. Íslendingar bera þó óttablandna virðingu fyrir þessum hettukufli því Hekla hefur gosið 18 sinnum frá landnámi fyrst 1104 og síðast árið 2000 og oft valdið miklu tjóni. Auk þess hefur gosið fimm sinnum í næsta nágrenni fjallsins. Á síðustu öld urðu gosin 7 þarf af 2 stór, árin 1947og 1970. í Gosinu 1947 hækkaði Hekla um 50 m. Undir verndarvæng Heklu hefur svæðið, sem er frá náttúrunnar hendi einstaklega vel skapað til útivistar og hátíðahalda, vaxið og dafnað. Bindindismótið í Galtalæk er fyrir löngu orðið landsþekkt og allt frá árinu 1967 hafa verið haldnar útihátíðir í Galtalækjarskógi þar sem mest hafa komið saman um 9000 manns. Færri vita að tjaldstæðin í skóginum eru opin allt sumarið fólki sem vill dvelja í friðsælu og fögru umhverfi.
Lífið Menning Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira