Alþjóðleg sýn 22. júní 2006 16:00 Myndlistarsýningin Alþjóðleg sýn/ International View 2006 verður opnuð laugardaginn 1.júlí kl. 15. í Listasal Mosfellinga og alþjóðleg vinnusmiðja/ International Workwhop 2006 verður opnuð föstudaginn 7.júlí kl. 20. Þrúðvangi, Álafossvegi 20, Mosfellsbæ. Þátttakendur sýningarinnar eru listamennirnir: Asa Hojer, Bertine Knudsen, Bodil Rosenberg (Danmörk), Cormac Healy (Írland), Wiebe Bloemena, Nico Lootsma, Ellen Timmerman (Holland), Giovanna Martinelli (Ítalía), Laufey Pálsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Ólöf Oddgeirsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir (Ísland). Um er að ræða myndlistarsýningu og vinnusmiðju 13 myndlistarmanna frá 5 Evrópulöndum sem stendur yfir dagana 29.júní til 10.júlí. Myndlistarsýningin verður haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarnanum að Þverholti 2. Listamennirnir koma með verk að heiman sérstaklega unnin fyrir sýninguna. Á meðan dvöl erlendu listamannanna stendur vinna þeir með íslensku listamönnunum í vinnusmiðju í Listsalnum í Þrúðvangi Álafosskvosinni. Unnið verður undir vinnuheitinu "View" eða "Sýn" þar sem sjónum er beint að landi og þjóð með ýmiss konar skissuvinnu og teikningum og fleiri óvæntum uppákomum. Gera má ráð fyrir að listamennirnir sjálfir verði fyrir áhrifum af íslenskri náttúru sem gæti speglast með einhverjum hætti í verkum þeirra. Kjarni þessa fjölþjóða hóps sem sýnir hér verk sín varð til 1997 þegar þeir tóku þátt í International Artist Plenary í Dzukija, Varena, Litháen. Listsamtök í Litháen buðu listamönnunum í heimsókn með það að markmiði að efla kynni og tengsl Litháa við aðrar þjóðir. Síðan þá hefur hópurinn komið saman í ýmsum löndum við ólíkar aðstæður, vaxið og endurnýjast. Alþjóðlegi listahópurinn hefur nú tekið þátt í átta mismunandi verkefnum í sex löndum. Hér á landi á Listasumri ´98 sýning í Deiglunni. Þá vann listhópurinn sameiginlega að tilraunum með ýmis jarðefni úr íslenskri náttúru í Ketilhúsinu á Akureyri. 1999 Noorderlicht, sýning í Lambooijhuis Hengelo og workshop í Oldenzhal í Hollandi; 2000 Nordlys, sýning í Danmörku Gallerie Pi í Kaupmannahöfn; 2002 workshop og málstofa á hinu virta menningarsetri The Tyrone Guthrie Centre á Írlandi. Árið 2004 var sýning og workshop í Hollandi, PIP- Painting in Progress í listamiðstöðinni Kanaal 10, Plantagedoklaan 8 til 12 í Amsterdam. Á þeirri opnun var framinn hljóðgjörningur af þátttakendum undir stjórn Asu Hojer. Í lokin var framinn dansgjörningur á vegum Magpie Music Dance Company undir stjórn Katie Duck og tengdist gjörningurinn myndlistarverki Nico Lootsma, Trash town. Síðast en ekki síst var í ágúst 2005 haldin sýning og vinnusmiðja, International Artist-Plenary, í listamiðstöðinni La Minoterie, NAYART, í borginni Nay undir Píreneafjöllum í Frakklandi. Áætlað er að Alþjóðlegi listahópurinn hittist og haldi verkefninu áfram 2008 í Granada og Capileira, Las Alpujarras, Sierra Nevada, Spáni undir stjórn ljósmyndarans og grafiklistamannsins Henrik Boegh og fjöllistamannsins Aase Hojer. Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Myndlistarsýningin Alþjóðleg sýn/ International View 2006 verður opnuð laugardaginn 1.júlí kl. 15. í Listasal Mosfellinga og alþjóðleg vinnusmiðja/ International Workwhop 2006 verður opnuð föstudaginn 7.júlí kl. 20. Þrúðvangi, Álafossvegi 20, Mosfellsbæ. Þátttakendur sýningarinnar eru listamennirnir: Asa Hojer, Bertine Knudsen, Bodil Rosenberg (Danmörk), Cormac Healy (Írland), Wiebe Bloemena, Nico Lootsma, Ellen Timmerman (Holland), Giovanna Martinelli (Ítalía), Laufey Pálsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Ólöf Oddgeirsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir (Ísland). Um er að ræða myndlistarsýningu og vinnusmiðju 13 myndlistarmanna frá 5 Evrópulöndum sem stendur yfir dagana 29.júní til 10.júlí. Myndlistarsýningin verður haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarnanum að Þverholti 2. Listamennirnir koma með verk að heiman sérstaklega unnin fyrir sýninguna. Á meðan dvöl erlendu listamannanna stendur vinna þeir með íslensku listamönnunum í vinnusmiðju í Listsalnum í Þrúðvangi Álafosskvosinni. Unnið verður undir vinnuheitinu "View" eða "Sýn" þar sem sjónum er beint að landi og þjóð með ýmiss konar skissuvinnu og teikningum og fleiri óvæntum uppákomum. Gera má ráð fyrir að listamennirnir sjálfir verði fyrir áhrifum af íslenskri náttúru sem gæti speglast með einhverjum hætti í verkum þeirra. Kjarni þessa fjölþjóða hóps sem sýnir hér verk sín varð til 1997 þegar þeir tóku þátt í International Artist Plenary í Dzukija, Varena, Litháen. Listsamtök í Litháen buðu listamönnunum í heimsókn með það að markmiði að efla kynni og tengsl Litháa við aðrar þjóðir. Síðan þá hefur hópurinn komið saman í ýmsum löndum við ólíkar aðstæður, vaxið og endurnýjast. Alþjóðlegi listahópurinn hefur nú tekið þátt í átta mismunandi verkefnum í sex löndum. Hér á landi á Listasumri ´98 sýning í Deiglunni. Þá vann listhópurinn sameiginlega að tilraunum með ýmis jarðefni úr íslenskri náttúru í Ketilhúsinu á Akureyri. 1999 Noorderlicht, sýning í Lambooijhuis Hengelo og workshop í Oldenzhal í Hollandi; 2000 Nordlys, sýning í Danmörku Gallerie Pi í Kaupmannahöfn; 2002 workshop og málstofa á hinu virta menningarsetri The Tyrone Guthrie Centre á Írlandi. Árið 2004 var sýning og workshop í Hollandi, PIP- Painting in Progress í listamiðstöðinni Kanaal 10, Plantagedoklaan 8 til 12 í Amsterdam. Á þeirri opnun var framinn hljóðgjörningur af þátttakendum undir stjórn Asu Hojer. Í lokin var framinn dansgjörningur á vegum Magpie Music Dance Company undir stjórn Katie Duck og tengdist gjörningurinn myndlistarverki Nico Lootsma, Trash town. Síðast en ekki síst var í ágúst 2005 haldin sýning og vinnusmiðja, International Artist-Plenary, í listamiðstöðinni La Minoterie, NAYART, í borginni Nay undir Píreneafjöllum í Frakklandi. Áætlað er að Alþjóðlegi listahópurinn hittist og haldi verkefninu áfram 2008 í Granada og Capileira, Las Alpujarras, Sierra Nevada, Spáni undir stjórn ljósmyndarans og grafiklistamannsins Henrik Boegh og fjöllistamannsins Aase Hojer.
Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“