Öræfi og sjálflýsandi svín 21. september 2006 07:30 „Ég fékk snemma áhuga á náttúrunni. Það var ekki síst fósturforeldrum mínum að þakka en þær voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum saman í þegar ég var barn,“ segir Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði. Þorvarður er líffræðingur og doktor í náttúruheimspeki. Hann segir þá námsblöndu hafa orðið til þegar hann starfaði sem landvörður samhliða námi. „Í starfinu dvaldi ég lengi á öræfum. Þar kynntist ég náttúruverndarsjónarmiðum og mikilvægi þess að vernda þessi stórkostlegu svæði. Síðar kynntist ég svo sið- og fagurfræðilegu hliðinni á þessu máli og þannig vafði þetta upp á sig,“ segir Þorvarður. Helstu rannsóknir hans hafa snúið að verndun villtrar náttúru en hann hefur einnig látið siðferðilegar spurningar á sviði líftækni sig varða. Í gær hélt hann fyrirlestur, ásamt dr. Einari Mäntylä plöntusameindaerfðafræðingi, sem bar yfirskriftina: Má bjóða þér sjálflýsandi svín. „Við fjölluðum um erfðabreytt matvæli. Sú fæða hefur sína kosti og galla. Þeir bjartsýnustu telja að líftækni muni leysa fæðuvanda heimsins. Aftur á móti eru uppi töluverðar efasemdir um þessi mál, til að mynda hvort erfðabreytt matvæli séu jafn holl og önnur og hvaða áhrif ræktun þeirra geti haft á náttúruna. Ég veit að það eru margir möguleikar í þessu en engu að síður vil ég að það sé farið að öllu með gát,“ segir Þorvarður, sem notar einnig tækifærið til að benda á að lítil þekking sé til um þessi mál og því tilvalið fyrir efnilega nemendur að kanna þau, einkum siðferðilegu hliðina. Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Ég fékk snemma áhuga á náttúrunni. Það var ekki síst fósturforeldrum mínum að þakka en þær voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum saman í þegar ég var barn,“ segir Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði. Þorvarður er líffræðingur og doktor í náttúruheimspeki. Hann segir þá námsblöndu hafa orðið til þegar hann starfaði sem landvörður samhliða námi. „Í starfinu dvaldi ég lengi á öræfum. Þar kynntist ég náttúruverndarsjónarmiðum og mikilvægi þess að vernda þessi stórkostlegu svæði. Síðar kynntist ég svo sið- og fagurfræðilegu hliðinni á þessu máli og þannig vafði þetta upp á sig,“ segir Þorvarður. Helstu rannsóknir hans hafa snúið að verndun villtrar náttúru en hann hefur einnig látið siðferðilegar spurningar á sviði líftækni sig varða. Í gær hélt hann fyrirlestur, ásamt dr. Einari Mäntylä plöntusameindaerfðafræðingi, sem bar yfirskriftina: Má bjóða þér sjálflýsandi svín. „Við fjölluðum um erfðabreytt matvæli. Sú fæða hefur sína kosti og galla. Þeir bjartsýnustu telja að líftækni muni leysa fæðuvanda heimsins. Aftur á móti eru uppi töluverðar efasemdir um þessi mál, til að mynda hvort erfðabreytt matvæli séu jafn holl og önnur og hvaða áhrif ræktun þeirra geti haft á náttúruna. Ég veit að það eru margir möguleikar í þessu en engu að síður vil ég að það sé farið að öllu með gát,“ segir Þorvarður, sem notar einnig tækifærið til að benda á að lítil þekking sé til um þessi mál og því tilvalið fyrir efnilega nemendur að kanna þau, einkum siðferðilegu hliðina.
Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira