Breytt staða varna Íslands líka úrlausnarefni NATO 30. nóvember 2006 06:45 Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt starfsbræðrum sínum frá Póllandi og Bretlandi, þeim Jaroslaw Kaczynski og Tony Blair, í Ríga í gær. MYND/AP Leiðtogar hinna 26 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins strengdu þess heit í lok tveggja daga fundar síns í Ríga í Lettlandi í gær að standa sína pligt í Afganistan, þrátt fyrir vaxandi mannfall í átökum þar og neitun sumra NATO-ríkja um að leggja til hermenn í hættulegustu verkefnin. Geir H. Haarde forsætisráðherra benti í ræðu sinni á fundinum á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið. Því myndi ríkisstjórn Íslands óska eftir því að málið yrði sem fyrst tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu. Leiðtogarnir lýstu því yfir að 25 þúsund manna viðbragðssveitir bandalagsins væru komnar á laggirnar eftir fjögurra ára undirbúning, en þeim er ætlað að standa í fylkingarbrjósti nútímavædds herafla NATO. Þá var Serbíu - sjö og hálfu ári eftir loftárásir NATO á landið - ásamt grannríkjunum Makedoníu og Svartfjallalandi boðin þátttaka í aðildarundirbúningsáætlun bandalagsins. „Við staðfestum óbifandi stöðugleika bandalags okkar og lýsum því yfir að [NATO-herliðið í Afganistan] búi yfir þeim mannafla, búnaði og sveigjanleika sem þörf krefur til að tryggja áframhaldandi árangursríka framkvæmd verkefnisins,“ segir í lokaályktun leiðtoganna. Af þessu tilefni greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra frá því að íslensk stjórnvöld myndu auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess sem staðið yrði að flugfrakt í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega uppfærslu NATO sagði Geir að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu bandalagsins til að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á kjarnatilgangi samstarfsins, það er sameiginlegum vörnum byggðum á gagnkvæmum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi benti Geir á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu innan bandalagsins að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið, „enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti,“ að því er haft er eftir Geir í fréttatilkynningu. Geir sagði að íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál, en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu á næstu vikum. Norður-Atlantshafsráðið er æðsta stofnun NATO. Erlent Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Leiðtogar hinna 26 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins strengdu þess heit í lok tveggja daga fundar síns í Ríga í Lettlandi í gær að standa sína pligt í Afganistan, þrátt fyrir vaxandi mannfall í átökum þar og neitun sumra NATO-ríkja um að leggja til hermenn í hættulegustu verkefnin. Geir H. Haarde forsætisráðherra benti í ræðu sinni á fundinum á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið. Því myndi ríkisstjórn Íslands óska eftir því að málið yrði sem fyrst tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu. Leiðtogarnir lýstu því yfir að 25 þúsund manna viðbragðssveitir bandalagsins væru komnar á laggirnar eftir fjögurra ára undirbúning, en þeim er ætlað að standa í fylkingarbrjósti nútímavædds herafla NATO. Þá var Serbíu - sjö og hálfu ári eftir loftárásir NATO á landið - ásamt grannríkjunum Makedoníu og Svartfjallalandi boðin þátttaka í aðildarundirbúningsáætlun bandalagsins. „Við staðfestum óbifandi stöðugleika bandalags okkar og lýsum því yfir að [NATO-herliðið í Afganistan] búi yfir þeim mannafla, búnaði og sveigjanleika sem þörf krefur til að tryggja áframhaldandi árangursríka framkvæmd verkefnisins,“ segir í lokaályktun leiðtoganna. Af þessu tilefni greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra frá því að íslensk stjórnvöld myndu auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess sem staðið yrði að flugfrakt í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega uppfærslu NATO sagði Geir að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu bandalagsins til að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á kjarnatilgangi samstarfsins, það er sameiginlegum vörnum byggðum á gagnkvæmum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi benti Geir á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu innan bandalagsins að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið, „enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti,“ að því er haft er eftir Geir í fréttatilkynningu. Geir sagði að íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál, en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu á næstu vikum. Norður-Atlantshafsráðið er æðsta stofnun NATO.
Erlent Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira