Ólíklegt að reyni á ríkisábyrgð 2. nóvember 2006 07:15 Guðmundur Bjarnason framkvæmdastjóri íbúðalánasjóðs Segist mjög sáttur við niðurstöðu úttektar Ríkisendurskoðunar á Íbúðalánasjóð. MYND/E.ól Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir þær kröfur sem fjármálaeftirlitið setur á stofnunina og skilgreindar eru í reglugerð, í fyrirsjáanlegri framtíð og þar af leiðandi ólíklegt að reyna muni á ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðsins. Þetta kemur fram í hluta stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á sjóðnum sem félagsmálanefnd Alþingis óskaði eftir í júlí árið 2005 í ljósi mjög breyttra aðstæðna á fjármálamarkaði. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, er sáttur við þessa niðurstöðu og segir hana sýna að fjárhagur sjóðsins sé í góðu jafnvægi. Niðurstöðurnar byggja á þeirri forsendu að sjóðurinn geti ávallt endurlánað eða endurfjárfest, með tiltekinni vaxtaviðbót, það fjármagn sem kemur til vegna uppgreiðslna útlána hjá sjóðnum. Tekið er fram að um afgerandi forsendu sé að ræða og erfitt að meta líkur á að hún standist. Guðmundur segir vissulega alltaf hægt að reka varnagla. "Okkar skuldir eru í ríkistryggðum bréfum og þar af leiðandi með bestu hugsanlegu kjörum. Og ef við þurfum að endurfjárfesta þá bendir allt til þess að við getum fjárfest á betri kjörum, bæði með endurlánum og með því að leita annarra fjárfestingakosta. Og þó svo að sjóðurinn myndi hætta útlánum og þyrfti að borga kröfur sem á honum hvíla þá eru eignir meiri en skuldir og því engin hætta á að ábyrgðir falli á ríkissjóð." Innlent Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir þær kröfur sem fjármálaeftirlitið setur á stofnunina og skilgreindar eru í reglugerð, í fyrirsjáanlegri framtíð og þar af leiðandi ólíklegt að reyna muni á ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðsins. Þetta kemur fram í hluta stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á sjóðnum sem félagsmálanefnd Alþingis óskaði eftir í júlí árið 2005 í ljósi mjög breyttra aðstæðna á fjármálamarkaði. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, er sáttur við þessa niðurstöðu og segir hana sýna að fjárhagur sjóðsins sé í góðu jafnvægi. Niðurstöðurnar byggja á þeirri forsendu að sjóðurinn geti ávallt endurlánað eða endurfjárfest, með tiltekinni vaxtaviðbót, það fjármagn sem kemur til vegna uppgreiðslna útlána hjá sjóðnum. Tekið er fram að um afgerandi forsendu sé að ræða og erfitt að meta líkur á að hún standist. Guðmundur segir vissulega alltaf hægt að reka varnagla. "Okkar skuldir eru í ríkistryggðum bréfum og þar af leiðandi með bestu hugsanlegu kjörum. Og ef við þurfum að endurfjárfesta þá bendir allt til þess að við getum fjárfest á betri kjörum, bæði með endurlánum og með því að leita annarra fjárfestingakosta. Og þó svo að sjóðurinn myndi hætta útlánum og þyrfti að borga kröfur sem á honum hvíla þá eru eignir meiri en skuldir og því engin hætta á að ábyrgðir falli á ríkissjóð."
Innlent Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira