Morrissey mætir á klakann - Miðasala hefst á morgun 17. júlí 2006 10:30 Morrissey, einhver áhrifamesti tónlistarmaður Breta undanfarin rúm 20 ár heimsækir Íslendinga í næsta mánuði. Hann stofnaði The Smiths ásamt Johnny Marr í upphafi 9. áratugarins og vakti sú sveit strax gríðarmikla athygli. Það sem vakti helst athygli var sérstakur söngstíll Morrissey, magnaðir textar hans sem og gríðarlega melódískar lagasmíðar Johnny Marr. Á þeim eingöngu 5 til 6 árum sem The Smiths starfaði tókst þeim að byggja upp ótrúlega stóran og dyggan aðdáendahóp, og varð Morrissey goðsögn í lifanda lífi. Margar af hljómplötum Smiths eru taldar til bestu platna allra tíma, má þar nefna The Queen is Dead (1986), Meat is Murder 1985) og Hatful of Hollow (1984). Morrissey varð fljótlega ein af þekktustu en jafnframt umdeildustu poppstjörnum Breta. Hann er einkar mælskur og hefur sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og gagnrýndi stjórnvöld harðlega. Slíkt var hressandi mótvægi við skoðanaleysið og hina andlegu deyfð sem einkenndi margar af vinsælustu hljómsveitum 9. áratugarins. Oft er talað um að breska tónlistarpressan bíði ennþá eftir arftökum Smiths og hafa margir verið tilkallaðir en enginn útvalinn. Altént er ljóst að The Smiths er einhver áhrifamesta popphljómsveit sem komið hefur fram frá því Bítlarnir voru og hétu. The Smiths lagði upp laupana á hátindi ferils sins árið 1987, um það leyti sem síðasta plata hljómsveitarinnar Strangeways, here we come kom út. Morrissey hóf strax í kjölfarið vel heppnaðan sólóferil. Fyrsta sólóplatan Viva Hate sem kom út 1988 fékk gríðargóðar viðtökur og er hún og margar aðrar plötur sólóferilsins taldar til hans bestu verka, sem og plöturnar Your Arsenal og Vauxhall and I svo dæmi séu tekin. Morrissey tókst meðal annars að leggja Bandaríkjamarkað að fótum sér, sem var eitthvað sem The Smiths hafði ekki tekist. Þegar líða tók að aldamótunum fór minna fyrir Morrissey og tók hann sér hlé frá útgáfu tónlistar frá 1997 einungis til þess að snúa aftur af miklum krafti með útkomu hinnar frábæru You are the Quarry árið 2004. Í kjölfarið fylgdi gríðarvel sótt tónleikaferð, og síðan ný plata síðastliðið vor The Ringleader of the Tormentors sem flestir eru sammála um að sé með því besta sem Morrissey hefur nokkurn tíma sent frá sér. Það má því segja að hann sé enn og aftur á hátindi ferils síns. Tónleikar Morrissey þykja með þeim magnaðri sem sjást og er ljóst að hann leggur sig gríðarlega fram á þeim. Þá mögnuðu stemmningu sem jafnan myndast á tónleikum Morrissey má jafnframt þakka aðdáendum hans sem margir virðast líta á hann sem veru af öðrum heimi, og ósjaldan sjást aðdáendur ryðjast upp á svið til þess eins að fá að faðma manninn að sér. Ljóst er að von er á einum af merkustu tónlistarviðburðum allra tíma á Íslandi í Laugardalshöll þann 12. ágúst. Miðasala hefst þriðjudaginn 18. júlí kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar auk valdra BT verslana. Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Morrissey, einhver áhrifamesti tónlistarmaður Breta undanfarin rúm 20 ár heimsækir Íslendinga í næsta mánuði. Hann stofnaði The Smiths ásamt Johnny Marr í upphafi 9. áratugarins og vakti sú sveit strax gríðarmikla athygli. Það sem vakti helst athygli var sérstakur söngstíll Morrissey, magnaðir textar hans sem og gríðarlega melódískar lagasmíðar Johnny Marr. Á þeim eingöngu 5 til 6 árum sem The Smiths starfaði tókst þeim að byggja upp ótrúlega stóran og dyggan aðdáendahóp, og varð Morrissey goðsögn í lifanda lífi. Margar af hljómplötum Smiths eru taldar til bestu platna allra tíma, má þar nefna The Queen is Dead (1986), Meat is Murder 1985) og Hatful of Hollow (1984). Morrissey varð fljótlega ein af þekktustu en jafnframt umdeildustu poppstjörnum Breta. Hann er einkar mælskur og hefur sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og gagnrýndi stjórnvöld harðlega. Slíkt var hressandi mótvægi við skoðanaleysið og hina andlegu deyfð sem einkenndi margar af vinsælustu hljómsveitum 9. áratugarins. Oft er talað um að breska tónlistarpressan bíði ennþá eftir arftökum Smiths og hafa margir verið tilkallaðir en enginn útvalinn. Altént er ljóst að The Smiths er einhver áhrifamesta popphljómsveit sem komið hefur fram frá því Bítlarnir voru og hétu. The Smiths lagði upp laupana á hátindi ferils sins árið 1987, um það leyti sem síðasta plata hljómsveitarinnar Strangeways, here we come kom út. Morrissey hóf strax í kjölfarið vel heppnaðan sólóferil. Fyrsta sólóplatan Viva Hate sem kom út 1988 fékk gríðargóðar viðtökur og er hún og margar aðrar plötur sólóferilsins taldar til hans bestu verka, sem og plöturnar Your Arsenal og Vauxhall and I svo dæmi séu tekin. Morrissey tókst meðal annars að leggja Bandaríkjamarkað að fótum sér, sem var eitthvað sem The Smiths hafði ekki tekist. Þegar líða tók að aldamótunum fór minna fyrir Morrissey og tók hann sér hlé frá útgáfu tónlistar frá 1997 einungis til þess að snúa aftur af miklum krafti með útkomu hinnar frábæru You are the Quarry árið 2004. Í kjölfarið fylgdi gríðarvel sótt tónleikaferð, og síðan ný plata síðastliðið vor The Ringleader of the Tormentors sem flestir eru sammála um að sé með því besta sem Morrissey hefur nokkurn tíma sent frá sér. Það má því segja að hann sé enn og aftur á hátindi ferils síns. Tónleikar Morrissey þykja með þeim magnaðri sem sjást og er ljóst að hann leggur sig gríðarlega fram á þeim. Þá mögnuðu stemmningu sem jafnan myndast á tónleikum Morrissey má jafnframt þakka aðdáendum hans sem margir virðast líta á hann sem veru af öðrum heimi, og ósjaldan sjást aðdáendur ryðjast upp á svið til þess eins að fá að faðma manninn að sér. Ljóst er að von er á einum af merkustu tónlistarviðburðum allra tíma á Íslandi í Laugardalshöll þann 12. ágúst. Miðasala hefst þriðjudaginn 18. júlí kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar auk valdra BT verslana.
Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“