Vilja allir hækka laun leikskólakennara 18. maí 2006 22:19 Talsmenn flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnakosninga telja allir að hækka beri laun leikskólakennara og efla faglegt starf innan leikskólanna með fjölgun menntaðra leikskólakennara. Þetta kom fram á fundi haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Það var Reykjavíkurdeild Félags leikskólakennara sem stóð fyrir fundinum en þar kynntu frambjóðendur stefnu sinna flokka í málefnum leikskóla. Allir voru þeir sammála um að töluverðar framfarir hefðu orðið í málaflokknum í tíð R-listans en engu að síður biðu mörg verkefni á næstu árum. Talið barst meðal annars að gjaldfrjálsum leikskóla. Allir flokkarnir hafa hann á stefnuskrá sinni nema Sjálfstæðisflokkurinn sem leggur meiri áherslu á að tryggja fyrst öllum vistun fyrir börn sín eftir að fæðingarorlofi lýkur. Fram kom á fundinum að það kosti um tvo milljarða á ári að gera leikskóla gjaldfrjálsa en ekki fengust skýr svör um það á fundinum hvaðan þeir fjármunir ættu að koma. Umræðan um gjaldfrjálsan leikskóla er nátengd umræðu um leikskólann sem fyrsta skólastigið og töldu talsmenn allra flokka að starfið innan leikskólanna yrði sífellt metnaðarfyllra. Þeir sögðu þó engu að síður mikilvægt að efla enn frekar faglegt starf á leikskólunum og efla tengsl grunn- og leikskóla. Fram kom að liður í eflingu á faglegu starfi á leikskólum væri að fá fleiri faglærða starfsmenn inn á leikskólana, en eins og kunnugt er plagaði mannekla marga leikskólana í vetur. Til þess að lokka fleiri leikskólakennara til starfa í leikskólum þyrfti að hækka launin enn meira en gert hefði verið nú eftir áramót. Benti einn fundargesta þá á að samningar við leikskólakennara væru lausir í haust og því verður fróðlegt að fylgjast með hvort þeir sem stjórna borginni eftir kosningar fylgi orðunum eftir með gjörðum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Talsmenn flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnakosninga telja allir að hækka beri laun leikskólakennara og efla faglegt starf innan leikskólanna með fjölgun menntaðra leikskólakennara. Þetta kom fram á fundi haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Það var Reykjavíkurdeild Félags leikskólakennara sem stóð fyrir fundinum en þar kynntu frambjóðendur stefnu sinna flokka í málefnum leikskóla. Allir voru þeir sammála um að töluverðar framfarir hefðu orðið í málaflokknum í tíð R-listans en engu að síður biðu mörg verkefni á næstu árum. Talið barst meðal annars að gjaldfrjálsum leikskóla. Allir flokkarnir hafa hann á stefnuskrá sinni nema Sjálfstæðisflokkurinn sem leggur meiri áherslu á að tryggja fyrst öllum vistun fyrir börn sín eftir að fæðingarorlofi lýkur. Fram kom á fundinum að það kosti um tvo milljarða á ári að gera leikskóla gjaldfrjálsa en ekki fengust skýr svör um það á fundinum hvaðan þeir fjármunir ættu að koma. Umræðan um gjaldfrjálsan leikskóla er nátengd umræðu um leikskólann sem fyrsta skólastigið og töldu talsmenn allra flokka að starfið innan leikskólanna yrði sífellt metnaðarfyllra. Þeir sögðu þó engu að síður mikilvægt að efla enn frekar faglegt starf á leikskólunum og efla tengsl grunn- og leikskóla. Fram kom að liður í eflingu á faglegu starfi á leikskólum væri að fá fleiri faglærða starfsmenn inn á leikskólana, en eins og kunnugt er plagaði mannekla marga leikskólana í vetur. Til þess að lokka fleiri leikskólakennara til starfa í leikskólum þyrfti að hækka launin enn meira en gert hefði verið nú eftir áramót. Benti einn fundargesta þá á að samningar við leikskólakennara væru lausir í haust og því verður fróðlegt að fylgjast með hvort þeir sem stjórna borginni eftir kosningar fylgi orðunum eftir með gjörðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira