Stefna Frjálslyndra í málum innflytjenda vekur ugg 6. nóvember 2006 00:01 Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir það hafa verið alvarleg mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að fallast á frjálst flæði vinnuafls frá ríkjum Evrópusambandsins í Austur-Evrópu, fyrr á árinu. „Frjálslyndi flokkurinn setti fram það sjónarmið að íslenskt samfélag væri ekki tilbúið til þess að taka móti öllum þeim fjölda af útlendingum, sem hingað kæmi þegar gefið var grænt ljós á frjálst flæði vinnuafls, 1. maí á þessu ári. Það hefur komið á daginn, að þessu flæði hafa fylgt margvísleg vandamál sem við erum ekki tilbúin að takast á við." Þrátt fyrir að atvinnuleysi hér á landi hafi verið í lágmarki undanfarin misseri, og útlendingar sem hingað koma að stærstum hluta með fasta vinnu, segir Magnús Þór vandamál hafa skapast. „Það hefði miklu frekar átt að nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það er töluvert af fólki sem á erfitt með að fá vinnu hér á landi, til dæmis fólk yfir fimmtugu og fólk sem býr við örorku. Auk þess hefði takmörkun á flæðinu haft þensluminnkandi áhrif, og ekki veitir af því. Við Íslendingar þurfum að ræða það hvernig þjóðfélag við viljum skapa og hvort þróunin í málefnum innflytjenda sé æskileg." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir málflutning Magnús Þórs vera hræðsluáróður. „Magnús Þór byggir málflutning sinn á hræðsluáróðri sem ekki er til þess fallinn að beina umræðu um innflytjendamál í réttan farveg. Kjarni málsins er sá, að þegar atvinnuástand er gott, eins og það er og hefur verið, þá koma útlendingar hingað til lands að vinna. Ef atvinnuástandið versnar þá koma útlendingar síður. Íslenskt samfélag er orðið háð vinnuframlagi útlendinga, það er staðreynd sem mér finnst eðlilegt að fái meira vægi í umræðunni. Tal Magnúsar Þórs, um að hröð fjölgun útlendinga hér á landi sé að skapa umtalsverðan vanda, er ábyrgðarlaus hræðsluáróður." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það vera stefnubreytingu ef Frjálslyndi flokkurinn ætli sér að feta inn á þá braut sem Magnús Þór boðar í innflytjendamálum. „Hingað til hafa ekki verið stjórnmálaflokkar hér á landi sem styðja við harðar aðgerðir gegn innflytjendum. Í nágrannalöndum okkar eru flokkar sem setja fyrirvara við innflutning útlendinga, og þeim gengur sumum þokkalega. Hugsanlega er því hægt að efla fylgi lítilla flokka með stefnubreytingu í þessa átt." Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Sjá meira
Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir það hafa verið alvarleg mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að fallast á frjálst flæði vinnuafls frá ríkjum Evrópusambandsins í Austur-Evrópu, fyrr á árinu. „Frjálslyndi flokkurinn setti fram það sjónarmið að íslenskt samfélag væri ekki tilbúið til þess að taka móti öllum þeim fjölda af útlendingum, sem hingað kæmi þegar gefið var grænt ljós á frjálst flæði vinnuafls, 1. maí á þessu ári. Það hefur komið á daginn, að þessu flæði hafa fylgt margvísleg vandamál sem við erum ekki tilbúin að takast á við." Þrátt fyrir að atvinnuleysi hér á landi hafi verið í lágmarki undanfarin misseri, og útlendingar sem hingað koma að stærstum hluta með fasta vinnu, segir Magnús Þór vandamál hafa skapast. „Það hefði miklu frekar átt að nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það er töluvert af fólki sem á erfitt með að fá vinnu hér á landi, til dæmis fólk yfir fimmtugu og fólk sem býr við örorku. Auk þess hefði takmörkun á flæðinu haft þensluminnkandi áhrif, og ekki veitir af því. Við Íslendingar þurfum að ræða það hvernig þjóðfélag við viljum skapa og hvort þróunin í málefnum innflytjenda sé æskileg." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir málflutning Magnús Þórs vera hræðsluáróður. „Magnús Þór byggir málflutning sinn á hræðsluáróðri sem ekki er til þess fallinn að beina umræðu um innflytjendamál í réttan farveg. Kjarni málsins er sá, að þegar atvinnuástand er gott, eins og það er og hefur verið, þá koma útlendingar hingað til lands að vinna. Ef atvinnuástandið versnar þá koma útlendingar síður. Íslenskt samfélag er orðið háð vinnuframlagi útlendinga, það er staðreynd sem mér finnst eðlilegt að fái meira vægi í umræðunni. Tal Magnúsar Þórs, um að hröð fjölgun útlendinga hér á landi sé að skapa umtalsverðan vanda, er ábyrgðarlaus hræðsluáróður." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það vera stefnubreytingu ef Frjálslyndi flokkurinn ætli sér að feta inn á þá braut sem Magnús Þór boðar í innflytjendamálum. „Hingað til hafa ekki verið stjórnmálaflokkar hér á landi sem styðja við harðar aðgerðir gegn innflytjendum. Í nágrannalöndum okkar eru flokkar sem setja fyrirvara við innflutning útlendinga, og þeim gengur sumum þokkalega. Hugsanlega er því hægt að efla fylgi lítilla flokka með stefnubreytingu í þessa átt."
Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Sjá meira