Á leið til Bandaríkjanna með Rockstar: Supernova 30. desember 2006 11:00 Magni Fer til Bandaríkjanna um miðjan janúar og verður með hljómsveitinni Rock Star: Supernova í sex vikur. „Ég fer út um miðjan janúar og ferðast um með hljómsveitinni Rock Star: Supernova í sex til sjö vikur,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson. Eins og greint var frá um miðjan október var Magna ásamt Toby, Dílönu og húshljómsveitinni víðfrægu ýtt út af borðinu vegna launamála en samningar hafa náðst að nýju. „Ég er ekki að fara „meika“ það og hef ekkert sérstakt upp úr þessu. Ég er hins vegar viss um að hver einasti maður sem kann að glamra á kassagítar myndi ekki slá hendinni á móti svona tilboði,“ svarar Magni aðspurður hvort nú bíði hans ekki bara gull og grænir skógar útí hinum stóra heimi. Hljómsveitin fer til allra stærstu borga í Norður-Ameríku, kemur við í Kanada og herlegheitiunum lýkur svo í Los Angeles þar sem þættirnir voru einmitt teknir upp og stjarna Magna reis sem hæst. Söngvarinn hefur ferðast um landið með hljómsveit sinni Á móti Sól en hann segir þessar tónleikaferðir ekki samanburðahæfar. Rock Star Bassaleikarinn Jason Newsted slasaðist skömmu fyrir ferðina og hefur Johnny Colt verið fenginn í hans stað„Þetta er svolítið öðruvísi en að troða upp í Hreðavatnsskála, bæði verður rútan mun flottari og svo erum við að spila á tónleikastöðum sem hýsa tugi þúsundir áhorfenda,“ segir Magni í gríni. Rock Star:Supernova hefur ráðið til sín nýjan bassaleikara eftir að Jason Newsted slasaðist rétt áður en tónleikaferðin átti að hefjast. Sá heitir Johnny Colt og spilaði áður með bandarísku rokkhljómsveitinni Black Crowes og að sögn Magna þykir hann víst ögn hressari en forveri hans Newsted sem löngum hefur haft orð á sér fyrir að vera hálfgerður fýlupúki. Magni ætlar hins vegar ekki að kveðja landið þegjandi og hljóðlaust því Á móti Sól stendur fyrir stórdansleik á Broadway í kvöld. Söngkonan Dilana hyggst troða upp með sveitinni en Magni upplýsir að hljómsveitin sé farinn í óformlegt frí um óákveðin tíma. „Hljómsveitir hætta ekki, þær taka sér bara smá pásu,“ segir Magni. Rock Star Supernova Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég fer út um miðjan janúar og ferðast um með hljómsveitinni Rock Star: Supernova í sex til sjö vikur,“ segir söngvarinn Magni Ásgeirsson. Eins og greint var frá um miðjan október var Magna ásamt Toby, Dílönu og húshljómsveitinni víðfrægu ýtt út af borðinu vegna launamála en samningar hafa náðst að nýju. „Ég er ekki að fara „meika“ það og hef ekkert sérstakt upp úr þessu. Ég er hins vegar viss um að hver einasti maður sem kann að glamra á kassagítar myndi ekki slá hendinni á móti svona tilboði,“ svarar Magni aðspurður hvort nú bíði hans ekki bara gull og grænir skógar útí hinum stóra heimi. Hljómsveitin fer til allra stærstu borga í Norður-Ameríku, kemur við í Kanada og herlegheitiunum lýkur svo í Los Angeles þar sem þættirnir voru einmitt teknir upp og stjarna Magna reis sem hæst. Söngvarinn hefur ferðast um landið með hljómsveit sinni Á móti Sól en hann segir þessar tónleikaferðir ekki samanburðahæfar. Rock Star Bassaleikarinn Jason Newsted slasaðist skömmu fyrir ferðina og hefur Johnny Colt verið fenginn í hans stað„Þetta er svolítið öðruvísi en að troða upp í Hreðavatnsskála, bæði verður rútan mun flottari og svo erum við að spila á tónleikastöðum sem hýsa tugi þúsundir áhorfenda,“ segir Magni í gríni. Rock Star:Supernova hefur ráðið til sín nýjan bassaleikara eftir að Jason Newsted slasaðist rétt áður en tónleikaferðin átti að hefjast. Sá heitir Johnny Colt og spilaði áður með bandarísku rokkhljómsveitinni Black Crowes og að sögn Magna þykir hann víst ögn hressari en forveri hans Newsted sem löngum hefur haft orð á sér fyrir að vera hálfgerður fýlupúki. Magni ætlar hins vegar ekki að kveðja landið þegjandi og hljóðlaust því Á móti Sól stendur fyrir stórdansleik á Broadway í kvöld. Söngkonan Dilana hyggst troða upp með sveitinni en Magni upplýsir að hljómsveitin sé farinn í óformlegt frí um óákveðin tíma. „Hljómsveitir hætta ekki, þær taka sér bara smá pásu,“ segir Magni.
Rock Star Supernova Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira