Lofa glæsilegri rokkhátíð alþýðunnar 24. mars 2006 08:00 Skrifað undir samninga við bakhjarla í gær. MYND/Vilhelm Notalegtheit og náungakærleikur verða í fyrirrúmi þegar rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, verður haldin í þriðja sinn á Ísafirði nú um páskana. Yfir tuttugu sveitir, allt frá heimsfrægum aðkomumönnum til lítt þekktra heimamanna, munu þar skemmta sér og öðrum en færri sveitir komust að en vildu. Hátíðin er hugarfóstur feðganna Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra og Arnar Elíasar Guðmundssonar, sem er betur þekktur sem Mugison. Óhætt er að segja hátíðin skarti glæsilegum tónlistarmönnum í ár og skal þar fyrstan nefna forsprakkan sjálfan Mugison. Þá stíga listamenn eins og Ghostdigital, Jet Black Joe og Benni Hemm Hemm á svið að ógleymdum Drengjakór MÍ, Harmonikkufélagi Vestfjarða og Jóni Kr. Ólafssyni sem eru meðal fulltrúa heimamanna. Alls sóttust um 60 sveitir eftir því að spila á hátíðinni sem fram fer 15. apríl í Edinborgarhúsinu en aðeins um þriðjungur þeirra komst að. Það má einnig búast við að fjöldi fólks leggi leið sína vestur en um þrjú þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra. Um leið og hátíðin var kynnt í var skrifað undir samning við bakhjarla hátíðarinnar, Glitni, Símann og Flugfélag Íslands en þeir munu styðja við hátíðina fram til ársins 2008. Allir lista- og tæknimenn sem koma að hátíðinni gefa vinnu sína og segir Mugison að sömu gildi verði í heiðri höfð og fyrri ár. Mugison segir stemmninguna mjög sérstaka sem hann hafi ekki fundið annars staðar. Fólk komi með opnum hug að hlusta á tónlist og sýna sig og sjá aðra. Og það er engin sveit merkilegri en önnur á þessari hátíð því sveitirnar fá allar svipaða tíma til að spila. Mugison hvetur fólk til að kíkja á hátíðina. Bæði fólkið og sveitarfélögin séu æðisleg og gott að vera fyrir vestan. Fólk geti þarna prófað eitthvað nýtt. Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Notalegtheit og náungakærleikur verða í fyrirrúmi þegar rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, verður haldin í þriðja sinn á Ísafirði nú um páskana. Yfir tuttugu sveitir, allt frá heimsfrægum aðkomumönnum til lítt þekktra heimamanna, munu þar skemmta sér og öðrum en færri sveitir komust að en vildu. Hátíðin er hugarfóstur feðganna Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra og Arnar Elíasar Guðmundssonar, sem er betur þekktur sem Mugison. Óhætt er að segja hátíðin skarti glæsilegum tónlistarmönnum í ár og skal þar fyrstan nefna forsprakkan sjálfan Mugison. Þá stíga listamenn eins og Ghostdigital, Jet Black Joe og Benni Hemm Hemm á svið að ógleymdum Drengjakór MÍ, Harmonikkufélagi Vestfjarða og Jóni Kr. Ólafssyni sem eru meðal fulltrúa heimamanna. Alls sóttust um 60 sveitir eftir því að spila á hátíðinni sem fram fer 15. apríl í Edinborgarhúsinu en aðeins um þriðjungur þeirra komst að. Það má einnig búast við að fjöldi fólks leggi leið sína vestur en um þrjú þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra. Um leið og hátíðin var kynnt í var skrifað undir samning við bakhjarla hátíðarinnar, Glitni, Símann og Flugfélag Íslands en þeir munu styðja við hátíðina fram til ársins 2008. Allir lista- og tæknimenn sem koma að hátíðinni gefa vinnu sína og segir Mugison að sömu gildi verði í heiðri höfð og fyrri ár. Mugison segir stemmninguna mjög sérstaka sem hann hafi ekki fundið annars staðar. Fólk komi með opnum hug að hlusta á tónlist og sýna sig og sjá aðra. Og það er engin sveit merkilegri en önnur á þessari hátíð því sveitirnar fá allar svipaða tíma til að spila. Mugison hvetur fólk til að kíkja á hátíðina. Bæði fólkið og sveitarfélögin séu æðisleg og gott að vera fyrir vestan. Fólk geti þarna prófað eitthvað nýtt.
Lífið Menning Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“