Sálfræðiaðstoðin farin að skila sér 22. október 2006 15:00 fagnaði yfir sig Shevchenko skoraði langþráð mark fyrir Chelsea í gær og sleppti fram af sér beislinu í fagnaðarlátunum með þeim afleiðingum að hann fékk gult spjald fyrir vikið MYND/nordicphotos/getty images Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur glímt við markaþurrð síðan hann var keyptur til enska liðsins Chelsea frá AC Milan á Ítalíu. Fyrir leik liðsins gegn Portsmouth í gær hafði hann aðeins náð að skora eitt mark fyrir félagið eftir að hafa verið margfaldur markakóngur í ítölsku deildinni. Brugðið var á það ráð að leita sálfræðiaðstoðar fyrir Shevchenko og sú aðstoð er strax farin að skila sér því hann skoraði fyrra mark Chelsea í 2-1 sigri á Portsmouth í gær. Fyrir leikinn hafði Portsmouth aðeins fengið á sig samtals þrjú mörk en tvö bættust við í gær. Leikurinn var markalaus þangað til á 55. mínútu þegar Shevchenko náði að brjóta ísinn. Greinilegt var að þungu fargi var af honum létt með þessu marki og fagnaði hann gífurlega. Hann fagnaði reyndar það mikið að hann fékk á endanum gult spjald fyrir það. Tveimur mínútum eftir þetta mark skoraði síðan þýski miðjumaðurinn Michael Ballack eftir að Didier Drogba skallaði boltanum til hans. Portsmouth náði að minnka muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir en það mark kom gegn gangi leiksins þar sem Chelsea hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. „Þetta var erfiður leikur. Portsmouth er gott lið og við vorum lékum mjög erfiðan leik á miðvikudaginn. David James átti frábæran dag í markinu hjá þeim og kom í veg fyrir það að við næðum að drepa leikinn,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea eftir leikinn. Fimm leikir voru í deildinni í gær og óvæntustu úrslitin voru hjá Wigan sem burstaði Manchester City 4-0. Emile Heskey kom Wigan yfir eftir rétt rúma mínútu og slökkti þar með í City strax í byrjun. Innan við þremur mínútum síðar kom næsta mark. „Með því að lenda tveimur mörkum undir eftir fjórar mínútur var okkar möguleiki eiginlega strax horfinn. Við lékum einfaldlega hræðilega í þessum leik,“ sagði Stuart Pearce, stjóri City. Þetta var kærkominn sigur fyrir Wigan sem hafði ekki náð að landa þremur stigum í sex leikjum fyrir þennan. Everton er enn ósigrað á heimavelli eftir 2-0 sigur á Sheffield United en gestirnir léku einum færri stærstan hluta leiksins eftir að Claude Davis fékk umdeilt rautt spjald. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Watford en Heiðar Helguson þurfti hins vegar að horfa á sína menn í Fulham frá varamannabekknum. Þeir gerðu jafntefli gegn Aston Villa 1-1 en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Íþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Sjá meira
Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur glímt við markaþurrð síðan hann var keyptur til enska liðsins Chelsea frá AC Milan á Ítalíu. Fyrir leik liðsins gegn Portsmouth í gær hafði hann aðeins náð að skora eitt mark fyrir félagið eftir að hafa verið margfaldur markakóngur í ítölsku deildinni. Brugðið var á það ráð að leita sálfræðiaðstoðar fyrir Shevchenko og sú aðstoð er strax farin að skila sér því hann skoraði fyrra mark Chelsea í 2-1 sigri á Portsmouth í gær. Fyrir leikinn hafði Portsmouth aðeins fengið á sig samtals þrjú mörk en tvö bættust við í gær. Leikurinn var markalaus þangað til á 55. mínútu þegar Shevchenko náði að brjóta ísinn. Greinilegt var að þungu fargi var af honum létt með þessu marki og fagnaði hann gífurlega. Hann fagnaði reyndar það mikið að hann fékk á endanum gult spjald fyrir það. Tveimur mínútum eftir þetta mark skoraði síðan þýski miðjumaðurinn Michael Ballack eftir að Didier Drogba skallaði boltanum til hans. Portsmouth náði að minnka muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir en það mark kom gegn gangi leiksins þar sem Chelsea hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. „Þetta var erfiður leikur. Portsmouth er gott lið og við vorum lékum mjög erfiðan leik á miðvikudaginn. David James átti frábæran dag í markinu hjá þeim og kom í veg fyrir það að við næðum að drepa leikinn,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea eftir leikinn. Fimm leikir voru í deildinni í gær og óvæntustu úrslitin voru hjá Wigan sem burstaði Manchester City 4-0. Emile Heskey kom Wigan yfir eftir rétt rúma mínútu og slökkti þar með í City strax í byrjun. Innan við þremur mínútum síðar kom næsta mark. „Með því að lenda tveimur mörkum undir eftir fjórar mínútur var okkar möguleiki eiginlega strax horfinn. Við lékum einfaldlega hræðilega í þessum leik,“ sagði Stuart Pearce, stjóri City. Þetta var kærkominn sigur fyrir Wigan sem hafði ekki náð að landa þremur stigum í sex leikjum fyrir þennan. Everton er enn ósigrað á heimavelli eftir 2-0 sigur á Sheffield United en gestirnir léku einum færri stærstan hluta leiksins eftir að Claude Davis fékk umdeilt rautt spjald. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Watford en Heiðar Helguson þurfti hins vegar að horfa á sína menn í Fulham frá varamannabekknum. Þeir gerðu jafntefli gegn Aston Villa 1-1 en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.
Íþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Sjá meira