Gerðu barnaplötu sem lokaverkefni 16. nóvember 2006 10:45 haraldur freyr Halli er að gefa út sína aðra barnaplötu. Áður gaf hann út plötuna Hallilúja. Félagarnir Halli og Heiðar úr rokksveitinni Botnleðju hafa gefið út barnaplötuna Pollapönk. Þetta er fyrsta barnaplatan sem þeir gera í sameiningu en áður hafði Halli gefið út plötuna Hallilúja þar sem hann naut aðstoðar ýmissa tónlistarmanna, þar á meðal Heiðars. Að sögn Halla var platan hluti af lokaverkefni þeirra félaga við Kennaraháskóla Íslands en þaðan útskrifuðust þeir sem leikskólakennarar í vor. „Við tókum þetta eins og hvert annað verkefni. Við hittumst á morgnana og byrjuðum að semja lög sem við fullunnum svo í framhaldinu,“ segir Halli. Þeir félagar voru í hálft ár að vinna plötuna, auk þess sem þeir skiluðu líka inn skýrslu um barnamenningu á Íslandi. „Við tengdum þessa plötu bæði námskeiðinu sem við vorum í og því sem við höfðum lært í skólanum. Þetta var ótrúlega skemmtileg reynsla. Við erum vanir að búa til lög á æfingum allir saman, spilandi á bassa, trommu og gítar í bölvuðum hávaða en fyrir þessa plötu vorum við bara saman með kassagítarinn. Þetta var alveg ný reynsla.“ Raggi, bassaleikari Botnleðju, spilar jafnframt á bassa á plötunni og má því segja að Botnleðja eigi þarna ákveðna endurkomu. „Botnleðja hefur legið í dvala eins og björn í híði og safnað forða. Við ætlum að byrja æfa bráðum og semja plötu og gera eitthvað skrítið,“ segir Halli. Menning Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Félagarnir Halli og Heiðar úr rokksveitinni Botnleðju hafa gefið út barnaplötuna Pollapönk. Þetta er fyrsta barnaplatan sem þeir gera í sameiningu en áður hafði Halli gefið út plötuna Hallilúja þar sem hann naut aðstoðar ýmissa tónlistarmanna, þar á meðal Heiðars. Að sögn Halla var platan hluti af lokaverkefni þeirra félaga við Kennaraháskóla Íslands en þaðan útskrifuðust þeir sem leikskólakennarar í vor. „Við tókum þetta eins og hvert annað verkefni. Við hittumst á morgnana og byrjuðum að semja lög sem við fullunnum svo í framhaldinu,“ segir Halli. Þeir félagar voru í hálft ár að vinna plötuna, auk þess sem þeir skiluðu líka inn skýrslu um barnamenningu á Íslandi. „Við tengdum þessa plötu bæði námskeiðinu sem við vorum í og því sem við höfðum lært í skólanum. Þetta var ótrúlega skemmtileg reynsla. Við erum vanir að búa til lög á æfingum allir saman, spilandi á bassa, trommu og gítar í bölvuðum hávaða en fyrir þessa plötu vorum við bara saman með kassagítarinn. Þetta var alveg ný reynsla.“ Raggi, bassaleikari Botnleðju, spilar jafnframt á bassa á plötunni og má því segja að Botnleðja eigi þarna ákveðna endurkomu. „Botnleðja hefur legið í dvala eins og björn í híði og safnað forða. Við ætlum að byrja æfa bráðum og semja plötu og gera eitthvað skrítið,“ segir Halli.
Menning Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira