Verulega vonsvikinn yfir ákvörðun samgönguráðherra 19. júlí 2006 17:50 Flugumferðarstjórar að störfum MYND/ÞÖK Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi. Flugmálastjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrr á árinu að breyta vaktakerfi í Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur með það að markmiði að stytta vaktir og og aðlaga vinnuaflsþörf að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra flugumferðarstjóra var ósátt við breytinguna sem það segir að hafi verið tekin einhliða, og stefndu því ríkinu. Félagsdómur úrskurðaði svo á dögunum að Flugmálastjórn hafi verið heimilt að breyta vaktakerfinu. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir breytingarnar felast í því að vaktir séu styttar; dagvaktir um hálfa klukkustund og næturvaktir um eina, auk þess sem bakvaktir séu felldar niður. Með þessu móti nái flugmálastjórn sér í vinnutíma til að bæta við einni vakt á hverjum tólf dögum, sem þýði 30 vinnudaga í viðbót hjá flugumferðarstjórum, sem samsvari um einum og hálfum mánuði hjá dagvinnufólki. Samgönguráðherra tilkynnti í gær að hann hygðist ekki beita sér fyrir því að vaktakerfi flugumferðarstjóra verði breytt, enda sé dómur Félagsdóms í málinu endanlegur. Loftur segist afar ósáttur við þá ákvörðun ráðherra. Hann hafi átt von á því að samgönguráðherra, sem yfirmaður flugmála á Íslandi, gripi þarna í taumana. Loftur segir að sú niðurstaða ráðherra að sættir séu besta niðurstaða allra deilna þyki líklega fáum fréttir. Óvíst er á þessari stundu hvort flugumferðarstjórar hyggist grípa til einhverra aðgerða í ljósi stöðu mála. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Sjá meira
Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi. Flugmálastjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrr á árinu að breyta vaktakerfi í Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur með það að markmiði að stytta vaktir og og aðlaga vinnuaflsþörf að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra flugumferðarstjóra var ósátt við breytinguna sem það segir að hafi verið tekin einhliða, og stefndu því ríkinu. Félagsdómur úrskurðaði svo á dögunum að Flugmálastjórn hafi verið heimilt að breyta vaktakerfinu. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir breytingarnar felast í því að vaktir séu styttar; dagvaktir um hálfa klukkustund og næturvaktir um eina, auk þess sem bakvaktir séu felldar niður. Með þessu móti nái flugmálastjórn sér í vinnutíma til að bæta við einni vakt á hverjum tólf dögum, sem þýði 30 vinnudaga í viðbót hjá flugumferðarstjórum, sem samsvari um einum og hálfum mánuði hjá dagvinnufólki. Samgönguráðherra tilkynnti í gær að hann hygðist ekki beita sér fyrir því að vaktakerfi flugumferðarstjóra verði breytt, enda sé dómur Félagsdóms í málinu endanlegur. Loftur segist afar ósáttur við þá ákvörðun ráðherra. Hann hafi átt von á því að samgönguráðherra, sem yfirmaður flugmála á Íslandi, gripi þarna í taumana. Loftur segir að sú niðurstaða ráðherra að sættir séu besta niðurstaða allra deilna þyki líklega fáum fréttir. Óvíst er á þessari stundu hvort flugumferðarstjórar hyggist grípa til einhverra aðgerða í ljósi stöðu mála.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Sjá meira