Sissel syngur jólin inn á Íslandi í ár 4. nóvember 2006 10:30 Sissel Kyrkjebø syngur jólin inn fyrir milljónir Evrópubúa frá Hallgrímskirkju. Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar. Tónleikarnir, sem heita European Divas, koma í staðinn fyrir árlega tónleika íslensku Frostrósanna en þær troðfylltu Höllina í fyrra. Reikna má með að Kyrkjebø njóti fulltingis annarra evrópskra söngkvenna. Það er útgáfufyrirtækið Frost sem stendur að þessum glæsilegu tónleikum en ekki var hægt að fá upplýsingar hjá fyrirtækinu og var vísað til blaðamannafundar sem væntanlega verður haldinn á mánudaginn. Sissel Kyrkjebø kom hingað til lands fyrir tæpu ári og hélt rómaða tónleika í Háskólabíói þar sem færri komust að en vildu. Í kjölfarið gaf hún út plötuna Nordisk Vinternatt þar sem norska dívan söng meðal annars Sofðu unga ástin mín eftir Jóhann Sigurjónsson á íslensku og verður fróðlegt að sjá hvort Kyrkjebø taki íslenskt jólalag upp á sína arma. Hallgrímskirkja verður jafnframt lögð undir sérstaka sjónvarpsútsendingu sem send verður út til tíu Evrópulanda og verður ekki selt inn á þá tónleika, en þarna verður um að ræða einn stærsta sjónvarpsviðburð sem Íslendingar hafa lagt í. Sissel mun því syngja inn jólin fyrir milljónir Evrópubúa frá Íslandi og þykir þetta vera einstök kynning fyrir bæði Reykjavík og landið sjálft. Menning Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Norska óperusöngkonan Sissel Kyrkjebø verður ein af þeim fimm söngkonum sem koma fram á jólatónleikum í Laugardalshöll þann fimmta desember samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sissel er einhver skærasta stjarna sígildrar tónlistar og nýtur mikilla vinsælda hér á landi þá ekki síst jólaplötur hennar. Tónleikarnir, sem heita European Divas, koma í staðinn fyrir árlega tónleika íslensku Frostrósanna en þær troðfylltu Höllina í fyrra. Reikna má með að Kyrkjebø njóti fulltingis annarra evrópskra söngkvenna. Það er útgáfufyrirtækið Frost sem stendur að þessum glæsilegu tónleikum en ekki var hægt að fá upplýsingar hjá fyrirtækinu og var vísað til blaðamannafundar sem væntanlega verður haldinn á mánudaginn. Sissel Kyrkjebø kom hingað til lands fyrir tæpu ári og hélt rómaða tónleika í Háskólabíói þar sem færri komust að en vildu. Í kjölfarið gaf hún út plötuna Nordisk Vinternatt þar sem norska dívan söng meðal annars Sofðu unga ástin mín eftir Jóhann Sigurjónsson á íslensku og verður fróðlegt að sjá hvort Kyrkjebø taki íslenskt jólalag upp á sína arma. Hallgrímskirkja verður jafnframt lögð undir sérstaka sjónvarpsútsendingu sem send verður út til tíu Evrópulanda og verður ekki selt inn á þá tónleika, en þarna verður um að ræða einn stærsta sjónvarpsviðburð sem Íslendingar hafa lagt í. Sissel mun því syngja inn jólin fyrir milljónir Evrópubúa frá Íslandi og þykir þetta vera einstök kynning fyrir bæði Reykjavík og landið sjálft.
Menning Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira