Alvarlegar ásakanir á Bush og stjórn hans 2. október 2006 05:30 George W. Bush Bandaríkjaforseti er undir miklu álagi þessa dagana, en í dag kemur bók blaðamannsins virta Bobs Woodward út, þar sem Bush fær afar harða útreið og er sagður lifa í afneitun varðandi ástandið í Írak. George W. Bush Bandaríkjaforseti reynir að leyna því hversu alvarlegt ástandið er orðið í Írak, segir í bókinni State of Denial, eða Ríki afneitunar, eftir virtan bandarískan blaðamann, Bob Woodward. Bókin kemur út í dag. „Uppreisnarseggirnir vita hvað þeir eru að gera, þeir þekkja hversu víðtækt ofbeldið er og hversu mikil áhrif það hefur," sagði Woodward nýlega í fréttaviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, og bætti við að bandaríska þjóðin hefði aftur á móti ekki hugmynd um hið sama. Bush og talsmenn Hvíta hússins hafa reynt að afneita upplýsingunum sem í bókinni er að finna. Sagði Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, að bókin væri líkt og „bómullarsykur" sem virðist matarmikill, en „bráðnar við snertingu". Woodward, sem starfar sem aðstoðarritstjóri Washington Post, hefur skrifað tvær aðrar bækur um Bush og stjórn hans, en hefur hingað til að mestu leyti látið vera að gagnrýna forsetann. Bækur hans hafa í raun verið taldar til skyldulesningar fyrir stuðningsmenn Bush. Þó hafa talsmenn Hvíta hússins staðfest þær fregnir sem fram koma í bókinni um að fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, sé nú einn aðalráðgjafi Bush. Woodward segir Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, hafa upplýst sig um að Kissinger, sem starfaði undir Richard Nixon og Gerald Ford forsetum meðan á Víetnamstríðinu stóð, væri orðinn afar náinn vinur Bush. „Hann er kominn aftur. Í raun er eins og Henry Kissinger sé einn af fjölskyldunni. Sé hann staddur í bænum getur hann bara hringt og ef forsetinn er laus, þá hittast þeir," sagði Woodward. Að mati Kissingers geta Bandaríkjamenn ekki yfirgefið Írak fyrr en sigur er í hönd, að sögn Woodwards. „Þetta er heillandi. Kissinger hefur endurvakið Víetnamstríðið," sagði Woodward, sem var einn tveggja blaðamanna sem komu upp um Watergate-hneykslið í tíð Nixons. Í bókinni segir jafnframt að Andrew Card, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi í tvígang reynt að fá Bush til að reka varnarmálaráðherra landsins, Donald Rumsfeld, í seinna skiptið með aðstoð Lauru, eiginkonu Bush. Umleitan þeirra bar þó ekki árangur. Bókin kemur í bókabúðir vestra í dag og gera má ráð fyrir að hún seljist afar vel. Erlent Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti reynir að leyna því hversu alvarlegt ástandið er orðið í Írak, segir í bókinni State of Denial, eða Ríki afneitunar, eftir virtan bandarískan blaðamann, Bob Woodward. Bókin kemur út í dag. „Uppreisnarseggirnir vita hvað þeir eru að gera, þeir þekkja hversu víðtækt ofbeldið er og hversu mikil áhrif það hefur," sagði Woodward nýlega í fréttaviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, og bætti við að bandaríska þjóðin hefði aftur á móti ekki hugmynd um hið sama. Bush og talsmenn Hvíta hússins hafa reynt að afneita upplýsingunum sem í bókinni er að finna. Sagði Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, að bókin væri líkt og „bómullarsykur" sem virðist matarmikill, en „bráðnar við snertingu". Woodward, sem starfar sem aðstoðarritstjóri Washington Post, hefur skrifað tvær aðrar bækur um Bush og stjórn hans, en hefur hingað til að mestu leyti látið vera að gagnrýna forsetann. Bækur hans hafa í raun verið taldar til skyldulesningar fyrir stuðningsmenn Bush. Þó hafa talsmenn Hvíta hússins staðfest þær fregnir sem fram koma í bókinni um að fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, sé nú einn aðalráðgjafi Bush. Woodward segir Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, hafa upplýst sig um að Kissinger, sem starfaði undir Richard Nixon og Gerald Ford forsetum meðan á Víetnamstríðinu stóð, væri orðinn afar náinn vinur Bush. „Hann er kominn aftur. Í raun er eins og Henry Kissinger sé einn af fjölskyldunni. Sé hann staddur í bænum getur hann bara hringt og ef forsetinn er laus, þá hittast þeir," sagði Woodward. Að mati Kissingers geta Bandaríkjamenn ekki yfirgefið Írak fyrr en sigur er í hönd, að sögn Woodwards. „Þetta er heillandi. Kissinger hefur endurvakið Víetnamstríðið," sagði Woodward, sem var einn tveggja blaðamanna sem komu upp um Watergate-hneykslið í tíð Nixons. Í bókinni segir jafnframt að Andrew Card, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi í tvígang reynt að fá Bush til að reka varnarmálaráðherra landsins, Donald Rumsfeld, í seinna skiptið með aðstoð Lauru, eiginkonu Bush. Umleitan þeirra bar þó ekki árangur. Bókin kemur í bókabúðir vestra í dag og gera má ráð fyrir að hún seljist afar vel.
Erlent Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira