Melódískt orgelpopp 20. október 2006 10:30 Mates of State Bring it Back Niðurstaða: Hjónakornin í Mates of State halda áfram að fóðra okkur á melódísku indí-poppi sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik. Ágæt plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda. Mates of State er ein af þeim sveitum sem koma fram á Airwaves-hátíðinni í ár. Bring it Back er fjórða platan hennar, en sveitin var stofnuð af þeim Kori Gardner, söngkonu og hljómborðsleikara, og Jason Hammel, söngvara og trommuleikara, í Kansas árið 1997. Þau giftu sig árið 2001. Bring it Back er gefin út af gæðafyrirtækinu Moshi Moshi og er fyrsta platan þeirra sem er gefin út í Evrópu, en fyrri plöturnar hafa bara verið fáanlegar þar innfluttar í takmörkuðu upplagi. Tónlist Mates of State er indí-popp sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik, en þeim tekst samt að fá fyllingu í hljóminn, m.a. með notkun aukahljóðfæra. Samsöngur þeirra Kori og Jasons er líka einkennandi. Tónlistin er melódísk og krúttleg, en með dimmum undirtóni. Það er hægt að greina áhrif frá ýmsum flytjendum og stefnum úr poppsögunni (t.d. Beach Boys og orgelsveitum eins og Stereolab), en samt hafa Mates of State alveg sinn stíl. Ég veit ekki hvort eitthvert þessara laga á eftir að ná því að verða klassík, en mörg þeirra eru vel samin og skemmtileg, t.d. Like U Crazy, Beautiful Dreamer og Punchlines. Bring it Back er nokkuð fjölbreytt plata. Það hefur verið töluvert hlaðið á sum laganna til þess að fá feitari hljóm og auka fjölbreytnina. Á heildina litið er Bring it Back athyglisverð plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda. Menning Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Mates of State er ein af þeim sveitum sem koma fram á Airwaves-hátíðinni í ár. Bring it Back er fjórða platan hennar, en sveitin var stofnuð af þeim Kori Gardner, söngkonu og hljómborðsleikara, og Jason Hammel, söngvara og trommuleikara, í Kansas árið 1997. Þau giftu sig árið 2001. Bring it Back er gefin út af gæðafyrirtækinu Moshi Moshi og er fyrsta platan þeirra sem er gefin út í Evrópu, en fyrri plöturnar hafa bara verið fáanlegar þar innfluttar í takmörkuðu upplagi. Tónlist Mates of State er indí-popp sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik, en þeim tekst samt að fá fyllingu í hljóminn, m.a. með notkun aukahljóðfæra. Samsöngur þeirra Kori og Jasons er líka einkennandi. Tónlistin er melódísk og krúttleg, en með dimmum undirtóni. Það er hægt að greina áhrif frá ýmsum flytjendum og stefnum úr poppsögunni (t.d. Beach Boys og orgelsveitum eins og Stereolab), en samt hafa Mates of State alveg sinn stíl. Ég veit ekki hvort eitthvert þessara laga á eftir að ná því að verða klassík, en mörg þeirra eru vel samin og skemmtileg, t.d. Like U Crazy, Beautiful Dreamer og Punchlines. Bring it Back er nokkuð fjölbreytt plata. Það hefur verið töluvert hlaðið á sum laganna til þess að fá feitari hljóm og auka fjölbreytnina. Á heildina litið er Bring it Back athyglisverð plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda.
Menning Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira