Sálfræðiaðstoðin farin að skila sér 22. október 2006 15:00 fagnaði yfir sig Shevchenko skoraði langþráð mark fyrir Chelsea í gær og sleppti fram af sér beislinu í fagnaðarlátunum með þeim afleiðingum að hann fékk gult spjald fyrir vikið MYND/nordicphotos/getty images Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur glímt við markaþurrð síðan hann var keyptur til enska liðsins Chelsea frá AC Milan á Ítalíu. Fyrir leik liðsins gegn Portsmouth í gær hafði hann aðeins náð að skora eitt mark fyrir félagið eftir að hafa verið margfaldur markakóngur í ítölsku deildinni. Brugðið var á það ráð að leita sálfræðiaðstoðar fyrir Shevchenko og sú aðstoð er strax farin að skila sér því hann skoraði fyrra mark Chelsea í 2-1 sigri á Portsmouth í gær. Fyrir leikinn hafði Portsmouth aðeins fengið á sig samtals þrjú mörk en tvö bættust við í gær. Leikurinn var markalaus þangað til á 55. mínútu þegar Shevchenko náði að brjóta ísinn. Greinilegt var að þungu fargi var af honum létt með þessu marki og fagnaði hann gífurlega. Hann fagnaði reyndar það mikið að hann fékk á endanum gult spjald fyrir það. Tveimur mínútum eftir þetta mark skoraði síðan þýski miðjumaðurinn Michael Ballack eftir að Didier Drogba skallaði boltanum til hans. Portsmouth náði að minnka muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir en það mark kom gegn gangi leiksins þar sem Chelsea hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. „Þetta var erfiður leikur. Portsmouth er gott lið og við vorum lékum mjög erfiðan leik á miðvikudaginn. David James átti frábæran dag í markinu hjá þeim og kom í veg fyrir það að við næðum að drepa leikinn,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea eftir leikinn. Fimm leikir voru í deildinni í gær og óvæntustu úrslitin voru hjá Wigan sem burstaði Manchester City 4-0. Emile Heskey kom Wigan yfir eftir rétt rúma mínútu og slökkti þar með í City strax í byrjun. Innan við þremur mínútum síðar kom næsta mark. „Með því að lenda tveimur mörkum undir eftir fjórar mínútur var okkar möguleiki eiginlega strax horfinn. Við lékum einfaldlega hræðilega í þessum leik,“ sagði Stuart Pearce, stjóri City. Þetta var kærkominn sigur fyrir Wigan sem hafði ekki náð að landa þremur stigum í sex leikjum fyrir þennan. Everton er enn ósigrað á heimavelli eftir 2-0 sigur á Sheffield United en gestirnir léku einum færri stærstan hluta leiksins eftir að Claude Davis fékk umdeilt rautt spjald. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Watford en Heiðar Helguson þurfti hins vegar að horfa á sína menn í Fulham frá varamannabekknum. Þeir gerðu jafntefli gegn Aston Villa 1-1 en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Sjá meira
Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur glímt við markaþurrð síðan hann var keyptur til enska liðsins Chelsea frá AC Milan á Ítalíu. Fyrir leik liðsins gegn Portsmouth í gær hafði hann aðeins náð að skora eitt mark fyrir félagið eftir að hafa verið margfaldur markakóngur í ítölsku deildinni. Brugðið var á það ráð að leita sálfræðiaðstoðar fyrir Shevchenko og sú aðstoð er strax farin að skila sér því hann skoraði fyrra mark Chelsea í 2-1 sigri á Portsmouth í gær. Fyrir leikinn hafði Portsmouth aðeins fengið á sig samtals þrjú mörk en tvö bættust við í gær. Leikurinn var markalaus þangað til á 55. mínútu þegar Shevchenko náði að brjóta ísinn. Greinilegt var að þungu fargi var af honum létt með þessu marki og fagnaði hann gífurlega. Hann fagnaði reyndar það mikið að hann fékk á endanum gult spjald fyrir það. Tveimur mínútum eftir þetta mark skoraði síðan þýski miðjumaðurinn Michael Ballack eftir að Didier Drogba skallaði boltanum til hans. Portsmouth náði að minnka muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir en það mark kom gegn gangi leiksins þar sem Chelsea hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. „Þetta var erfiður leikur. Portsmouth er gott lið og við vorum lékum mjög erfiðan leik á miðvikudaginn. David James átti frábæran dag í markinu hjá þeim og kom í veg fyrir það að við næðum að drepa leikinn,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea eftir leikinn. Fimm leikir voru í deildinni í gær og óvæntustu úrslitin voru hjá Wigan sem burstaði Manchester City 4-0. Emile Heskey kom Wigan yfir eftir rétt rúma mínútu og slökkti þar með í City strax í byrjun. Innan við þremur mínútum síðar kom næsta mark. „Með því að lenda tveimur mörkum undir eftir fjórar mínútur var okkar möguleiki eiginlega strax horfinn. Við lékum einfaldlega hræðilega í þessum leik,“ sagði Stuart Pearce, stjóri City. Þetta var kærkominn sigur fyrir Wigan sem hafði ekki náð að landa þremur stigum í sex leikjum fyrir þennan. Everton er enn ósigrað á heimavelli eftir 2-0 sigur á Sheffield United en gestirnir léku einum færri stærstan hluta leiksins eftir að Claude Davis fékk umdeilt rautt spjald. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Watford en Heiðar Helguson þurfti hins vegar að horfa á sína menn í Fulham frá varamannabekknum. Þeir gerðu jafntefli gegn Aston Villa 1-1 en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.
Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Sjá meira