Öryggi og frelsi í flugi 5. október 2006 06:30 Assad Kotaite Líbaninn Kotaite fór fyrir IAOC á árunum 1975-2005. MYND/vilhelm Yfirvöld í ríkjum heims ættu að halda vöku sinni gagnvart mögulegum ógnum við flugöryggi á borð við hryðjuverk, en ættu jafnframt jafnan að hafa í huga að setja ekki meiri hömlur á frelsi flugfarþega en nauðsyn krefur. Þetta segir dr. Assad Kotaite, sem í 30 ár var forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi Kotaite í gær fálkaorðunni fyrir heilladrjúg afskipti af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Kotaite hélt fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs í Háskóla Íslands á þriðjudag og ávarpaði Flugþing í gær. Kotaite segir að samsærið um að sprengja farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna, sem breskum yfirvöldum tókst að koma upp um fyrir skemmstu, sé áminning um þörfina á að ríki heims haldi vöku sinni gagnvart slíkum ógnum. En aðspurður segir hann erfitt að meta hvaða aðgerðir séu hæfilegar til að bregðast við slíku ef gripið er til harkalegra ráðstafana sem valda töfum og öðrum óþægindum fyrir flugfarþega koma upp ásakanir um að of langt sé gengið. Sé hins vegar ekki gripið til áþreifanlegra ráðstafana af þessu tagi og eitthvað kemur fyrir, þá koma upp ásakanir um að menn hafi sofið á verðinum. Það verður því að finna skynsamlegt jafnvægi þarna á milli, segir Kotaite og bendir á að til lengri tíma litið sé hryðjuverkahætta aðeins eitt af mörgu sem hafi áhrif á þróun farþegaflugs í heiminum. Hún breyti til dæmis engu um að spáð sé gríðarlegri aukningu í farþegaflugi á næstu árum og áratugum. Flugfarþegar voru um tveir milljarðar í heiminum á árinu 2005. Meðalvöxtur á ári er talinn verða um fimm prósent og heildarfarþegafjöldinn á ári verði þannig kominn í fjóra milljarða eftir um tvo áratugi. Þessi mikla aukning í flugi kalli á að hugað verði vel að flugöryggismálum í heild, tækniframfarir verði nýttar til að draga úr bæði útblásturs- og hljóðmengun og þannig mætti lengi telja. Starfsemi ICAO sé helguð þessum verkefnum. Að lokum vill Kotaite vekja athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd alþjóðaflugþjónustu á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bendir á að það gæti orðið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim. Erlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Yfirvöld í ríkjum heims ættu að halda vöku sinni gagnvart mögulegum ógnum við flugöryggi á borð við hryðjuverk, en ættu jafnframt jafnan að hafa í huga að setja ekki meiri hömlur á frelsi flugfarþega en nauðsyn krefur. Þetta segir dr. Assad Kotaite, sem í 30 ár var forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi Kotaite í gær fálkaorðunni fyrir heilladrjúg afskipti af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Kotaite hélt fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs í Háskóla Íslands á þriðjudag og ávarpaði Flugþing í gær. Kotaite segir að samsærið um að sprengja farþegaþotur á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna, sem breskum yfirvöldum tókst að koma upp um fyrir skemmstu, sé áminning um þörfina á að ríki heims haldi vöku sinni gagnvart slíkum ógnum. En aðspurður segir hann erfitt að meta hvaða aðgerðir séu hæfilegar til að bregðast við slíku ef gripið er til harkalegra ráðstafana sem valda töfum og öðrum óþægindum fyrir flugfarþega koma upp ásakanir um að of langt sé gengið. Sé hins vegar ekki gripið til áþreifanlegra ráðstafana af þessu tagi og eitthvað kemur fyrir, þá koma upp ásakanir um að menn hafi sofið á verðinum. Það verður því að finna skynsamlegt jafnvægi þarna á milli, segir Kotaite og bendir á að til lengri tíma litið sé hryðjuverkahætta aðeins eitt af mörgu sem hafi áhrif á þróun farþegaflugs í heiminum. Hún breyti til dæmis engu um að spáð sé gríðarlegri aukningu í farþegaflugi á næstu árum og áratugum. Flugfarþegar voru um tveir milljarðar í heiminum á árinu 2005. Meðalvöxtur á ári er talinn verða um fimm prósent og heildarfarþegafjöldinn á ári verði þannig kominn í fjóra milljarða eftir um tvo áratugi. Þessi mikla aukning í flugi kalli á að hugað verði vel að flugöryggismálum í heild, tækniframfarir verði nýttar til að draga úr bæði útblásturs- og hljóðmengun og þannig mætti lengi telja. Starfsemi ICAO sé helguð þessum verkefnum. Að lokum vill Kotaite vekja athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd alþjóðaflugþjónustu á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bendir á að það gæti orðið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim.
Erlent Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira