Danir dæmdir fyrir mannréttindabrot 12. janúar 2006 20:00 Danskur herforingi og fjórir danskir hermenn voru í dag fundnir sekir um að hafa brotið mannréttindi við yfirheyrslur á föngum í Írak í fyrra. Refsingu yfir þeim var hins vegar frestað, þar sem þeir höfðu ekki fengið nægilega skýr fyrirmæli um hvað væri leyfilegt við yfirheyrslur. Annemette Hommel, höfuðsmaður í danska hernum, sem hér sést ganga að héraðsdómi Kaupmannahafnar í dag, var fundin sek um að hafa, ásamt fjórum undirmönnum sínum, gerst sek um að niðurlægja fangana með ýmsu móti. Bæði hefðu þau notað um þá niðrandi orð og látið þá krjúpa í óþægilegum stellingum í langan tíma. Hins vegar voru þau sýknuð af nokkrum öðrum ákærum, meðal annars að hafa neitað föngum um vatn. "Ég er mjög glöð og hamingjusöm með þá hluta málsins þar sem ég var sýknuð," sagði Hommel eftir að dómurinn var fallinn. "Mér finnst dómstóllinn hafa beitt óþarflega mikilli hörku í hinum þáttum málsins. Það get ég ekki sætt mig við. Ég mun óska eftir þvví við Hæstarétt að hann taki málið upp og við lögmaður minn höfum ákveðið að mæla með því við Hæstarétt að ég verði sýknuð. Það er ekkert ákveðið enn sem komið er." Atburðirnir áttu sér stað í danskri herstöð í borginni Basra í suðurhluta Íraks í mars á síðasta ári. Þar sem Hommel hafði ekki fengið skýr fyrirmæli um hvað mætti og hvað mætti ekki við yfirheyrslurnar, var ekki kveðin upp refsing yfir sakborningunum. sagði í dómnum að Hommel hefði ítrekað beðið um að fá slík fyrirmæli, en án árangurs. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku, enda er um að ræða fyrsta dómsmálið sem tengist dönskum hermönnum í Írak, síðan ráðist var inn í landið í mars árið 2003. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Danskur herforingi og fjórir danskir hermenn voru í dag fundnir sekir um að hafa brotið mannréttindi við yfirheyrslur á föngum í Írak í fyrra. Refsingu yfir þeim var hins vegar frestað, þar sem þeir höfðu ekki fengið nægilega skýr fyrirmæli um hvað væri leyfilegt við yfirheyrslur. Annemette Hommel, höfuðsmaður í danska hernum, sem hér sést ganga að héraðsdómi Kaupmannahafnar í dag, var fundin sek um að hafa, ásamt fjórum undirmönnum sínum, gerst sek um að niðurlægja fangana með ýmsu móti. Bæði hefðu þau notað um þá niðrandi orð og látið þá krjúpa í óþægilegum stellingum í langan tíma. Hins vegar voru þau sýknuð af nokkrum öðrum ákærum, meðal annars að hafa neitað föngum um vatn. "Ég er mjög glöð og hamingjusöm með þá hluta málsins þar sem ég var sýknuð," sagði Hommel eftir að dómurinn var fallinn. "Mér finnst dómstóllinn hafa beitt óþarflega mikilli hörku í hinum þáttum málsins. Það get ég ekki sætt mig við. Ég mun óska eftir þvví við Hæstarétt að hann taki málið upp og við lögmaður minn höfum ákveðið að mæla með því við Hæstarétt að ég verði sýknuð. Það er ekkert ákveðið enn sem komið er." Atburðirnir áttu sér stað í danskri herstöð í borginni Basra í suðurhluta Íraks í mars á síðasta ári. Þar sem Hommel hafði ekki fengið skýr fyrirmæli um hvað mætti og hvað mætti ekki við yfirheyrslurnar, var ekki kveðin upp refsing yfir sakborningunum. sagði í dómnum að Hommel hefði ítrekað beðið um að fá slík fyrirmæli, en án árangurs. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku, enda er um að ræða fyrsta dómsmálið sem tengist dönskum hermönnum í Írak, síðan ráðist var inn í landið í mars árið 2003.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira