Þorvaldur ekki með í Eurovision 25. október 2006 00:01 Magni söng lagið Sæmi rokk í fyrra og útilokar ekki þátttöku ef rétta lagið berst. Ríkissjónvarpið auglýsir nú eftir lögum í undankeppni Eurovision. Þekktir lagahöfundar og tónlistarmenn vega og meta hvort þeir eigi að vera með. Hinn sigursæli Eurovision-höfundur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson ætlar ekki að taka þátt í keppninni í ár en nýverið auglýsti RÚV eftir lögum fyrir undankeppni Eurovision og rennur umsóknarfresturinn út 16. nóvember. Þorvaldur lá yfir mixi fyrir nýju Todmobile-plötuna þegar Fréttablaðið náði tali af honum og sagði lagahöfundurinn að nú væri nóg komið. "Ég hef þrisvar verið með lag auk þess að framleiða nokkur önnur, svo verður líka erfitt að toppa Silvíu Nóttar-ævintýrið," segir Þorvaldur. Eurovision-lagahöfundurinn Hallgrímur Óskarsson var ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann hygðist senda lag inn en hann samdi einmitt sigurlag Birgittu Haukdal árið 2003, Open Your Heart. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þegar nokkrir tónlistarmenn búnir að taka upp svokölluð „demo" og sagði einn heimildarmaður blaðsins að einhverjir af Airwaves-tónlistarhátíðinni hefðu tekið upp lagasmíðar sem hugsaðar væru fyrir keppnina og áhugi þeirra á Eurovision hefði kviknað eftir allt fárið í kringum Silvíu Nótt. Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Magni Ásgeirsson ætli að taka þátt í keppninni en söngvarinn vildi ekki gefa neitt upp í þeim efnum. "Þetta er nú það síðasta sem ég er að hugsa um þessa dagana en ef mér býðst rétta lagið þá er aldrei að vita," segir Magni en hann tók þátt í undankeppninni í fyrra með lagið um Sæma rokk. Magni hefur verið á faraldsfæti að undanförnu og var á leiðinni til Kanada þar sem hann spilar með Josh og Dilönu á tónleikum. Þá eru þeir í Á móti sól að klára nýja plötu og á næstu dögum verður væntanlega tilkynnt um stórtónleika með honum Dilönu, Toby, Storm og hinni frábæru húshljómsveit þáttanna Rock Star: Supernova. Rock Star Supernova Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ríkissjónvarpið auglýsir nú eftir lögum í undankeppni Eurovision. Þekktir lagahöfundar og tónlistarmenn vega og meta hvort þeir eigi að vera með. Hinn sigursæli Eurovision-höfundur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson ætlar ekki að taka þátt í keppninni í ár en nýverið auglýsti RÚV eftir lögum fyrir undankeppni Eurovision og rennur umsóknarfresturinn út 16. nóvember. Þorvaldur lá yfir mixi fyrir nýju Todmobile-plötuna þegar Fréttablaðið náði tali af honum og sagði lagahöfundurinn að nú væri nóg komið. "Ég hef þrisvar verið með lag auk þess að framleiða nokkur önnur, svo verður líka erfitt að toppa Silvíu Nóttar-ævintýrið," segir Þorvaldur. Eurovision-lagahöfundurinn Hallgrímur Óskarsson var ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann hygðist senda lag inn en hann samdi einmitt sigurlag Birgittu Haukdal árið 2003, Open Your Heart. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þegar nokkrir tónlistarmenn búnir að taka upp svokölluð „demo" og sagði einn heimildarmaður blaðsins að einhverjir af Airwaves-tónlistarhátíðinni hefðu tekið upp lagasmíðar sem hugsaðar væru fyrir keppnina og áhugi þeirra á Eurovision hefði kviknað eftir allt fárið í kringum Silvíu Nótt. Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Magni Ásgeirsson ætli að taka þátt í keppninni en söngvarinn vildi ekki gefa neitt upp í þeim efnum. "Þetta er nú það síðasta sem ég er að hugsa um þessa dagana en ef mér býðst rétta lagið þá er aldrei að vita," segir Magni en hann tók þátt í undankeppninni í fyrra með lagið um Sæma rokk. Magni hefur verið á faraldsfæti að undanförnu og var á leiðinni til Kanada þar sem hann spilar með Josh og Dilönu á tónleikum. Þá eru þeir í Á móti sól að klára nýja plötu og á næstu dögum verður væntanlega tilkynnt um stórtónleika með honum Dilönu, Toby, Storm og hinni frábæru húshljómsveit þáttanna Rock Star: Supernova.
Rock Star Supernova Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira