Sögur af konum - Ein stjarna 28. desember 2006 12:30 Vandaður flutningur á slöku efni Eru Selma og Hansa poppstjörnur? Selma var það vissulega. Báðar eru þær kraftmiklar söngkonur, ráða við blæbrigði í túlkun, geta auðveldlega tekist á við flutninginn í flóknum línum, falla ágætlega saman í tvísöng. Það safn sem hér er á ferðinni er sett saman á svipuðum nótum og diskur Ásgerðar Júníusdóttur fyrir fáum árum: lög kvenna við ljóð kvenna. Ekki slæm endurtekning á góðri hugmynd. En eru konur í bransanum nægilega margar til að geta komið saman þokkalegu og markverðu lagasafni? Hér eru vanar konur eins og Ingibjörg Þorbergs og Ragnhildur Gísladóttir. Anna Halldórsdóttir og Hera, Védís og Móeiður, Margrét Örnólfsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir, og svo þær sjálfar, Selma á hér tvö lög og Hansa eitt. Ljóðin eru nær öll unnin af mikilli fátækt og er þeim er stillt upp við stakt ljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur skilur langt, langt á milli. Það erufáar athyglisverðar laglínur hér á bæ. Og enn færri orð er best að hafa um þann samsetning sem þær stöllur kjósa að taka sér í munn - með fullri virðingu fyrir þeim ágætu konum sem þarna hafa lagt hönd á plóg. Góðar söngkonur vantaði efni eftir konur: nú þá er til dæmis bara að fletta ljóðabókunum finna spennandi ljóð og ráða tónlistarkonur af öllum sviðum bransans til að takast á við þrautina. Þar með er tryggt að efnið, söngtextinn, er alla vega fyrsta flokks - úrvalið meira en hér er sett á disk. Þetta safn verður heldur ósannfærandi - sökum þess að hvorki lög né ljóð eru burðug. Því bjargar ekki fagmannlegur flutningur né snoturt útlit. Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Eru Selma og Hansa poppstjörnur? Selma var það vissulega. Báðar eru þær kraftmiklar söngkonur, ráða við blæbrigði í túlkun, geta auðveldlega tekist á við flutninginn í flóknum línum, falla ágætlega saman í tvísöng. Það safn sem hér er á ferðinni er sett saman á svipuðum nótum og diskur Ásgerðar Júníusdóttur fyrir fáum árum: lög kvenna við ljóð kvenna. Ekki slæm endurtekning á góðri hugmynd. En eru konur í bransanum nægilega margar til að geta komið saman þokkalegu og markverðu lagasafni? Hér eru vanar konur eins og Ingibjörg Þorbergs og Ragnhildur Gísladóttir. Anna Halldórsdóttir og Hera, Védís og Móeiður, Margrét Örnólfsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir, og svo þær sjálfar, Selma á hér tvö lög og Hansa eitt. Ljóðin eru nær öll unnin af mikilli fátækt og er þeim er stillt upp við stakt ljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur skilur langt, langt á milli. Það erufáar athyglisverðar laglínur hér á bæ. Og enn færri orð er best að hafa um þann samsetning sem þær stöllur kjósa að taka sér í munn - með fullri virðingu fyrir þeim ágætu konum sem þarna hafa lagt hönd á plóg. Góðar söngkonur vantaði efni eftir konur: nú þá er til dæmis bara að fletta ljóðabókunum finna spennandi ljóð og ráða tónlistarkonur af öllum sviðum bransans til að takast á við þrautina. Þar með er tryggt að efnið, söngtextinn, er alla vega fyrsta flokks - úrvalið meira en hér er sett á disk. Þetta safn verður heldur ósannfærandi - sökum þess að hvorki lög né ljóð eru burðug. Því bjargar ekki fagmannlegur flutningur né snoturt útlit. Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“