Markaðsdagur í Bolungarvík 27. júní 2006 15:30 Hinn árlegi Markaðsdagur í Bolungarvík, verður haldinn með fjölda sölubása og glæsilegri skemmti dagskrá laugardaginn 1. júlí n.k. kl: 13:00 - 18:00. Stefnt er að því að Markaðsdagurinn verði stærri og meiri en nokkru sinni fyrr, enda hefur Markaðsdagurinn í Bolungarvík vakið mikla athygli víðsvegar um landið og farið vaxandi ár frá ári. Á markaðnum verður selt nánast allt milli himins og jarðar, gestir geta skemmt sér á milli þess sem þeir versla eða prútta á sölubásunum því frábær skemmtidagskrá hefur verið skipulögð með landsins bestu skemmtikröftum. Þar ber helst að nefna hljómsveitina Greifana, Spaugstofan sendir sína menn á staðinn og hljómsveitin Myst sem slegið hefur í gegn undanfarið leikur frábær lög. Auk þessa munu margir aðrir snillingar stíga á stokk sem kynntir verða næstu daga með dreifibréfi, á markadsdagur.is og á bolungarvik.is Á staðnum verður mikill fjöldi leiktækja fyrir yngri kynslóðina til að hafa gaman af, þar má nefna Go-Kart bíla, risa hoppukastala, fjarstýrða báta, og margt fleira. Auk alls þessa verður sýnd tískusýning, keppt verður í hinni árlegu sultukeppni, línuskauta- og hjólreiðakeppni, kassabílarallý, púttkeppni og margt, margt fleira. Dagskrá helgarinnar hefst föstudagskvöldið 30. júní þar sem allir sameinast um að grilla á risagrilli í Hregnasa gryfju þar sem brekkusöng verður stjórnað af leynigest við brakandi varðeld. Að brekkusöng loknum haldur þeir sem eru orðnir 16 ára til dansleiks með Greifunum í Víkurbæ, þeir sem eldri eru fara í pöbb bæjarins, Kjallarann, þar leika þetta kvöld þekktir Bolvíkingar, þeir Jónmundur Kjartansson, sem er þekktur fyrir störf sín innan lögreglunnar ásamt Kristjáni Jóni Guðmundssyni. Að loknum vel heppnuðum markaðsdegi á laugardaginn verður stórdansleikur með hljómsveitinni Greifunum í Víkurbæ. Helgin verður síðan toppuð með stóra vatnsdeginum í Sundlaug Bolungarvíkur þar sem allir taka þátt í risa vatnsslag í öllum fötunum með vatnsbyssum, slöngum, vatnsblöðrum og fleiru að vopni. Að loknum vatnsslagnum fara allir í sund og síðan í hina frábæru heitu potta til að jafna sig eftir átök helgarinnar. Þess má geta að enn er hægt að bóka sölubása í síma 862-2221 eða í gegnum vefinn www.markadsdagur.is en þar er að finna allar nánari upplýsingar um dagskrá helgarinnar. Bolvíkingar, Vestfirðingar sem og landsmenn allir eru hér með innilega boðnir velkomnir á Markaðsdaginn í Bolungarvík segir í tilkynningu frá aðstandandum Markaðsdagsins. Lífið Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Hinn árlegi Markaðsdagur í Bolungarvík, verður haldinn með fjölda sölubása og glæsilegri skemmti dagskrá laugardaginn 1. júlí n.k. kl: 13:00 - 18:00. Stefnt er að því að Markaðsdagurinn verði stærri og meiri en nokkru sinni fyrr, enda hefur Markaðsdagurinn í Bolungarvík vakið mikla athygli víðsvegar um landið og farið vaxandi ár frá ári. Á markaðnum verður selt nánast allt milli himins og jarðar, gestir geta skemmt sér á milli þess sem þeir versla eða prútta á sölubásunum því frábær skemmtidagskrá hefur verið skipulögð með landsins bestu skemmtikröftum. Þar ber helst að nefna hljómsveitina Greifana, Spaugstofan sendir sína menn á staðinn og hljómsveitin Myst sem slegið hefur í gegn undanfarið leikur frábær lög. Auk þessa munu margir aðrir snillingar stíga á stokk sem kynntir verða næstu daga með dreifibréfi, á markadsdagur.is og á bolungarvik.is Á staðnum verður mikill fjöldi leiktækja fyrir yngri kynslóðina til að hafa gaman af, þar má nefna Go-Kart bíla, risa hoppukastala, fjarstýrða báta, og margt fleira. Auk alls þessa verður sýnd tískusýning, keppt verður í hinni árlegu sultukeppni, línuskauta- og hjólreiðakeppni, kassabílarallý, púttkeppni og margt, margt fleira. Dagskrá helgarinnar hefst föstudagskvöldið 30. júní þar sem allir sameinast um að grilla á risagrilli í Hregnasa gryfju þar sem brekkusöng verður stjórnað af leynigest við brakandi varðeld. Að brekkusöng loknum haldur þeir sem eru orðnir 16 ára til dansleiks með Greifunum í Víkurbæ, þeir sem eldri eru fara í pöbb bæjarins, Kjallarann, þar leika þetta kvöld þekktir Bolvíkingar, þeir Jónmundur Kjartansson, sem er þekktur fyrir störf sín innan lögreglunnar ásamt Kristjáni Jóni Guðmundssyni. Að loknum vel heppnuðum markaðsdegi á laugardaginn verður stórdansleikur með hljómsveitinni Greifunum í Víkurbæ. Helgin verður síðan toppuð með stóra vatnsdeginum í Sundlaug Bolungarvíkur þar sem allir taka þátt í risa vatnsslag í öllum fötunum með vatnsbyssum, slöngum, vatnsblöðrum og fleiru að vopni. Að loknum vatnsslagnum fara allir í sund og síðan í hina frábæru heitu potta til að jafna sig eftir átök helgarinnar. Þess má geta að enn er hægt að bóka sölubása í síma 862-2221 eða í gegnum vefinn www.markadsdagur.is en þar er að finna allar nánari upplýsingar um dagskrá helgarinnar. Bolvíkingar, Vestfirðingar sem og landsmenn allir eru hér með innilega boðnir velkomnir á Markaðsdaginn í Bolungarvík segir í tilkynningu frá aðstandandum Markaðsdagsins.
Lífið Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira