Þorvaldur ekki með í Eurovision 25. október 2006 00:01 Magni söng lagið Sæmi rokk í fyrra og útilokar ekki þátttöku ef rétta lagið berst. Ríkissjónvarpið auglýsir nú eftir lögum í undankeppni Eurovision. Þekktir lagahöfundar og tónlistarmenn vega og meta hvort þeir eigi að vera með. Hinn sigursæli Eurovision-höfundur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson ætlar ekki að taka þátt í keppninni í ár en nýverið auglýsti RÚV eftir lögum fyrir undankeppni Eurovision og rennur umsóknarfresturinn út 16. nóvember. Þorvaldur lá yfir mixi fyrir nýju Todmobile-plötuna þegar Fréttablaðið náði tali af honum og sagði lagahöfundurinn að nú væri nóg komið. "Ég hef þrisvar verið með lag auk þess að framleiða nokkur önnur, svo verður líka erfitt að toppa Silvíu Nóttar-ævintýrið," segir Þorvaldur. Eurovision-lagahöfundurinn Hallgrímur Óskarsson var ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann hygðist senda lag inn en hann samdi einmitt sigurlag Birgittu Haukdal árið 2003, Open Your Heart. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þegar nokkrir tónlistarmenn búnir að taka upp svokölluð „demo" og sagði einn heimildarmaður blaðsins að einhverjir af Airwaves-tónlistarhátíðinni hefðu tekið upp lagasmíðar sem hugsaðar væru fyrir keppnina og áhugi þeirra á Eurovision hefði kviknað eftir allt fárið í kringum Silvíu Nótt. Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Magni Ásgeirsson ætli að taka þátt í keppninni en söngvarinn vildi ekki gefa neitt upp í þeim efnum. "Þetta er nú það síðasta sem ég er að hugsa um þessa dagana en ef mér býðst rétta lagið þá er aldrei að vita," segir Magni en hann tók þátt í undankeppninni í fyrra með lagið um Sæma rokk. Magni hefur verið á faraldsfæti að undanförnu og var á leiðinni til Kanada þar sem hann spilar með Josh og Dilönu á tónleikum. Þá eru þeir í Á móti sól að klára nýja plötu og á næstu dögum verður væntanlega tilkynnt um stórtónleika með honum Dilönu, Toby, Storm og hinni frábæru húshljómsveit þáttanna Rock Star: Supernova. Rock Star Supernova Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ríkissjónvarpið auglýsir nú eftir lögum í undankeppni Eurovision. Þekktir lagahöfundar og tónlistarmenn vega og meta hvort þeir eigi að vera með. Hinn sigursæli Eurovision-höfundur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson ætlar ekki að taka þátt í keppninni í ár en nýverið auglýsti RÚV eftir lögum fyrir undankeppni Eurovision og rennur umsóknarfresturinn út 16. nóvember. Þorvaldur lá yfir mixi fyrir nýju Todmobile-plötuna þegar Fréttablaðið náði tali af honum og sagði lagahöfundurinn að nú væri nóg komið. "Ég hef þrisvar verið með lag auk þess að framleiða nokkur önnur, svo verður líka erfitt að toppa Silvíu Nóttar-ævintýrið," segir Þorvaldur. Eurovision-lagahöfundurinn Hallgrímur Óskarsson var ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann hygðist senda lag inn en hann samdi einmitt sigurlag Birgittu Haukdal árið 2003, Open Your Heart. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þegar nokkrir tónlistarmenn búnir að taka upp svokölluð „demo" og sagði einn heimildarmaður blaðsins að einhverjir af Airwaves-tónlistarhátíðinni hefðu tekið upp lagasmíðar sem hugsaðar væru fyrir keppnina og áhugi þeirra á Eurovision hefði kviknað eftir allt fárið í kringum Silvíu Nótt. Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Magni Ásgeirsson ætli að taka þátt í keppninni en söngvarinn vildi ekki gefa neitt upp í þeim efnum. "Þetta er nú það síðasta sem ég er að hugsa um þessa dagana en ef mér býðst rétta lagið þá er aldrei að vita," segir Magni en hann tók þátt í undankeppninni í fyrra með lagið um Sæma rokk. Magni hefur verið á faraldsfæti að undanförnu og var á leiðinni til Kanada þar sem hann spilar með Josh og Dilönu á tónleikum. Þá eru þeir í Á móti sól að klára nýja plötu og á næstu dögum verður væntanlega tilkynnt um stórtónleika með honum Dilönu, Toby, Storm og hinni frábæru húshljómsveit þáttanna Rock Star: Supernova.
Rock Star Supernova Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira