Bush vill loka Guantanamo-fangelsinu 21. júní 2006 18:45 George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. Austurríkismenn fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandið um þessar mundir og því sótti George Bush Bandaríkjaforseti leiðtoga landsins heim í morgun og settist með þeim á rökstóla. Fyrirfram var búist við að málefni Guantanamo-fangelsisins illræmda í Kúbu yrðu ofarlega á baugu enda hafa Evrópumenn ítrekað skorað á Bandaríkjamenn að loka því. Bandaríkjamenn hafa ekki ljáð máls á því í neinni alvöru, fyrr en nú, því Bush lýsti því yfir að hann vildi láta loka fangelsinu sem fyrst. 460 föngum er nú haldið í Guantanamo-búðunum, flestum án ákæru, en 200 hefur verið sleppt. Bush hefur raunar áður sagst vilja helst loka fangelsinu en orð hans í dag eru sérstaklega athyglisverð fyrir þær sakir að í fyrsta sinn víkur hann að því hvernig útfæra megi lokunina. Að hans mati á að flytja þorra fanganna aftur til heimalanda sinna, en þó ekki alla, því sumir fanganna eru "kaldrifjaðir morðingjar" og yfir þeim á að rétta í bandarískum dómstólum. Ýmis önnur mál voru einnig til umræðu á fundinum í Vín. Skorað var á Írana að svara tilboði Vesturveldanna um kjarnorkumál sem fyrst og eins voru Norður-Kóreumenn varaðir við að gera tilraunir með langdrægar eldflaugar. Þá var ákveðið að berjast innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar fyrir því að bæta aðgang fátækari þjóða að mörkuðum. Á meðan öllu þessu stóð voru mótmælagöngur haldnar í borginni. Nokkur hundruð námsmenn hrópuðu ókvæðisorð að Bush og brenndu bandaríska fánann en allt fór þó friðsamlega fram. Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. Austurríkismenn fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandið um þessar mundir og því sótti George Bush Bandaríkjaforseti leiðtoga landsins heim í morgun og settist með þeim á rökstóla. Fyrirfram var búist við að málefni Guantanamo-fangelsisins illræmda í Kúbu yrðu ofarlega á baugu enda hafa Evrópumenn ítrekað skorað á Bandaríkjamenn að loka því. Bandaríkjamenn hafa ekki ljáð máls á því í neinni alvöru, fyrr en nú, því Bush lýsti því yfir að hann vildi láta loka fangelsinu sem fyrst. 460 föngum er nú haldið í Guantanamo-búðunum, flestum án ákæru, en 200 hefur verið sleppt. Bush hefur raunar áður sagst vilja helst loka fangelsinu en orð hans í dag eru sérstaklega athyglisverð fyrir þær sakir að í fyrsta sinn víkur hann að því hvernig útfæra megi lokunina. Að hans mati á að flytja þorra fanganna aftur til heimalanda sinna, en þó ekki alla, því sumir fanganna eru "kaldrifjaðir morðingjar" og yfir þeim á að rétta í bandarískum dómstólum. Ýmis önnur mál voru einnig til umræðu á fundinum í Vín. Skorað var á Írana að svara tilboði Vesturveldanna um kjarnorkumál sem fyrst og eins voru Norður-Kóreumenn varaðir við að gera tilraunir með langdrægar eldflaugar. Þá var ákveðið að berjast innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar fyrir því að bæta aðgang fátækari þjóða að mörkuðum. Á meðan öllu þessu stóð voru mótmælagöngur haldnar í borginni. Nokkur hundruð námsmenn hrópuðu ókvæðisorð að Bush og brenndu bandaríska fánann en allt fór þó friðsamlega fram.
Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira