Segja fjárveitinguna ekki eftirlitslausa 5. nóvember 2006 08:15 Sveinn Hlífar Skúlason „Það er alls ekki rétt að ríkið sé að greiða dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir þjónustu sem það veit ekki hver er. Það er skýrt getið um það hvaða þjónustu á að veita á heimilum," segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um ummæli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, fyrrum hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, í Fréttablaðinu í gær. Þar segir Dagbjört að ríkið leggi fimmtán milljarða króna í hendur stjórnenda dvalar- og hjúkrunarheimila hérlendis án þess að vita hvernig þeir eru nýttir og aldraðir fái því oft minni þjónustu en þeim ber. Engir þjónustusamningar hafi verið gerðir um hvernig fénu skuli varið og stjórnendur geti farið með fé að vild. Siv segir þetta alrangt. Bæði hafi landlæknir eftirlit með því að þjónustan sem greitt er fyrir sé veitt og einnig sé í gildi ákveðið gæðaeftirlitskerfi sem greitt er eftir. Aðspurð hvort þjónustusamningar við dvalar- og hjúkrunarheimili séu í undirbúningi segir hún að svo sé ekki. „Við höfum ekki verið að undirbúa nýja þjónustusamninga. Við erum að einbeita okkur að endurskoðun gæðaeftirlitskerfisins og erum einnig að endurskoða stefnumótun í þjónustu aldraðra." Sveinn Hlífar Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir rangt að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, fái ekki þá þjónustu sem þeir þarfnast. „Þetta snýst um lífsgæði. Við viljum að einstaklingar séu sem lengst inni á herbergjum svo þeir geti notið þess lífs sem er á dvalarheimilunum, þó þeir séu metnir í hjúkrun. Ég fullyrði að þjónustan hjá Hrafnistuheimilum hefur verið mjög góð, að mér vitandi hefur aldrei verið kvartað yfir henni." Varðandi eftirlit með fjárveitingum ríkisins segir Sveinn að Hrafnista hafi aldrei staðið á móti þjónustusamningum. „Við sendum heilbrigðisráðuneytinu reglulega skýrslur um allan rekstur, fjölda heimilismanna, tekjur og gjöld. Einnig ganga allir reikningar og uppgjör til ríkisendurskoðanda. Við höfum óskað eftir þjónustusamningum en ríkið hefur ekki viljað verða við því, svarið er að núverandi eftirlit nægi." Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
„Það er alls ekki rétt að ríkið sé að greiða dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir þjónustu sem það veit ekki hver er. Það er skýrt getið um það hvaða þjónustu á að veita á heimilum," segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um ummæli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, fyrrum hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, í Fréttablaðinu í gær. Þar segir Dagbjört að ríkið leggi fimmtán milljarða króna í hendur stjórnenda dvalar- og hjúkrunarheimila hérlendis án þess að vita hvernig þeir eru nýttir og aldraðir fái því oft minni þjónustu en þeim ber. Engir þjónustusamningar hafi verið gerðir um hvernig fénu skuli varið og stjórnendur geti farið með fé að vild. Siv segir þetta alrangt. Bæði hafi landlæknir eftirlit með því að þjónustan sem greitt er fyrir sé veitt og einnig sé í gildi ákveðið gæðaeftirlitskerfi sem greitt er eftir. Aðspurð hvort þjónustusamningar við dvalar- og hjúkrunarheimili séu í undirbúningi segir hún að svo sé ekki. „Við höfum ekki verið að undirbúa nýja þjónustusamninga. Við erum að einbeita okkur að endurskoðun gæðaeftirlitskerfisins og erum einnig að endurskoða stefnumótun í þjónustu aldraðra." Sveinn Hlífar Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir rangt að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, fái ekki þá þjónustu sem þeir þarfnast. „Þetta snýst um lífsgæði. Við viljum að einstaklingar séu sem lengst inni á herbergjum svo þeir geti notið þess lífs sem er á dvalarheimilunum, þó þeir séu metnir í hjúkrun. Ég fullyrði að þjónustan hjá Hrafnistuheimilum hefur verið mjög góð, að mér vitandi hefur aldrei verið kvartað yfir henni." Varðandi eftirlit með fjárveitingum ríkisins segir Sveinn að Hrafnista hafi aldrei staðið á móti þjónustusamningum. „Við sendum heilbrigðisráðuneytinu reglulega skýrslur um allan rekstur, fjölda heimilismanna, tekjur og gjöld. Einnig ganga allir reikningar og uppgjör til ríkisendurskoðanda. Við höfum óskað eftir þjónustusamningum en ríkið hefur ekki viljað verða við því, svarið er að núverandi eftirlit nægi."
Innlent Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira