Kakkalakkafaraldurshætta 23. september 2006 08:30 Pöddur í húsnæði varnarliðsins Skorkvikindi ná að grassera í fyrrum húsnæði Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ef ný stjórn svæðisins grípur ekki til viðeigandi ráðstafana. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri hjá bænum, hefur áhyggjur af því að kakkalakkar og rottur geti til dæmis borist með skólpinu inn í bæinn. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa áhyggjur af því að skorkvikindi nái að blómstra í húsnæði hersins á Keflavíkurflugvelli ef vallarsvæðið er látið eftirlitslaust lengi og meindýraeyðingu lítið sinnt. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að þetta sé stórmál. „Skorkvikindi mega ekki „grassera“ þarna eftirlitslaust. Það þurfa að koma til einhverjar aðgerðir þannig að þau breiðist ekki út,“ segir Viðar Már og telur alls kyns pöddur, kakkalakka og rottur munu lifa góðu lífi ef svæðið verði lengi „eftirlitslítið draugabæli“. Eitt ár er langur tími og á þeim tíma telur Viðar Már að kakkalakkar og önnur óværa kunni að breiðast út til Keflavíkur, til dæmis með holræsum. „Við tökum við öllu skólpi í hreinsistöðinni þannig að þetta er allt tengt hingað niður í bæinn,“ segir hann. Kakkalakkar og önnur skorkvikindi hafa lengi verið viðloðandi húsnæði Bandaríkjahers og hafa Bandaríkjamennirnir séð um þau mál sjálfir. Viðar Már segir að nú þurfi ný stjórn svæðisins að sjá til þess að svæðið fái vöktun þannig að það lendi ekki í eyði. „Vonandi kemur þetta meindýramál til skoðunar hjá nýrri stjórn.“ Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Meindýraeyðingar Suðurnesja, segir að mýs hafi alltaf verið á varnarsvæðinu og rottur í einhverjum mæli. Verra sé með kakkalakkana. „Ég myndi hafa áhyggjur af kakkalökkunum. Ef það er ekki eitrað í þessum húsum þegar herinn hættir með sína eitrun fjölgar þessum kvikindum óáreitt. Það er alveg ljóst og þarf engan sérfræðing til að sjá það,“ segir hann. Ólafur hefur áhyggjur af því að kakkalakkarnir geti borist með fólki sem ber með sér egg og skordýr út af svæðinu. „Það þarf að eitra reglulega. Eitrið er virkt í nokkra mánuði og það þarf að eitra þangað til þetta er upprætt,“ segir hann og telur kostnaðinn aðeins nema fáeinum milljónum á ári þar til vandinn sé upprættur, svo framarlega sem engir nýir kakkalakkar berist inn á svæðið. Ólafur segir að Íslendingar hafi ekkert þol gagnvart kakkalökkum og eitri alltaf strax. Kakkalakkar hafi því aldrei náð fótfestu nema á varnarsvæðinu. Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa áhyggjur af því að skorkvikindi nái að blómstra í húsnæði hersins á Keflavíkurflugvelli ef vallarsvæðið er látið eftirlitslaust lengi og meindýraeyðingu lítið sinnt. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að þetta sé stórmál. „Skorkvikindi mega ekki „grassera“ þarna eftirlitslaust. Það þurfa að koma til einhverjar aðgerðir þannig að þau breiðist ekki út,“ segir Viðar Már og telur alls kyns pöddur, kakkalakka og rottur munu lifa góðu lífi ef svæðið verði lengi „eftirlitslítið draugabæli“. Eitt ár er langur tími og á þeim tíma telur Viðar Már að kakkalakkar og önnur óværa kunni að breiðast út til Keflavíkur, til dæmis með holræsum. „Við tökum við öllu skólpi í hreinsistöðinni þannig að þetta er allt tengt hingað niður í bæinn,“ segir hann. Kakkalakkar og önnur skorkvikindi hafa lengi verið viðloðandi húsnæði Bandaríkjahers og hafa Bandaríkjamennirnir séð um þau mál sjálfir. Viðar Már segir að nú þurfi ný stjórn svæðisins að sjá til þess að svæðið fái vöktun þannig að það lendi ekki í eyði. „Vonandi kemur þetta meindýramál til skoðunar hjá nýrri stjórn.“ Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Meindýraeyðingar Suðurnesja, segir að mýs hafi alltaf verið á varnarsvæðinu og rottur í einhverjum mæli. Verra sé með kakkalakkana. „Ég myndi hafa áhyggjur af kakkalökkunum. Ef það er ekki eitrað í þessum húsum þegar herinn hættir með sína eitrun fjölgar þessum kvikindum óáreitt. Það er alveg ljóst og þarf engan sérfræðing til að sjá það,“ segir hann. Ólafur hefur áhyggjur af því að kakkalakkarnir geti borist með fólki sem ber með sér egg og skordýr út af svæðinu. „Það þarf að eitra reglulega. Eitrið er virkt í nokkra mánuði og það þarf að eitra þangað til þetta er upprætt,“ segir hann og telur kostnaðinn aðeins nema fáeinum milljónum á ári þar til vandinn sé upprættur, svo framarlega sem engir nýir kakkalakkar berist inn á svæðið. Ólafur segir að Íslendingar hafi ekkert þol gagnvart kakkalökkum og eitri alltaf strax. Kakkalakkar hafi því aldrei náð fótfestu nema á varnarsvæðinu.
Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira