Óvissa þegar dómur fellur 4. nóvember 2006 08:15 Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var ætlað að sætta sundraða þjóð. Tilgangurinn var að afhjúpa glæpi einræðisherrans í löglegum réttarhöldum til þess að Írakar gætu horfst í augu við fortíð sína. Í framhaldi af því gætu þeir haldið áfram uppbyggingarstarfi sínu, og verið samtaka. Núna, þegar dómur er í vændum níu mánuðum eftir að fyrstu réttarhöldin hófust, bendir þó fátt til þess að þau göfugu áform rætist. Þvert á móti spá margir því að dómurinn, ekki síst ef niðurstaðan verður dauðadómur, geti leyst úr læðingi enn eina ofbeldishrinuna í landinu, þar sem lítið lát hefur verið á átökum allt frá því Bandaríkjaher réðst inn í landið ásamt bandamönnum sínum í mars árið 2003. „Ofbeldi og manndráp munu aukast og Saddam verður að þjóðardýrlingi í augum súnnía," sagði Ibrahim Khalid, rúmlega fimmtugur súnní-arabi frá Bagdad, þar sem margir styðja enn einræðisherrann, sem steypt var af stóli. Á hinn bóginn ættu margir sjía-múslimar afar erfitt með að sjá Saddam sleppa við dauðadóm. Í síðasta mánuði sagðist forsætisráðherra landsins, Nouri al-Maliki, sem sjálfur er sjía-múslimi, reikna fastlega með því að "þessi glæpsamlegi harðstjóri verði tekinn af lífi" og fylgismenn hans missi þá móðinn og láti af uppreisn sinni. Fyrstu réttarhöldin yfir Saddam Hussein og sjö félögum hans hófust 19. október á síðasta ári. Þau réttarhöld snúast um fjöldamorð á um það bil 150 sjía-múslimum í þorpinu Dujail, sem framin voru skömmu eftir að Saddam Hussein var sýnt banatilræði árið 1982. Önnur réttarhöld yfir Saddam hófust í ágúst síðastliðnum, en þar er hann sakaður um þjóðarmorð á kúrdum. Búist er við að fleiri réttarhöld séu í vændum, en á hinn bóginn er óljóst hvort þeim verður haldið áfram ef Saddam hlýtur dauðadóm á morgun. Erlent Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var ætlað að sætta sundraða þjóð. Tilgangurinn var að afhjúpa glæpi einræðisherrans í löglegum réttarhöldum til þess að Írakar gætu horfst í augu við fortíð sína. Í framhaldi af því gætu þeir haldið áfram uppbyggingarstarfi sínu, og verið samtaka. Núna, þegar dómur er í vændum níu mánuðum eftir að fyrstu réttarhöldin hófust, bendir þó fátt til þess að þau göfugu áform rætist. Þvert á móti spá margir því að dómurinn, ekki síst ef niðurstaðan verður dauðadómur, geti leyst úr læðingi enn eina ofbeldishrinuna í landinu, þar sem lítið lát hefur verið á átökum allt frá því Bandaríkjaher réðst inn í landið ásamt bandamönnum sínum í mars árið 2003. „Ofbeldi og manndráp munu aukast og Saddam verður að þjóðardýrlingi í augum súnnía," sagði Ibrahim Khalid, rúmlega fimmtugur súnní-arabi frá Bagdad, þar sem margir styðja enn einræðisherrann, sem steypt var af stóli. Á hinn bóginn ættu margir sjía-múslimar afar erfitt með að sjá Saddam sleppa við dauðadóm. Í síðasta mánuði sagðist forsætisráðherra landsins, Nouri al-Maliki, sem sjálfur er sjía-múslimi, reikna fastlega með því að "þessi glæpsamlegi harðstjóri verði tekinn af lífi" og fylgismenn hans missi þá móðinn og láti af uppreisn sinni. Fyrstu réttarhöldin yfir Saddam Hussein og sjö félögum hans hófust 19. október á síðasta ári. Þau réttarhöld snúast um fjöldamorð á um það bil 150 sjía-múslimum í þorpinu Dujail, sem framin voru skömmu eftir að Saddam Hussein var sýnt banatilræði árið 1982. Önnur réttarhöld yfir Saddam hófust í ágúst síðastliðnum, en þar er hann sakaður um þjóðarmorð á kúrdum. Búist er við að fleiri réttarhöld séu í vændum, en á hinn bóginn er óljóst hvort þeim verður haldið áfram ef Saddam hlýtur dauðadóm á morgun.
Erlent Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira