Nowitzki skoraði 50 stig 2. júní 2006 05:57 Dirk Nowitzki var frábær í nótt og skoraði 50 stig og hirti 12 fráköst NordicPhotos/GettyImages Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu. Dallas var skrefinu á undan í fyrri hálfleik í annars nokkuð jöfnum leik, en Phoenix náði 7 stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum. Dallas náði að jafna og komast yfir aftur undir forystu Þjóðverjans sterka, en það var ekki fyrr en um 8 mínútur lifðu leiks sem Dallas náði að stinga af. Tim Thomas var besti maður Phoenix í sóknarleiknum og fór á kostum um miðbik leiksins. Thomas var stigahæstur í liði gestanna með 26 stig og hitti hann úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Shawn Marion skoraði 20stig og hirti 10 fráköst og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar. Boris Diaw skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 50 stig, hitti úr 14 af 26 skotum sínum utan af velli, 17 af 18 vítum og hirti 12 fráköst. Josh Howard skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Dallas, sem hefur nú unnið alla þá 24 leiki í vetur sem hann hefur skorað yfir 20 stig. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. 50 stig Nowitzki voru persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni og félagsmet hjá Dallas, en aðeins Kobe Bryant hefur annar skorað 50 stig í úrslitakeppninni í ár og það var einnig gegn Phoenix - reyndar eftir framlengdan leik. "Ég sagði strákunum bara að nú væri kominn tími til að bretta upp ermarnar. Þegar Phoenix náði forskotinu í þriðja leikhlutanum fór ég að sjá frábært tímabil okkar fjara út í huganum og ég gat ekki látið það gerast," sagði Nowitzki af sinni alkunnu hógværð. Næsti leikur í einvíginu fer fram á laugardagskvöldið og verður hann að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu. Dallas var skrefinu á undan í fyrri hálfleik í annars nokkuð jöfnum leik, en Phoenix náði 7 stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum. Dallas náði að jafna og komast yfir aftur undir forystu Þjóðverjans sterka, en það var ekki fyrr en um 8 mínútur lifðu leiks sem Dallas náði að stinga af. Tim Thomas var besti maður Phoenix í sóknarleiknum og fór á kostum um miðbik leiksins. Thomas var stigahæstur í liði gestanna með 26 stig og hitti hann úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Shawn Marion skoraði 20stig og hirti 10 fráköst og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar. Boris Diaw skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 50 stig, hitti úr 14 af 26 skotum sínum utan af velli, 17 af 18 vítum og hirti 12 fráköst. Josh Howard skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Dallas, sem hefur nú unnið alla þá 24 leiki í vetur sem hann hefur skorað yfir 20 stig. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. 50 stig Nowitzki voru persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni og félagsmet hjá Dallas, en aðeins Kobe Bryant hefur annar skorað 50 stig í úrslitakeppninni í ár og það var einnig gegn Phoenix - reyndar eftir framlengdan leik. "Ég sagði strákunum bara að nú væri kominn tími til að bretta upp ermarnar. Þegar Phoenix náði forskotinu í þriðja leikhlutanum fór ég að sjá frábært tímabil okkar fjara út í huganum og ég gat ekki látið það gerast," sagði Nowitzki af sinni alkunnu hógværð. Næsti leikur í einvíginu fer fram á laugardagskvöldið og verður hann að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira