Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sigrar í Madríd 2. júní 2006 14:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona vann á fimmtudagskvöld til aðalverðlaunanna í alþjóðlegu tónlistarkeppninni "Concurso Internacional Joaquín Rodrigo" sem staðið hefur yfir í Madríd undanfarna viku. Keppnin er kennd við tónskáldið Joaquín Rodrigo (1901-1999), einn ástsælasta tónlistarmann Spánverja á síðari tímum. Keppnin fór fram í þremur umferðum, en í lokakeppnina komust þrír gítarleikarar og þrír söngvarar. Í fyrri umferðunum söng Guðrún aríur úr óperum og zarzúelum og sönglög frá ýmsum löndum, en fyrsta lagið sem hún söng var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Í lokakeppninni söng Guðrún einungis verk eftir Rodrigo, á spænsku og katalónsku. Guðrún var eini söngvarinn í úrslitunum sem kom frá landi þar sem spænska er ekki móðurmál. Keppendur frá 20 þjóðlöndum tóku þátt. Guðrún vann aðalverðlaun hátíðarinnar, Rodrigo-verðlaunin, sem allir þátttakendur kepptu um, bæði söngvarar og gítarleikarar. Hún var einnig hlutskörpust í flokki söngvara, þar sem hún hlaut önnur verðlaun, en ekki voru veitt fyrstu verðlaun í honum að þessu sinni. Bæði verðlaunin fela í sér verðlaunafé og tónleikahald á Spáni. Spænska Ríkissjónvarpið TVE2 tók lokakeppnina upp og mun sjónvarpa henni bráðlega, en einnig verður gefinn út dvd diskur með upptökunni. Forseti dómnefndar var einn þekktasti hljómsveitarstjóri Spánar, Miguel Ángel Gómez Martínez, en auk hans sátu í dómnefndinni tónskáld, söngvarar og söngkennarar ásamt stjórnendum listahátíða og óperuhúsa víða um Evrópu. Úrslitin fóru fram í nýjum tónleikasal, Auditorio 400, í Reina Sofia nútímalistasafninu í hjarta Madrídar. Undirleik í úrslitunum annaðist sinfóníuhljómsveitin la Orquesta de la Comunidad de Madrid, undir stjórn Miguel Roa. Keppninni er ætlað að koma ungum tónlistarmönnum á framfæri og stuðla að enn frekari útbreiðslu tónverka eftir Joaquín Rodrigo. Guðrún söng síðast á Íslandi í "Mildi Títusar" með Sinfóníuhjómsveit Íslands í janúar og við setningu Listahátíðar í Reykjavík í maí, þar sem hún frumflutti þrjú lög sem Þorkell Sigurbjörnsson hafði samið sérstaklega fyrir hana. Fyrsti sólódiskur Guðrúnar mun koma út hjá 12 tónum í haust og innihalda meðal annars ljóðaflokkana "Haugtussa" eftir Grieg og "Frauenliebe und -Leben" eftir Schumann með píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Á næstunni mun einnig koma út síðari hluti heildarútgáfu sönglaga Sigvalda Kaldalóns, þar sem Guðrún syngur lagið "Ave María" við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, en með því lagi vann Guðrún til þriðju verðlauna í alþjóðlegri söngkepnni í Róm árið 2004. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri í ágúst og mun koma þar fram á þrennum tónleikum með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum. Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona vann á fimmtudagskvöld til aðalverðlaunanna í alþjóðlegu tónlistarkeppninni "Concurso Internacional Joaquín Rodrigo" sem staðið hefur yfir í Madríd undanfarna viku. Keppnin er kennd við tónskáldið Joaquín Rodrigo (1901-1999), einn ástsælasta tónlistarmann Spánverja á síðari tímum. Keppnin fór fram í þremur umferðum, en í lokakeppnina komust þrír gítarleikarar og þrír söngvarar. Í fyrri umferðunum söng Guðrún aríur úr óperum og zarzúelum og sönglög frá ýmsum löndum, en fyrsta lagið sem hún söng var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Í lokakeppninni söng Guðrún einungis verk eftir Rodrigo, á spænsku og katalónsku. Guðrún var eini söngvarinn í úrslitunum sem kom frá landi þar sem spænska er ekki móðurmál. Keppendur frá 20 þjóðlöndum tóku þátt. Guðrún vann aðalverðlaun hátíðarinnar, Rodrigo-verðlaunin, sem allir þátttakendur kepptu um, bæði söngvarar og gítarleikarar. Hún var einnig hlutskörpust í flokki söngvara, þar sem hún hlaut önnur verðlaun, en ekki voru veitt fyrstu verðlaun í honum að þessu sinni. Bæði verðlaunin fela í sér verðlaunafé og tónleikahald á Spáni. Spænska Ríkissjónvarpið TVE2 tók lokakeppnina upp og mun sjónvarpa henni bráðlega, en einnig verður gefinn út dvd diskur með upptökunni. Forseti dómnefndar var einn þekktasti hljómsveitarstjóri Spánar, Miguel Ángel Gómez Martínez, en auk hans sátu í dómnefndinni tónskáld, söngvarar og söngkennarar ásamt stjórnendum listahátíða og óperuhúsa víða um Evrópu. Úrslitin fóru fram í nýjum tónleikasal, Auditorio 400, í Reina Sofia nútímalistasafninu í hjarta Madrídar. Undirleik í úrslitunum annaðist sinfóníuhljómsveitin la Orquesta de la Comunidad de Madrid, undir stjórn Miguel Roa. Keppninni er ætlað að koma ungum tónlistarmönnum á framfæri og stuðla að enn frekari útbreiðslu tónverka eftir Joaquín Rodrigo. Guðrún söng síðast á Íslandi í "Mildi Títusar" með Sinfóníuhjómsveit Íslands í janúar og við setningu Listahátíðar í Reykjavík í maí, þar sem hún frumflutti þrjú lög sem Þorkell Sigurbjörnsson hafði samið sérstaklega fyrir hana. Fyrsti sólódiskur Guðrúnar mun koma út hjá 12 tónum í haust og innihalda meðal annars ljóðaflokkana "Haugtussa" eftir Grieg og "Frauenliebe und -Leben" eftir Schumann með píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Á næstunni mun einnig koma út síðari hluti heildarútgáfu sönglaga Sigvalda Kaldalóns, þar sem Guðrún syngur lagið "Ave María" við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, en með því lagi vann Guðrún til þriðju verðlauna í alþjóðlegri söngkepnni í Róm árið 2004. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri í ágúst og mun koma þar fram á þrennum tónleikum með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum.
Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“