Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 14. júlí 2006 16:00 Ji-Youn Han er fyrsti Asíubúinn sem leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju á vegum Alþjóðlegs orgelsumars. Hún leikur á tvennum tónleikum um helgina, kl. 12 laugardaginn 15. júlí og kl. 20. sunnudaginn 16. júlí. Ji-Youn er frá Suður-Kóreu en hefur undanfarið verið við nám í Freiburg í Þýskalandi. Hún lauk einleikaraprófi árið 2003 og er núna í framhaldsnámi þar. Þá vann hún fyrstu verðlaun í hinni virtu alþjóðlegu orgelkeppni í Nürnberg árið 2004. Á efnisskrá hádegistónleikanna á laugardaginn 1eikur Ji-Youn Han fyrst Fantasíu í f-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart en verk hans eru áberandi á tónleikum sumarsins í tilefni af Mozart-árinu, þar er núna eru 250 ár síðan hann fæddist. Síðara verk hádegistónleikanna er Prelúdía og fúga í c-moll op. 37 eftir Felix Mendelssohn. Fyrir hlé á aðaltónleikum helgarinnar, sunnudaginn 16. júlí kl. 20, leikur Ji-Youn Han fyrst Konsert í a-moll sem J.S. Bach umritaði eftir konserti Vivaldis fyrir tvær fiðlur. Þetta er einn fallegasti konsertinn sem Bach umritaði. Annað verkið er Fantasía í f-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart og eru trillur og flókin fótspilshlaup verksins, upphaflega skrifað fyrir lírukassa, meðal þess erfiðasta, bæði tónlistarlega og tæknilega, sem skrifað hefur verið fyrir orgel. Síðasta verk fyrir hlé er Prelúdía og fúga um nafnið Alain eftir Maurice Duruflé. Hann skrifaði verkið til minningar um landa hans, franska tónskáldið Jehan Alain sem lést árið 1940 aðeins 29 ára gamall. Eftir hlé leikur Ji-Youn Sónötu í c-moll um 94. Davíðssálm eftir Julius Reubke. Ásamt þessari sónötu náði Reubke einungis að skrifa aðra sónötu fyrir píanó áður en heilsuleysi dró hann til dauða árið 1858, aðeins 24 ára gamall. Hann var við nám í Weimar hjá Franz Liszt þegar hann skrifaði þær og hann náði að frumflytja Orgelsónötuna sjálfur í júní 1857 í dómkirkjunni í Merseburg. Ji-Youn Han fæddist í Seoul í Kóreu. Sjö ára gömul hóf hún píanónám og einungis þremur árum síðar vann hún önnur verðlaun í Píanókeppni ungs fólks í Kóreu. Árið 1993 hóf hún nám við Sung-Kyul Anyang Kristna háskóla þar eð hún vildi helga sig orgelleik. 1997 lauk hún BA-prófi. Hún lauk einleikaraprófi hjá Zsigmond Szathmáry við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi 2003 og er núna í framhaldsnámi við sama skóla. Frá 2003 til 2005 hefur hún lika stundað nám hjá Christope Mantoux við tónlistarháskólann í Strassborg auk þess að taka þátt í masternámskeiðum þekktra orgelleikara, m.a. hjá Jean Boyer, Olivier Latry and Ludger Lohmann. Ji-Youn Han er mjög virk sem orgelleikari, bæði sem einleikari og með tónlistarhópum. Hún er organisti við mótmælendakirkjuna í Denzlingen, í útjaðri Freiburg og frá því á síðasta ári hefur hún verið aðstoðarkennari Helmut Deutsch við Tónlistarháskólann í Freiburg. Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Ji-Youn Han er fyrsti Asíubúinn sem leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju á vegum Alþjóðlegs orgelsumars. Hún leikur á tvennum tónleikum um helgina, kl. 12 laugardaginn 15. júlí og kl. 20. sunnudaginn 16. júlí. Ji-Youn er frá Suður-Kóreu en hefur undanfarið verið við nám í Freiburg í Þýskalandi. Hún lauk einleikaraprófi árið 2003 og er núna í framhaldsnámi þar. Þá vann hún fyrstu verðlaun í hinni virtu alþjóðlegu orgelkeppni í Nürnberg árið 2004. Á efnisskrá hádegistónleikanna á laugardaginn 1eikur Ji-Youn Han fyrst Fantasíu í f-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart en verk hans eru áberandi á tónleikum sumarsins í tilefni af Mozart-árinu, þar er núna eru 250 ár síðan hann fæddist. Síðara verk hádegistónleikanna er Prelúdía og fúga í c-moll op. 37 eftir Felix Mendelssohn. Fyrir hlé á aðaltónleikum helgarinnar, sunnudaginn 16. júlí kl. 20, leikur Ji-Youn Han fyrst Konsert í a-moll sem J.S. Bach umritaði eftir konserti Vivaldis fyrir tvær fiðlur. Þetta er einn fallegasti konsertinn sem Bach umritaði. Annað verkið er Fantasía í f-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart og eru trillur og flókin fótspilshlaup verksins, upphaflega skrifað fyrir lírukassa, meðal þess erfiðasta, bæði tónlistarlega og tæknilega, sem skrifað hefur verið fyrir orgel. Síðasta verk fyrir hlé er Prelúdía og fúga um nafnið Alain eftir Maurice Duruflé. Hann skrifaði verkið til minningar um landa hans, franska tónskáldið Jehan Alain sem lést árið 1940 aðeins 29 ára gamall. Eftir hlé leikur Ji-Youn Sónötu í c-moll um 94. Davíðssálm eftir Julius Reubke. Ásamt þessari sónötu náði Reubke einungis að skrifa aðra sónötu fyrir píanó áður en heilsuleysi dró hann til dauða árið 1858, aðeins 24 ára gamall. Hann var við nám í Weimar hjá Franz Liszt þegar hann skrifaði þær og hann náði að frumflytja Orgelsónötuna sjálfur í júní 1857 í dómkirkjunni í Merseburg. Ji-Youn Han fæddist í Seoul í Kóreu. Sjö ára gömul hóf hún píanónám og einungis þremur árum síðar vann hún önnur verðlaun í Píanókeppni ungs fólks í Kóreu. Árið 1993 hóf hún nám við Sung-Kyul Anyang Kristna háskóla þar eð hún vildi helga sig orgelleik. 1997 lauk hún BA-prófi. Hún lauk einleikaraprófi hjá Zsigmond Szathmáry við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi 2003 og er núna í framhaldsnámi við sama skóla. Frá 2003 til 2005 hefur hún lika stundað nám hjá Christope Mantoux við tónlistarháskólann í Strassborg auk þess að taka þátt í masternámskeiðum þekktra orgelleikara, m.a. hjá Jean Boyer, Olivier Latry and Ludger Lohmann. Ji-Youn Han er mjög virk sem orgelleikari, bæði sem einleikari og með tónlistarhópum. Hún er organisti við mótmælendakirkjuna í Denzlingen, í útjaðri Freiburg og frá því á síðasta ári hefur hún verið aðstoðarkennari Helmut Deutsch við Tónlistarháskólann í Freiburg.
Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“