Sjötíu prósent vilja frekari takmarkanir á dvalarleyfum 10. nóvember 2006 03:30 Mikill meirihluti, eða 73,1 prósent telur að takmarka þurfi frekar veitingu dvalarleyfa til útlendinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudaginn. 26,9 prósent telja að þess þurfi ekki. Þá segir þriðjungur, eða 32,9 prósent, að fjöldi útlendinga á Íslandi sé mikið vandamál hér á landi. Tveir þriðju svarenda telja hins vegar að vandamálið sé lítið eða ekkert. Minnsti hópurinn, eða 23,6 prósent, telur að fjöldinn sé ekkert vandamál. 43,6 prósent telja vandamálið lítið. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist viss um að umræða síðustu daga hafi villt fólki sýn. „Ég held að ef fólk lítur í kringum sig þá sé líklegt að fáir komi auga á mikil vandamál," segir Einar. „Til dæmis hefur komið fram að hlutfallslega eru íslenskir ríkisborgarar líklegri til að fremja afbrot en erlendir ríkisborgarar." Varðandi dvalarleyfin segist Einar telja að almennt skorti fólki þekkingu á fyrirkomulagi á veitingu slíkra leyfa. „Ég velti því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hversu mörgum er hafnað. Eins og umræðan hefur verið síðustu daga má álykta að allir fái leyfi en það er ekki þannig. Hundruðum umsækjenda hefur verið hafnað á síðustu mánuðum, þá aðallega fólki sem kemur frá löndum utan EES-svæðisins." Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur segir niðurstöðuna kannski sýna að fólki finnist nóg um fjölda útlendinga á Íslandi. „Það er erfiðara að túlka hvað fólk vill að verði gert," segir Birgir. „Það getur verið að fólk hafi áhyggjur af því að fjöldi útlendinga breyti þjóðinni eða þeim fylgi glæpir. Þetta sé ógn og spilling erlendis frá sem leggist á þjóðarlíkamann og spilli honum." Hann segir þó erfitt að segja til um hve hræðslan vegi þar mikið. Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Mikill meirihluti, eða 73,1 prósent telur að takmarka þurfi frekar veitingu dvalarleyfa til útlendinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudaginn. 26,9 prósent telja að þess þurfi ekki. Þá segir þriðjungur, eða 32,9 prósent, að fjöldi útlendinga á Íslandi sé mikið vandamál hér á landi. Tveir þriðju svarenda telja hins vegar að vandamálið sé lítið eða ekkert. Minnsti hópurinn, eða 23,6 prósent, telur að fjöldinn sé ekkert vandamál. 43,6 prósent telja vandamálið lítið. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist viss um að umræða síðustu daga hafi villt fólki sýn. „Ég held að ef fólk lítur í kringum sig þá sé líklegt að fáir komi auga á mikil vandamál," segir Einar. „Til dæmis hefur komið fram að hlutfallslega eru íslenskir ríkisborgarar líklegri til að fremja afbrot en erlendir ríkisborgarar." Varðandi dvalarleyfin segist Einar telja að almennt skorti fólki þekkingu á fyrirkomulagi á veitingu slíkra leyfa. „Ég velti því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hversu mörgum er hafnað. Eins og umræðan hefur verið síðustu daga má álykta að allir fái leyfi en það er ekki þannig. Hundruðum umsækjenda hefur verið hafnað á síðustu mánuðum, þá aðallega fólki sem kemur frá löndum utan EES-svæðisins." Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur segir niðurstöðuna kannski sýna að fólki finnist nóg um fjölda útlendinga á Íslandi. „Það er erfiðara að túlka hvað fólk vill að verði gert," segir Birgir. „Það getur verið að fólk hafi áhyggjur af því að fjöldi útlendinga breyti þjóðinni eða þeim fylgi glæpir. Þetta sé ógn og spilling erlendis frá sem leggist á þjóðarlíkamann og spilli honum." Hann segir þó erfitt að segja til um hve hræðslan vegi þar mikið.
Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira