Mannfall á Gaza-svæðinu 9. júní 2006 23:00 Slösuð stúlka flutt á sjúkrahús á norðurhluta Gaza-strandarinnar. MYND/AP Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Ísraelskar orrustuþotur skutu eldflaugum á þrjá bíla á Gaza-ströndinn. Níu munu hafa fallið í þeim árásum og fjölmargir særst. Ísraelsher segir árásunum beint gegn Palestínumönnum sem standi að baki flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði. Sjö féllu, þar af þrjú börn, og minnst þrjátíu særðust þegar fallbyssuskot ísraelshers skullu á strönd á norðurhluta Gaza-svæðisins í dag. Myndir af vettvangi segja alla söguna og benda til þess að fólk hafi komið saman á ströndinni til að eiga góðan dag og átt sér einskis ills von þegar hörmungarnar dundu yfir. Ísraelsher segir árásum á svæðið hafa verið hætt meðan málið er rannsakað. Ekki liggur fyrir hvort árás hafi verið gerð af sjó eða úr lofti. Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð Jamal Abu Samhadana, yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni, af dögum í Rafah á Gaza-ströndinni í gærkvöld. Samhadana var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta Palestínumenn á sjálfsstjórnarsvæðunum en hann féll í flugskeytaárás Ísraela á þjálfurnarbúðir. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumann, sagði eftir morðið að Palestínumenn ættu rétt á að verja sig og svara drápinu. Hundruð vopnaðra Hamas-liða fylgdu Samhadana til grafar í dag þúsundir komu saman til að minnast hans í flóttamannabúðum í Rafah. Uppreisnarmenn í Palestínu hafa hótað hefndum, sér í lagi eftir árásirnar í dag. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árásir Ísraelsmanna í dag og hvatti Bandaríkjamenn, Evrópuríkin og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að skerast í leikinn. Vopnaður armur Hamas-samtakanna tilkynnti undir kvöld að liðsmenn hans ætluðu að hætta að virða vopnahlé og hótuðu árásum á Ísraelsmenn. Á vefsíðu segir að fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum í dag séu ástæða þessarar ákvörðunar. Vopnahlé sem samtökin komu á að eigin frumkvæði hefur haldið síðan í febrúar í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Ísraelskar orrustuþotur skutu eldflaugum á þrjá bíla á Gaza-ströndinn. Níu munu hafa fallið í þeim árásum og fjölmargir særst. Ísraelsher segir árásunum beint gegn Palestínumönnum sem standi að baki flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði. Sjö féllu, þar af þrjú börn, og minnst þrjátíu særðust þegar fallbyssuskot ísraelshers skullu á strönd á norðurhluta Gaza-svæðisins í dag. Myndir af vettvangi segja alla söguna og benda til þess að fólk hafi komið saman á ströndinni til að eiga góðan dag og átt sér einskis ills von þegar hörmungarnar dundu yfir. Ísraelsher segir árásum á svæðið hafa verið hætt meðan málið er rannsakað. Ekki liggur fyrir hvort árás hafi verið gerð af sjó eða úr lofti. Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð Jamal Abu Samhadana, yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni, af dögum í Rafah á Gaza-ströndinni í gærkvöld. Samhadana var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta Palestínumenn á sjálfsstjórnarsvæðunum en hann féll í flugskeytaárás Ísraela á þjálfurnarbúðir. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumann, sagði eftir morðið að Palestínumenn ættu rétt á að verja sig og svara drápinu. Hundruð vopnaðra Hamas-liða fylgdu Samhadana til grafar í dag þúsundir komu saman til að minnast hans í flóttamannabúðum í Rafah. Uppreisnarmenn í Palestínu hafa hótað hefndum, sér í lagi eftir árásirnar í dag. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árásir Ísraelsmanna í dag og hvatti Bandaríkjamenn, Evrópuríkin og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að skerast í leikinn. Vopnaður armur Hamas-samtakanna tilkynnti undir kvöld að liðsmenn hans ætluðu að hætta að virða vopnahlé og hótuðu árásum á Ísraelsmenn. Á vefsíðu segir að fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum í dag séu ástæða þessarar ákvörðunar. Vopnahlé sem samtökin komu á að eigin frumkvæði hefur haldið síðan í febrúar í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira