Heitt og erótískt en ekki klám 5. nóvember 2006 12:00 Birgir Örn Steinarsson gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu, Id. Nýtt erótískt tónlistarmyndband við lagið Drug of Choice af nýjustu plötu Birgis Arnar Steinarssonar, Id, er komið í spilun. Birgir sjálfur er í aðalhlutverki í myndbandinu ásamt vinkonu sinni. Sjást þau m.a. kyssast djúpum kossum og snerta hvort annað á kynæsandi hátt og þykir myndbandið nokkuð opinskátt. „Textinn fjallar um skyndikynni og hvað það að stunda slíkt rífur mann niður andlega. Okkur fannst við þurfa að fara alla leið með myndbandið. Þetta er saga um konu sem tælir mann og bindur hann í vef sem hann kemst ekki út úr. Það endar á því að ég fer inn í líkama hennar og þá breytist ég í marga litla sæðis-Bigga,“ segir Birgir Örn, sem er búsettur í London. Leikstjóri myndbandsins er Hlynur Magnússon sem gerði myndband við lag Maus, Liquid Substance, sem vakti töluverða athygli á sínum tíma þar sem beinagrindur voru í aðalhlutverki. Einnig hefur hann tekið upp fyrir hljómsveitina Sometime. Er Hlynur búsettur í Los Angeles um þessar mundir þar sem hann stundar kvikmyndanám. Birgir segist ekki eiga von á því að myndbandið verði bannað á MTV, enda sjáist ekkert í því nema fólk að kyssast og knúsast. „Ég hef verið við hliðina á fólki sem hefur horft á myndbandið og það hefur bara roðnað. Það er einu viðbrögðin sem maður getur óskað eftir. Mín fjölskylda er öll búin að sjá þetta og allir sem eru viðriðnir myndbandið. Við erum öll sátt enda var þetta allt gert með þema lagsins í huga. Þetta er ekkert klámfengið en vissulega heitt og erótískt.“ Myndbandið er væntanlegt í spilun hér á landi innan tíðar. Einnig er m.a. hægt að sjá það á kvikmynd.is, á heimasíðu Youtube og á síðu Bigga, myspace.com/bigital. Menning Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Nýtt erótískt tónlistarmyndband við lagið Drug of Choice af nýjustu plötu Birgis Arnar Steinarssonar, Id, er komið í spilun. Birgir sjálfur er í aðalhlutverki í myndbandinu ásamt vinkonu sinni. Sjást þau m.a. kyssast djúpum kossum og snerta hvort annað á kynæsandi hátt og þykir myndbandið nokkuð opinskátt. „Textinn fjallar um skyndikynni og hvað það að stunda slíkt rífur mann niður andlega. Okkur fannst við þurfa að fara alla leið með myndbandið. Þetta er saga um konu sem tælir mann og bindur hann í vef sem hann kemst ekki út úr. Það endar á því að ég fer inn í líkama hennar og þá breytist ég í marga litla sæðis-Bigga,“ segir Birgir Örn, sem er búsettur í London. Leikstjóri myndbandsins er Hlynur Magnússon sem gerði myndband við lag Maus, Liquid Substance, sem vakti töluverða athygli á sínum tíma þar sem beinagrindur voru í aðalhlutverki. Einnig hefur hann tekið upp fyrir hljómsveitina Sometime. Er Hlynur búsettur í Los Angeles um þessar mundir þar sem hann stundar kvikmyndanám. Birgir segist ekki eiga von á því að myndbandið verði bannað á MTV, enda sjáist ekkert í því nema fólk að kyssast og knúsast. „Ég hef verið við hliðina á fólki sem hefur horft á myndbandið og það hefur bara roðnað. Það er einu viðbrögðin sem maður getur óskað eftir. Mín fjölskylda er öll búin að sjá þetta og allir sem eru viðriðnir myndbandið. Við erum öll sátt enda var þetta allt gert með þema lagsins í huga. Þetta er ekkert klámfengið en vissulega heitt og erótískt.“ Myndbandið er væntanlegt í spilun hér á landi innan tíðar. Einnig er m.a. hægt að sjá það á kvikmynd.is, á heimasíðu Youtube og á síðu Bigga, myspace.com/bigital.
Menning Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira