Fjórfaldur Sveinn í kvöld 29. desember 2006 09:30 Jan Mayen. Fulltrúar Reykjavíkur á keflvísku rokksveitaballi í Stúdentakjallaranum í kvöld. MYND/Valli Tónleikarnir Hreinn JólaSveinn fara fram í Stúdentakjallaranum í kvöld. Þar verður bassaleikarinn Sveinn Helgi Halldórsson í nokkru aðalhlutverki því hann leikur með öllum fjórum hljómsveitunum sem fram koma. Sveinn er bassaleikari ekki óþekktari sveita en Ælu, Jan Mayen, Rými og Tokyo Megaplex. Hann verður því nokkuð fastur á sviðinu allt kvöldið. „Ætli við þurfum ekki að taka einhverjar pásur til að stilla upp, en annars verð ég eiginlega samfleytt á sviðinu,“ sagði hann. Hugmyndin er ekki runnin undan rifjum Sveins, heldur félaga hans. „Þeir voru að mana mig út í þetta og ég hugsaði bara af hverju ekki? Þetta er bara gaman,“ sagði hann. Tónleikarnir áttu upphaflega að bera heitið Hreinn Sveinn, en fyrst þá bar upp á jólahátíðina var nafninu breytt í skyndi og stefnir Sveinn á að skarta jólasveinabúningi á sviðinu. Hann átti reyndar enn þá eftir að útvega búninginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær en kvaðst vona að það hefðist. „Þetta verður svona eins og Bubbatónleikarnir, þarna eru hljómsveitir sem hafa verið hættar eða í pásu,“ sagði Sveinn, en Æla og Jan Mayen hafa þó verið virkar undanfarin ár eins og flestir vita. „Hjálmar voru líka að hætta svo Tokyo ætti að geta haldið áfram,“ sagði Sveinn. Hann sagði tónleikana vera hálfgert sveitaball. „Það eru flestir úr Keflavík, en svo er Jan Mayen þarna líka, þeir eru algjör borgarbörn,“ sagði hann sposkur, og mælti með tónleikunum fyrir þá Reykvíkinga sem vilja prófa keflvískt rokksveitaball. Tónleikarnir hefjast klukkan tíu í kvöld og kostar fimm hundruð krónur inn. Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónleikarnir Hreinn JólaSveinn fara fram í Stúdentakjallaranum í kvöld. Þar verður bassaleikarinn Sveinn Helgi Halldórsson í nokkru aðalhlutverki því hann leikur með öllum fjórum hljómsveitunum sem fram koma. Sveinn er bassaleikari ekki óþekktari sveita en Ælu, Jan Mayen, Rými og Tokyo Megaplex. Hann verður því nokkuð fastur á sviðinu allt kvöldið. „Ætli við þurfum ekki að taka einhverjar pásur til að stilla upp, en annars verð ég eiginlega samfleytt á sviðinu,“ sagði hann. Hugmyndin er ekki runnin undan rifjum Sveins, heldur félaga hans. „Þeir voru að mana mig út í þetta og ég hugsaði bara af hverju ekki? Þetta er bara gaman,“ sagði hann. Tónleikarnir áttu upphaflega að bera heitið Hreinn Sveinn, en fyrst þá bar upp á jólahátíðina var nafninu breytt í skyndi og stefnir Sveinn á að skarta jólasveinabúningi á sviðinu. Hann átti reyndar enn þá eftir að útvega búninginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær en kvaðst vona að það hefðist. „Þetta verður svona eins og Bubbatónleikarnir, þarna eru hljómsveitir sem hafa verið hættar eða í pásu,“ sagði Sveinn, en Æla og Jan Mayen hafa þó verið virkar undanfarin ár eins og flestir vita. „Hjálmar voru líka að hætta svo Tokyo ætti að geta haldið áfram,“ sagði Sveinn. Hann sagði tónleikana vera hálfgert sveitaball. „Það eru flestir úr Keflavík, en svo er Jan Mayen þarna líka, þeir eru algjör borgarbörn,“ sagði hann sposkur, og mælti með tónleikunum fyrir þá Reykvíkinga sem vilja prófa keflvískt rokksveitaball. Tónleikarnir hefjast klukkan tíu í kvöld og kostar fimm hundruð krónur inn.
Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“